Geđbilađur, ekki múslími

Fyrsta auđkenni Die Welt á ökumanni bifreiđarinnar sem ök inn í mannţröng í Münster í Ţýskalandi: geđbilađur, ekki múslími. Fréttinni var síđar breytt.

Ţjóđverjar eru nákvćmir - en vilja líka forđast alhćfingar.

 

 

 


mbl.is Ók bíl inn í mannfjölda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jordan Peterson og stríđiđ um vestrćna siđmenningu

Menningarstríđ stendur yfir á vesturlöndum. Kanadískur sálfrćđingur, Jordan Peterson, ber um ţessar mundir höfuđ og herđar yfir ţann aragrúa menntamanna, álitsgjafa, blađamanna og bloggara sem taka til máls í menningarstríđinu.

Peterson varđ fyrir tilviljun miđlćgur í menningarstríđinu. Kanadísk stjórnvöld ákváđu ađ skylda háskólakennara til ađ nota ţau persónufornöfn sem nemendur kusu sér. Ef nemandi vildi hvorki vera hún eđa hann heldur ,,hán" ćtti kennarinn ađ tileinka sér orđfćriđ. Peterson neitađi, kvađst ekki láta stjórnvöld taka af sér málfrelsiđ. Úr varđ hvellur ţar sem tekist var um tjáningarfrelsi og valdi minnihlutahópa til ađ stjórna málfari samfélagsins.

Peterson gaf út bók, 12 lífsreglur, sem kalla má sjálfshjálparbók fyrir aumingja. En, eins og alţjóđ er kunnugt, elur vestrćn siđmenning af sér ógrynni aumingja síđustu áratugi. Á Íslandi birtist aumingjavćđingin m.a. ţannig ađ stjórnmálaflokkar leita skipulega ađ fórnarlömbum á frambođslista. Ţađ er smart ađ vera afturúrkreistingur.

Sumir töldu sig sjá kvenfyrirlitningu í sjálfshjálparbók Peterson. Stórskytta úr röđum spjallţáttastjórnenda í Bretlandi, Cathy Newman, var fengin til ađ leiđa Peterson til slátrunar. Til ađ gera langa sögu stutta svarađi sá kanadíski ţannig fyrir sig ađ vélbyssukjafturinn varđ ađ gjalti.

Spjalliđ viđ Newman skaut Peterson á stjörnuhiminn netsins og ţađan í fjölmiđla. Virđulegir og íhaldssamir fjölmiđlar skrifa stórt og smátt um Peterson og samfélagstaugarnar sem hann snertir. Tímaritiđ Foreign Affairs birtir grein er lýsir framgangi Peterson sem helsta spámanni samtímans. Greinin er neikvćđ gagnvart kanadíska sálfrćđingnum en er fyrst og fremst stađfesting á ţeim menningarpólitíska krafti sem Peterson leysir úr lćđingi.


Jóhönnustjórnin og hryđjuverkin 2009-2013

Pólitískt hryđjuverk stóđu yfir á Íslandi í tíđ ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurđardóttur. Í fyrsta sinn í lýđveldissögunni réđ vinstristjórn landsstjórninni. Vinstrimenn, sem höfđu veriđ klofnir frá 1930, ţegar kommúnistar í Alţýđuflokknum stofnuđu flokk, náđu loks saman. Afleiđingarnar urđu skelfilegar.

Arfur Jóhönnustjórnarinnar er dómsmorđ fyrrverandi forsćtisráđherra, atlaga ađ stjórnskipun lýđveldisins, framsal á efnahagslegu fullveldi ţjóđarinnar til Breta og Hollendinga, međ Icesave, og tilraun til ađ gera Ísland ađ hjálendu Evrópusambandsins, međ ESB-umsókninni.

Ríkisstjórn Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks batt endi á pólitísku hryđjuverkin. Nema dómsmorđiđ, sem var fullframiđ. Tímabćrt er ađ leiđrétta ţađ.

 


mbl.is Vilja ađ beđist verđi afsökunar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 7. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband