ESB nennir ekki að reka EES-samninginn

EES-samningurinn, sem Jón Baldvin kynnti á síðustu öld sem ,,allt fyrir ekkert", er úreltur. Samningurinn var gerður fyrir þjóðir á leið inn í Evrópusambandið.

Evrópusambandinu finnst ekki taka því að reka EES-samninginn lengur. Eftir að ljóst varð að Bretland færi ekki í EES eftir Brexit eru dagar samningsins í raun taldir.

Evrópusambandið mun einhliða breyta samningnum í þá veru að Ísland og Noregur taki við tilskipunum frá Brussel. Við eigum að segja upp EES-samningnum áður en í óefni er komið.


mbl.is Tregða að byggja á tveimur stoðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýrland sem smáútgáfa af heiminum

Um 250 þúsund eru látnir í borgarastríðinu í Sýrlandi sem hófst 2011. Heimilislausir Sýrlendingar eru milli 4-5 milljónir. Assad-fjölskyldan stjórnar Sýrlandi frá áttunda áratug síðustu aldar.

Uppreisnin gegn ríkisstjórn Assad var hluti af svokölluðu arabísku vori sem í kringum 2010 var andóf gegn ráðandi öflum í mörgum arabalöndum fyrir botni Miðjarðarhafs og múslímaríkjum í Norður-Afríku. Öflugasti hluti andófsins reyndust herskáir hópar múslíma, Ríki íslams þar fremst í flokki, sem lögðu undir sig stór landssvæði í Sýrlandi og Írak.

Bandaríkin og Rússland sameinuðust í að kveða Ríki íslams í kútinn. Bandaríkin kröfðust jafnframt að Assad forseta yrði vikið frá völdum en Rússar styðja forsetann. Enginn einn valkostur er við valdstjórn Assad. Uppreisnarhóparnir eru margir og sjálfum sér sundurþykkir. Þeir eru þjálfaðir í stríði en ekki friði.

Auk arabískra uppreisnarmanna eru Kúrdar í Norður-Sýrlandi áfjáðir að stofna eigið ríki. Kristnir eru annar minnihlutahópur sem virðast láta sér best líka stjórn Assads. Assad-fjölskyldan tilheyrir alavítum, sem eru shíta-múslímar í landi með súnní-múslíma í meirihluta.

Sýrland er í vissum skilningi smáútgáfa af heiminum. Ólíkir hópar með andstæða sannfæringu og hagsmuni berjast fyrir sinni útgáfu af hvernig málum skuli háttað. Fleiri sprengjur og meiri manndráp bæta ekki hag Sýrlendinga. En það er lenska í ófriði að gefast ekki upp fyrr en öll sund eru lokuð og síðasta blóðdropanum úthellt. Ábyrgðarhluti er að efna til ófriðar. 


mbl.is Getur þýtt stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband