Miðvikudagur, 7. desember 2016
Fjölmenning og frjálslyndi töpuðu í Brexit og Trump-sigri
,,Við eigum ekki að láta ættbálkahefðir, heiðursreglum eða sharía-lög ganga fyrir þýsku réttarríki," sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á landsþingi Kristilegra demókrata, um leið og hún talaði fyrir búrkubanni.
Merkel bregst við breyttum aðstæðum í stjórnmálum á vesturlöndum með orðræðu um að þýsk gildi skuli aftur á dagskrá.
Á hverjum tíma eru ráðandi viðmið í pólitískri umræðu. Til skamms tíma voru alþjóðahyggja, fjölmenning og frjálslyndi ráðandi. Samfélagsrammi þjóðríkisins var úr sér genginn og þótti heyra fortíðinni til.
Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslan, sigur Trump í Bandaríkjunum ásamt niðurbroti Evrópusambandsins og andstöðu við alþjóðavæðingu viðskipta er á fullri ferð að breyta ráðandi viðmiðum.
Vöxtur þjóðernishyggju og andóf gegn alþjóðaelítum verður áberandi næstu misseri og ár. Ómögulegt er að segja til um hvort upprisa þjóðríkisins verði til langframa eða millibilsástand. Hinu má slá föstu að fjölmenning og frjálslyndi síðustu áratuga fá ekki uppreisn æru í fyrirsjáanlegri framtíð. Þeim kafla er lokið. Það er staðreynd en ekki tilfinning.
![]() |
Tilfinningar fram yfir staðreyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 7. desember 2016
Vinstristjórn yrði pólitísk og efnahagsleg afturför
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aðalhönnuðir að endurreisn efnahags heimila og þjóðarbúsins eftir hrun.
Eftir óróa og pólitíska upplausn vinstristjórnarinnar 2009-2013 fann ríkisstjórn Sigmundar Davíðs leið til að forða Íslandi frá erlendum hrægömmum annars vegar og hins vegar að endurreisa fjárhag heimilanna með skuldaleiðréttingunni. Grunnur var lagður að langtímavexti hagkerfisins og pólitískum stöðugleika.
Undir þessum kringumstæðum er tilraun til myndunar smáflokkaríkisstjórnar vinstrimanna ávísun á pólitíska og efnahagslega afturför.
![]() |
Endurreisn Íslands vel á veg komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 7. desember 2016
RÚV undirbjó mótmæli - og Píratastjórn
Kastljós RÚV á mánudagskvöld átti að kveikja reiðiöldu í samfélaginu sem myndi leiða til mótmæla á Austurvelli daginn eftir gegn spilltu kerfi og hvetja til kerfisbreytingar á Íslandi undir forystu Pírata. Bein útsending RÚV frá þingsetningu og mótmælafundi skyldi sýna óánægju landsmanna með ríkjandi stjórnarfar og kalla eftir uppstokkun á stjórnskipun landsins.
Síðdegis á mánudag kynntu ritstjórar Kastljóss, Þóra Arnórsdóttir og Helgi Seljan, skandal kvöldsins, um spillingu í hæstarétti, hornsteini réttarkerfisins. Spilað var á tilfinningar öfundar og tortryggni í fréttinni:
![]() |
Fleira hrundi en bankar haustið 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 6. desember 2016
Faglegt hrun RÚV-Kastljóss í Markúsarmáli
Kastljós gærkvöldsins gerði atlögu að forseta hæstaréttar og sakaði hann um að brjóta lög með því að tilkynna ekki nefnd um dómarastörf um arf í hlutabréfum sem honum tæmdist í byrjun aldar. RÚV viðurkennir í kvöldfréttum að Markús Sigurbjörnsson tilkynnti um hlutbréfin.
Í stað þess að viðurkenna mistök reynir RÚV að tortryggja sparnaðarreikning Markúsar í Glitni. RÚV kallar til prófessor í lögum, Sigurð Tómas Magnússon, og spyr hvort hlutabréfasjóður sé ekki það sama og hlutafélag í atvinnurekstri!
RÚV-Kastljós stundar ekki fréttamennsku heldur ber á borð blekkingar þar sem ósannindi, hálfkveðnar vísur og dómgreindarlaust rugl eru aðalréttirnir.
RÚV ranglar um á fjölmiðlamarkaði ábyrgðarlaust og eftirlitslaust og efnir til uppþota á kostnað skattgreiðenda. Á Efstaleiti axlar enginn ábyrgð. En faglega ónýtu liðsmenn fréttastofu eru nógu fljótir að krefja aðra um ábyrgð þegar þannig stendur á. Það á ekki að líða svona ósvinnu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 6. desember 2016
Kastljós fer með ósannindi - kemur afsökunarbeiðni?
Kastljós sagði ósatt þegar Markús Sigurbjörnsson forseti hæstaréttar var sakaður um að hafa ekki tilkynnt um hlutabréf í Glitni sem hann fékk í arf árið 2002.
Kastljós beit höfuðið af skömminni með því að halda fram að peningaeign í hlutabréfasjóði, sem er sparnaðarform tugþúsunda Íslendinga, jafngildi eign í hlutafélagi í atvinnurekstri.
Kemur afsökunarbeiðni frá Efstaleiti? Frýs í helvíti?
![]() |
Markús svarar fyrir verðbréfin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 6. desember 2016
Lausnin á lágkúrunni
Smáflokkaríkisstjórn fimm flokka er lágkúra enda þar innanborðs stjórnmálaflokkar sem þjóðin hafnaði, til dæmis Samfylkingin. Smáflokkabandalagið sameinast um það eitt að halda stjórnmálaaflinu, sem sigraði kosningarnar, Sjálfstæðisflokknum, frá landsstjórninni.
Smáflokkabandalagið er ekki með neinn valkost við núverandi stjórnarstefnu sem reynst hefur þjóðinni farsæl í þrjú ár. Vinstriflokkarnir tala um ,,verkferla" og ,,lausnamiðun" en það eru aðeins orðaleppar um umboðslaus pólitísk hrossakaup.
Lausnin á lágkúrunni er að horfast í augu við niðurstöðu lýðræðislegra kosninga og viðurkenna að ekki er hægt að sniðganga vilja tæplega þriðjungs þjóðarinnar, sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til forystu í landsmálum.
![]() |
Fer bara inn í þetta lausnamiðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 5. desember 2016
Kastljós leitar að skúrki, finnur rassvasabókhald
Kastljós kann ekki að lesa lög og ruglar saman peningaeign í hlutabréfasjóði og eign í hlutafélagi. Opinberir starfsmenn RÚV eyddu almannafé í rannsókn sem leiddi það eitt í ljós að nefnd um dómarastörf er ekki með neinn starfsmann til halda utan um skráningu hlutabréfaeignar dómara í atvinnufyrirtækjum.
Leikmynd Kastljóss gerði ráð fyrir að Hjördís Hákonardóttir væri stjörnuvitnið gegn Markúsi Sigurbjörnssyni, sem átti að vera skúrkurinn. En þegar Hjördís varð að viðurkenna að skráningar á hlutabréfaeign dómara í atvinnufyrirtækjum væri aukaverk án skipulags sat hún uppi með Svarta-Pétur.
Kastljós notaði sömu brellur og oft áður. Gerði stórmál úr aukaatriðum og misskildi viljandi aðalatriði, sem er að peningaeign í hlutabréfasjóði er ekki eign í hlutafélagi.
Helsti fréttapunktur Kastljóss er að nefnd um dómarastörf fær ekki fjármuni til að halda starfsmenn sem gæti skipulagt rassvasabókhaldið um eign dómara í hlutafélögum. Kostnað við afæturnar á Efstaleiti, sem nota almannafé í blekkingar undir yfirskini frétta, mætti lækka - þó ekki nema til að fjármagna starfsmann nefndar um dómarastörf. Hálft starf væri meira en kappnóg.
![]() |
Telur sig ekki hafa verið vanhæfan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. desember 2016
Atlaga RÚV að hæstarétti - dómstóll götunnar
Kastljós RÚV boðar atlögu að hæstarétti vegna meints vanhæfis dómara. Lög um vanhæfi dómara er að finna í 5. gr. laga um meðferð einkamála og eru í sjö liðum.
5. gr. Dómari, þar á meðal meðdómsmaður, er vanhæfur til að fara með mál ef:
a. hann er aðili að málinu eða fyrirsvarsmaður aðila,
b. hann hefur gætt réttar aðila varðandi sakarefnið eða veitt aðila ólögskyldar leiðbeiningar um það,
c. hann hefur borið eða verið kvaddur til að bera vitni um atvik málsins af réttmætu tilefni eða verið mats- eða skoðunarmaður um sakarefnið,
d. hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar,
e. hann tengist eða hefur tengst fyrirsvarsmanni eða málflytjanda aðila með þeim hætti sem segir í d-lið,
f. hann tengist eða hefur tengst vitni í málinu með sama hætti og segir í d-lið, mats- eða skoðunarmanni eða manni sem neitar að láta af hendi sönnunargagn,
g. fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa.
Kastljós mun gera síðasta liðinn að skotfærum gegn Markúsi Sigurbjörnssyni. Hann átti, samkvæmt frétt RÚV, peninga í sjóðum bankanna fyrir hrun, líkt og þúsundir annarra Íslendinga. Samkvæmt fréttinni var hann búinn að losa sig við eignir sínar fyrir hrun og málið ætti þar með að vera dautt. En ekki í meðförum Kastljóss.
Frétt RÚV, sem ritstjórar Kastljóss eru skrifaðir fyrir, boðar að það sé saknæmt að eiga peninga. Í Kastljósi í kvöld verður dómstóll götunnar ræstur út. RÚV mun kynda undir með hverskyns fréttum af smáatriðum, sem bæði eru léttvæg og ómálefnaleg. En heildaráhrifin verða þau að ,,bloggheimar loga" um allsherjarspillingu á Íslandi. Og það er meginþema Kastljóss síðustu misseri.
![]() |
Segja Markús ekki hafa farið að reglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 5. desember 2016
Formleg RÚV-gáta og óformleg
Í hádegisfréttum RÚV var ein aðalfréttin að næstu fjárlög, sem eru Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, verði mesta styrking ríkisreksturs í seinni tíma sögu.
Inn í miðja fréttina um fjárlög var skellt inn viðtali við bestu vinkonu RÚV, Birgittu Jónsdóttur pírata. Fréttamanni og Birgittu kom saman um að hörkugangur væri í óformlegum viðræðum um smáflokkastjórn undir forystu Pírata, sem þó hefjast ekki fyrr en eftir hádegi.
Til að undirstrika hve góður gangur væri í viðræðum, sem enn eru ekki hafnar, voru fréttamaður og vinkona RÚV á því að jafnvel strax síðdegis yrðu óformlegu viðræðurnar formlegar.
Í fréttaflutningi er fyrsta boðorðið að upplýsa en ekki tala í gátum. En RÚV vill teygja lopann fyrir Pírata og veitir verðlaun fyrir besta svarið við spurningunni: hver er munurinn á formlegum og óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum.
Fyrstu verðlaun eru viðtal á Austurvelli í fyrstu mótmælunum sem Píratar boða til á nýju ári. Allt í beinni á RÚV.
![]() |
Vill ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. desember 2016
Píratar: Katrín er fúskari
Píratar fengu umboð forseta eftir lokun markaða á föstudag. Helgina notuðu þeir til að ræða hvers vegna ekki tókst að mynda fimm flokka stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna. Niðurstaða er að vinnubrögð Katrínar hafi verið fúsk og flumbrugangur.
Píratar þykjast kunna betri vinnubrögð og tala um ,,verkferla". Innan raða Pírata eru ,,hámenntaðir" einstaklingar sem eflaust kunna margt fyrir sér um ,,verkferla."
Þeir sem ætla að mynda verkferlaríkisstjórn þurfa ekki að kunna að telja. En það kann varaformaður Vinstri grænna. Hann komst að því að kerfisbreytingaflokkar eins og Píratar eru í minnihluta á alþingi. Skapandi stærðfræði Smára McCarthy getur ábyggilega breytt minnihluta í meirihluta. Með ,,verkferlum."
![]() |
Ekkert fúsk og engan flumbrugang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)