EES: íslenskt fullveldi framselt til Noregs

Norðmenn reka EES-samninginn á þeim forsendum að Noregur ákveður samskiptin við Evrópusambandið en Ísland fylgir. Norskir ráðamenn eru meðvitaðir um að í samanburði við Ísland er Noregur stórveldi.

Afleiðingin verður að íslenskir hagsmunir eru fyrir borð bornir, norskir hagsmunir eru einráðir.

EES-samningurinn felur í sér grófa íhlutun Norðmanna í íslensk málefni, núna síðast í orku- og virkjanamálum.

Eftir ítarlega úttekt á EES á að segja upp samningnum. Þótt fyrr hefði verið.


mbl.is Samþykktu beiðni um EES-skýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnlaust góðæri - erfið vandamálaleit

Á Íslandi ríkir botnlaust góðæri; hagvöxtur, ekkert atvinnuleysi, heimilin bæta eignastöðuna jafnt og þétt. 

Vandamálaleitendur eiga erfiða tíma enda eru þeir farnir að skyggnast inn í einkalíf fólks til að kanna hvort uppeldið sé ekki í lagi. Þá er fámenn heilbrigðisstétt í uppnámi vegna þess að hún er í röngu stéttarfélagi. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru einnig undir smásjánni.

Vandamálaleitendur í fjölmiðlum eru orðnir svo örmagna á góðærinu að þeir krefjast niðurgreiðslu frá ríkinu til að manna vælubílinn.


mbl.is Fjáreignir heimilanna jukust um 8,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskur þingmaður: Noregur er stórveldi gagnvart Íslandi

Í EES-samstarfinu er Noregur stórveldi, segir norskur þingmaður, og á við að Ísland fylgi Noregi eins og hundur í bandi. Af þessum sökum, sagði þingmaðurinn, ætti Noregur ekki að bjóða Bretlandi inn í EES-samstarfið.

Ummælin falla í frétt af deilum á norska Stórþinginu um afskipti Norðmanna af samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Þingmaðurinn Heidi Nordby Lunde er jafnframt formaður samtaka ESB-sinna.

Heidi Nordby Lunde og félagar hennar vinna skipulega að útvíkkun EES-samstarfsins til að gera Noreg að ESB-ríki í gegnum bakdyrnar. Norðmenn taka ákvarðanir og Ísland fylgir eins og hver önnur hjálenda stórveldisins.


Bloggfærslur 10. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband