Fjölmenning og frjálslyndi töpuðu í Brexit og Trump-sigri

,,Við eigum ekki að láta ættbálkahefðir, heiðursreglum eða sharía-lög ganga fyrir þýsku réttarríki," sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari á landsþingi Kristilegra demókrata, um leið og hún talaði fyrir búrkubanni.

Merkel bregst við breyttum aðstæðum í stjórnmálum á vesturlöndum með orðræðu um að þýsk gildi skuli aftur á dagskrá.

Á hverjum tíma eru ráðandi viðmið í pólitískri umræðu. Til skamms tíma voru alþjóðahyggja, fjölmenning og frjálslyndi ráðandi. Samfélagsrammi þjóðríkisins var úr sér genginn og þótti heyra fortíðinni til.

Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslan, sigur Trump í Bandaríkjunum ásamt niðurbroti Evrópusambandsins og andstöðu við alþjóðavæðingu viðskipta er á fullri ferð að breyta ráðandi viðmiðum.

Vöxtur þjóðernishyggju og andóf gegn alþjóðaelítum verður áberandi næstu misseri og ár. Ómögulegt er að segja til um hvort upprisa þjóðríkisins verði til langframa eða millibilsástand. Hinu má slá föstu að fjölmenning og frjálslyndi síðustu áratuga fá ekki uppreisn æru í fyrirsjáanlegri framtíð. Þeim kafla er lokið. Það er staðreynd en ekki tilfinning.


mbl.is Tilfinningar fram yfir staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Var þetta frétt frá mbl??  Það hljómaði eins og slúður.  Það hljómaði eins og Pírati væri að tala um sjálfstæðismann.  Þar var verðandi forseti Bandaríkjanna kallaður ónefnum eins og það væri staðreynd, og það ofarlega í slúðrinu.

Elle_, 7.12.2016 kl. 20:49

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég var á þessum fundi og fjölmörgum ESB- fundum Alþjóðamálastofnunar og álíka sl. 8 ár held ég. Alltaf var með ólíkindum hve illa tengt daglegum raunveruleika þessi Evrópu- sósíalmenningarelíta er að jafnaði, þar sem ESB var hægt og bítandi að falla undan eigin þunga í eilífðarkrísum. Látið er síðan eins og Brexit sé ekki rökrétt framhald þessa falls Euro- sósíalismanns heldur skortur á kynningu og umræðu, sem hefur þó margoft farið fram.

Viðteknar skoðanir ofangreinds hóps eru sagðar sannleikur og staðreyndir, þegar einmitt hið gagnstæða kemur í ljós: t.d. hagtölur, flóttamanna- straumur og erfiðleikar t.d. tengdir því að atvinnuleysi ungs fólks í Suður Evrópu hefur verið 25-45% síðustu árin. Fólk í Bretlandi sér stjórnleysi ESB og vill hafa reglu á hlutunum, gjaldmiðil og stjórn á innstreymi annars staðar að inn í kerfin sín. Það er síst tilfinninga- bundnara heldur en aðrir.

En Réttrúnaðarelítan hér og ytra telur aðra lýðskrumara en þá sem halda þeirra skoðun á lífið. Nú er Endurkoðandinn kominn í heimsókn að fara yfir staðreyndabókhald þeirra.

Ívar Pálsson, 8.12.2016 kl. 00:50

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Húrra Elle og Ívar.

Ragnhildur Kolka, 8.12.2016 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband