Kynjafræði: fordómar klæddir í fræði

Karlar og konur eru líffræðilega ólík. Engin félagsfræði, eða kynjafræði, breytir því. Það má ræða fram og tilbaka hvaða áhrif líffræðilegur breytileiki hefur í för með sér. En það eru fordómar en ekki fræði að segja, eins og varaþingmaður Vinstri grænna: ,,mik­il­vægt sé að vinna gegn úr­elt­um hug­mynd­um um að eðli og hlut­verk karla og kvenna sé ólíkt." 

Líffræðilegur breytileiki er ekki ,,úrelt hugmynd", nema þingmaðurinn vilji afsetja þróunarkenningu Darwins.

Kynjafræði er aðeins annað nafn á hugmyndafræði femínisma. Það hljómar undarlega, svo ekki sé meira sagt, að alþingi ætli að gera kynjafræði að skyldufagi þegar 80 prósent kennara eru konur. Hvers vegna ekki að ganga hreint til verks og banna karlkennara? Og til að fullkomna verkið; banna stráka í skólum.


mbl.is Vill að kynjafræði verði skyldufag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Facebooklýðræði

Facebook er verðmætari eigendum sínum eftir því sem almenningur nota samfélagsmiðilinn í meira mæli. En miðillinn lætur ekki við þar sitja að skaffa auglýsendum aðgang að almenningi heldur útvega stjórnmálaflokkum atkvæði.

Tilraun Facebook til að selja þjónustu sína íslenskum stjórnmálaflokkum þarf að upplýsa til fulls og draga rétta lærdóma af.

Það verður seint sagt um Facebook og aðra samfélagsmiðla að þeir bæti umræðuhefðina - þótti fleiri komist að og geti látið ljós sitt skína. Við ættum að hafa varann á okkur þegar miðillinn býðst til að ,,liðka fyrir lýðræðinu" - gegn greiðslu, vitanlega.


mbl.is Hver var tilgangurinn með hnappinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestræn mannúð stýrist af reiðibylgjum

Vestræn ríki skutu eldflaugum á Sýrland til að sefa reiði á samfélagsmiðlum vegna meintrar eiturefnaárásar sýrlenskra stjórnvalda á íbúa landsins. Reiðibylgjur samfélagsmiðla og fjölmiðla eru helsta aðferðin til að fá vestræn ríki til aðgerða.

Rétt fyrir meinta eiturefnaárás reyndu hryðjuverkasamtök Hamas á Gasa að efna til reiðibylgju gegn Ísrael með því að fórna palestínskum unglingum í uppþotum. En vestræn mannúð ræður aðeins við eina reiðibylgju í einu. Eftir atburðina í Sýrlandi varð ekkert úr sviðsettu uppþotunum.

Það er svo önnur umræða hvort mannúð verði nokkru sinni rétt tjáð með sprengjum. 


mbl.is Finna fyrir reiði þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiminum er ekki stjórnað frá Reykjavík, Logi

Trump Bandaríkjaforseti ákvað að sprengja Sýrland og fékk Breta og Frakka í lið með sér. Yfirlýstur tilgangur var að sprengja Sýrland svo að Sýrlendingar sprengdu ekki landið sitt sjálfir - en það hafa þeir dundað sér við í sjö ár. Barnslega einfalt og iðulega kennt við vestrænt frjálslyndi.

Logi Einarsson formaður Samfylkingar og allur þingflokkur Pírata á erfitt með að skilja heimspólitíkina. Loga og Pírötum er fyrirmunað að skilja hvers vegna Ísland var ekki haft með í ráðum.

Í stað þess að kíkja á landakort og rifja upp sögu Íslands, sem hvorugt er með neina tengingu við Sýrland, gera Logi og Píratar stórmál úr orðfæri utanríkisráðherra annars vegar og hins vegar forsætisráðherra.

Guðlaugur Þór utanríkis sagði árásina ,,skiljanlega" en Katrín forsætis sagði hana ,,viðbúna". Loga finnst ótækt að ráðherrarnir noti ekki sama orðalagið.

En, sem sagt, Logi, ríkisstjórn Íslands stjórnar ekki ákvörðunum í Washington, London og París. Orðin sem Guðlaugur Þór og Katrín notuðu gefa til kynna að þau lærðu eitthvað í barnaskóla og hafa hugmynd um hvernig heimurinn virkar. Ekki verður það sama sagt um Loga og Pírata. 


mbl.is Ótímabærar loftárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband