Bloggher Samfó og Pírata - Göbbelsaðferðin

Aðferð áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins, Jósef Göbbels, var að endurtaka sömu lygina nógu oft til að almenningur tryði. Bloggher Samfylkingar og Pírata klappar sama steininn í dag og í gær.

Samræmdu skilaboðin eru þessi: Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Tilbrigðin eru ýmis, s.s. Vinstri grænir gefast upp, Bjarni Ben. sterkari en Katrín, uppgjöf VG og svo framvegis.

Tilefni samræmdu skilaboðanna er ríkisfjármálaáætlun næstu fimm ár.


Rússar spyrja um heilsu heimilisdýra njósnarafjölskyldu

Skrípal fjölskyldan hélt ketti og marsvín sem ættu að hafa orðið fyrir sömu eitrun og feðginin, segir í frétt Welt um viðbrögð rússneskra yfirvalda við ásökunum Breta.

Bretar standa á því fastar en fótunum að útsendarar Moskvu hafi eitrað fyrir Skrípal-feðginunum með eitri sem var smurt á útidyr íbúðarhúss fjölskyldunnar.

Já, en hvað um heimilisdýrin?


mbl.is Bretar geta ekki hundsað spurningar Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Færri fjölmiðlar og falsfréttum fækkar

Fjölmiðlum fækkar og heimur versnandi fer, er viðkvæðið á fjölmiðlum eins og Kjarnanum, Hringbraut og Stundinni. En það er öðru nær. Við erum betur sett með færri fjölmiðla en fleiri.

Netútgáfur spruttu eins og gorkúlur á haug fyrir fáeinum árum. Í flestum tilfellum er markmið netútgáfna, t.d. þeirra sem nefndar eru hér að ofan, að hafa áhrif á samfélagsumræðuna fremur en að miðla fréttum.

Umræðumiðlar eru ein helsta uppspretta falsfrétta. Ástæðan er sú fréttirnar eru umbúðir utan um pólitísk skilaboð. Fréttir eru ekki lengur upplýsingar heldur álitsgjöf fólks með pólitíska dagskrá.

Netútgáfurnar sem hanga á horriminni vilja fá peninga frá ríkinu til að standa undir rekstrinum. Það væri út í bláinn af ríkinu að niðurgreiða falsfréttir.


Bloggfærslur 5. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband