Segjum upp EES, fáum Breta í EFTA

Bretland var stofnríki EFTA áriđ 1960. Undir formerkjum fríverslunar gćtu Bretar gengiđ á ný í EFTA eftir úrsögn úr Evrópusambandinu. En ekki á međan EES-samningurinn er ráđandi um samskipti EFTA-ríkja og ESB.

Ef Guđlaugur Ţór utanríkisráđherra er raunverulega áhugasamur um ađild Breta ađ EFTA međ Íslandi, Noregi og Sviss ćtti hann ađ beita sér fyrir uppsögn EES-samningsins.

Bretland gengur ekki inn í EFTA á međan varaútgáfa af ESB-ađild er viđ lýđi. En EES-samningurinn er einmitt slík útgáfa; skerđir fullveldi og gefur ESB fćri á inngripum í löggjöf EFTA-ríkja.


mbl.is Fíllinn fer úr postulínsbúđinni
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Marxismi, tvćr útgáfur

Marxismi gćti fengiđ aukinn hljómgrunn vegna stighćkkandi atvinnuleysis sem sjálfvirkni (vélmenni) í framleiđslu leiđir af sér, segir bankastjóri Englandsbanka.

Tvćr útgáfur eru til af marxisma, önnur heimspekileg og hugguleg en hin heldur síđri. Húmaníska útgáfan gerir ráđ fyrir ađ viđ vinnum eftir getu og ţiggjum umbun eftir ţörfum. Sovéska útgáfa marxismans er ađ ríkiđ ákveđi ţarfir okkar, vinnuframlag og búsetu.

Spurningin er hvor útgáfan verđir ofaná á tímum vélmenna og gervigreindar.


Sprengjur sem pólitísk skilabođ eđa stórveldastríđ

Deilur stórveldanna í Sýrlandi eru međ einkenni sem gćtu leitt til heimsstyrjaldar, skrifar Simon Jenkins í Guardian. Gagnkvćmar ásakanir um villimennsku, hótanir og núna sprengjuregn gćtu veriđ undanfari stigmagnandi hernađarátaka.

Bjartsýnt sjónarhorn á sprengjuárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka er ađ ţćr séu pólitísk skilabođ um ađ bandamađur Rússa í Sýrlandi, Assad forseti, hagi sér innan marka velsćmis í borgarastríđinu.

En ţađ er ekki sérstök ástćđa til bjartsýni. Borgarastríđ eru í eđli sínu villimannsleg og átökin í Sýrlandi hafa stađiđ í sjö ár. Pólitísk lausn er ekki í sjónmáli. Ţví miđur. 


mbl.is Rússar krefjast neyđarfundar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 14. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband