Kerfi sem lifa á vandamálum

Ef tekst að fá hljómgrunn fyrir manngerðan vanda, t.d. losun gróðurhúsaloftegunda, spretta óðara fram hagsmunir sem nýta sér vandann til ábata, bæði á vettvangi stjórnmála og viðskipta.

Þessir hagsmunir mynda kerfi sem þrífst á að viðhalda og styrkja þá sannfæringu almennings að vá sé yfirvofandi. Til að leysa meintan vanda þarf að setja peninga í rannsóknir og varnir en þó fyrst og fremst allskonar kynningu og markaðsstarf sem viðheldur athyglinni á meintum vanda.

Kerfin sem lifa á vandamálum eru síðust til að viðurkenna að meint vandamál voru e.t.v. úr lausu lofti gripin eða stórlega ýkt.


mbl.is Kynnti nýja aðferð í stjórnmálunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf án sársauka, líf á dópi

Sársauki sem verður til við stórfelld inngrip í líkamann, t.d. skurðaðgerð, ber að deyfa með lyfjum. Sársauki sem myndast án sýnilegra líkamlegra ástæðna er ekki ástæða til að meðhöndla með deyfilyfjum.

Óþol gagnvart sársauka er ríkjandi viðhorf. Ef einhver segist finna til er óðara leitað ráða til að deyfa þá tilfinningu.

Við fæðumst við sársauka og fæstir fara í gegnum lífið án þess að finna til. Lyf við sársauka ætti að vera neyðarúrræði en ekki sjálfsagður flótti frá mannlegu ástandi.


mbl.is Umdeild notkun ópíóðalyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband