Vælið í Woodstock-kynslóðinni og börnum hennar

Woodstock-kynslóðin, 65 ára og eldri, kenndi börnum sínum eftirfarandi: við viljum lífsgæði, forréttindi - og það strax - en alls ekki axla ábyrgð á lífi okkar, segir í gagnrýni á þessar tvær kynslóðir í Welt.

Nokkuð til í þessu, með fyrirvara um alhæfingar. Á Íslandi vælir Woodstock-kynslóði um bág kjör aldraða. Þetta er sú kynslóð sem best hefur haft kjörin allra kynslóða Íslandssögunnar. Hún getur hætt að vinna í blóma lífsins, 65-70 ára, á góðum lífeyri og á meiri eignir en sögur fara af öðrum kynslóðum. Vælir samt út í eitt um hve lífið sé skítt.

Börn þessarar kynslóðar, á fimmtugs og sextugsaldri, bera mesta ábyrgð á hruninu og þar var ekki ábyrgðinni fyrir að fara. Hugmyndi var að veðsetja óbornar kynslóðir Íslendinga með Icesave I-III. Góðu heilli voru ekki öll eplin skemmd. Ólafur Ragnar af Woostock-kynslóðin gekkst fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og barn kynslóðarinnar, Sigmundur Davíð, fann leið til að láta þrotabú bankanna bera skaðann. (Meðal annarra orða: hvers vegna er ekki komin stytta af Sigmundi Davíð við hlið Jóns Sig. á Austurvelli?)

Heimtufrekju tveggja kynslóða til lífsgæða, sem ekki eru sjálfbær, er tímabært að reisa skorður við. Það má byrja á því að hækka lífeyrisaldurinn upp í 75 ár. Vinnandi fólk hefur minni tíma í vælið.


Af gefa líf sitt og taka önnur; ekki sami hluturinn

Sérhver er gefur líf sitt málstað eða æðri köllun í þágu réttlætis, mannúðar eða jafnvel trúar sýnir mannkosti. Vel að merkja; ef viðkomandi fórnar eigin lífi en ekki annarra. Það eru ekki mannkostir að klæðast sprengjubelti og ganga inn í mannþröng til að drepa sjálfan sig og fjölda annarra.

Móðir mín, morðinginn er yfirskrift Spiegel-viðtals við Bettínu Röhl, dóttur borgarskæruliðans Úlriku Meinhof. Eftir erfiðan skilnað ákvað Meinhof yfirgefa barnungar dætur sinar og ganga til liðs við sósíalíska öfgahópa í Vestur-Þýskalandi og leggja drög að byltingu með því að drepa mann og annan. Ásamt félögum sínum féll Meinhof fyrir eigin hendi og fær þessi eftirmæli frá dóttur sinni.

Það er margur málstaðurinn í heiminum sem má deyja fyrir. En til að réttlæta mann sem drepur mann er ekki nóg að vísa í málstað, réttlæti eða trú - hvað þá mannúð. Sá sem drepur annan mann þarf, þegar kurlin koma öll til grafar, að geta sagt; það var annað tveggja að ég yrði drepinn eða ég dræpi. Ungt fólk á vesturlöndum sem ferðast til átakasvæða og taka þar upp vopn mætti hafa þetta í huga.

  


mbl.is Vildi sýna öll sín dýrmætustu gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband