Samfélagsmiðlar 5. valdið

Fjölmiðlar eru stundum sagðir fjórða valdið með vísun í þrískiptingu ríkisvaldsins. Til skamms tíma réðu fjölmiðlar dagskrá opinberrar umræðu og áhrifavaldar sem slíkir. Samfélagsmiðlar eru í þessu samhengi 5. valdið.

Samfélagsmiðlar eru í einn stað lýðræðisauki, hver sem er getur tekið þátt í skoðanaskiptum, en í annan stað vettvangur múgsefjunar þar sem ein fjöður verður að fimm hænum eins á fáeinum augnablikum.

Samspil fjórða og fimmta valdsins, fjölmiðla og samfélagsmiðla, getur leitt til fáránleika sem að óreyndu mætti ætla að heyrði til lygasögu. Mál Kristins Sigurjónssonar fráfarandi lektors við Háskólann í Reykjavík er eitt dæmi.

Kristinn setti fram karlrembuskoðun á lokaðri spjallrás samfélagsmiðils. Fjölmiðill, DV, komst í texta Kristins og birti Augnabliki síðar var lektorinn atvinnulaus. Háskólinn í Reykjavík taldi ekki óhætt að Kristinn yrði kennari skólans stundinni lengur vegna fyrirsjáanlegra hamfara á samfélagsmiðlum.

DV fylgir málinu eftir með umfjöllun um fögnuð femínista yfir atvinnumissi Kristins. DV lætur femínista njóta nafnleyndar enda fyrirfram búið að ákveða skúrkinn og þá má múgurinn svívirða líkið - og fær nafnleynd í kaupbæti.

Samspil 4. og 5. valdsins er ekki beinlínis menningarauki.


mbl.is Leitar lögfræðings og vill lítið segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efling; Fjóla í veikindafríi, frænka formannsins inn

Síðustu fréttir af yfirtöku sósíalista á Eflingu verkalýðsfélagi: Fjóla Jónsdóttur, fræðslustjórinn er í ,,veikindafríi" en frænka formannsins, nýráðinn starfsmaður, sér um fræðslumálin.  

Formaðurinn, Sólveig Anna, gerir dauðaleit að bandamönnum utan sósíalista og gaf í gær út yfirlýsingu um að hún styddi Drífu Snædal til formennsku í ASÍ.

Sósíalistar kunna þá list að leggjast lágt, fara í felur þegar að þeim er sótt og gera bandalög til að styrkja stöðu sína. 

 


Karlaspjall og helgispjöll

Karl viðhefur taktlaus ummæli um konur á lokaðri rás sem heitir Karlmennskuspjallið. Í lóðbeinu framhaldi missir karlinn vinnuna.

Sjálfsagt er að vanda um fyrir fólki sem lætur groddaraleg ummæli falla. Viðurlögin verða að hæfa tilefninu.

Að karl missi vinnuna vegna þess að honum finnst valdefling kvenna ganga of langt er vel í lagt. Það á að heita tjáningarfrelsi í landinu. Í siðuðu samfélagi eru hugmyndir og sjónarmið rædd en ekki bæld. 


mbl.is Kristinn biður konur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftslagssvindlið, Darwin og 1,5 gráður

Í skjóli Sameinuðu þjóðanna er endalokum siðmenningar spá ef lofthiti hækkar um 1,5 gráður á celsíus. Svokallaðir sérfræðingar, lofthitasinnar, skálda upp tölur og stílfæra þegar hentar, samanber ,,Climategate" hneykslið.

Lofthitasinnar geta ekki svarað einföldustu spurningum eins og þessari: hver er kjörhiti jarðarinnar? Á jörðinni vitum við að skiptast á hlýskeið og kuldaskeið. Um það bil sem Jesú fæddist var hlýskeið, kennt við Rómvarveldi. Á miðöldum var hlýskeið, þegar Ísland og Grænland byggðust. Frá um 1300 til loka 19. aldar var kuldaskeið, kallað litla ísöld. Allt eru þetta þekktar staðreyndir úr heimi vísinda sem loftslagssinnar líta framhjá.

Ef lengra tímaskeið er tekið fyrir kannast flestir við þróunarkenningu Darwin sem felur í sér að sumar dýrategundir deyi út, án þess að maðurinn komi þar nærri. En lofthitasinnar afneita Darwin og þróunarkenningunni. Dýr, sérstaklega ef þau eru loðin og bangsaleg, eiga heimtingu að lifa um alla eilífð.

Vísindamenn trúir sinni köllun, t.d. Judith Curry, gefa lítið fyrir loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Áróðursmennirnir eiga aftur sviðið. RÚV er sérstaklega duglegt að endurvarpa heimsendaspám þeirra. Enda vinstrimönnum tamt að telja ragnarök handan við hornið. Þeim leiðist svo lífið.


mbl.is „Bregðist við núna, fábjánar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur: það má bara græða á krónunni

Björgólfur yngri er einn þeirra sem græddu stórt á krónunni á tímum útrásar. Hann og félagar hans keyptu Landsbanka, Eimskip, Morgunblaðið, Mál og menningu og byggðu Hörpuna á örfáum árum. Þeir máttu ekki sjá neitt kvikt í krónuhagkerfinu án þess að reyna að kaupa það á lánum.

Spilaborg Björgólfs og annarra útrásarauðmanna hrundi á fáeinum dögum fyrir tíu árum.

Og hverjum var um að kenna? Jú, sei, sei, auðvitað krónunni sem hafði gert þá moldríka.

Krónan er sem sagt gjaldmiðill sem aðeins má græða á, ekki tapa. Útrásarspekin lætur ekki að sér hæða.

 

 


mbl.is „Stóri skúrkurinn var krónan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

WOW: góð sætanýting eykur tapið

WOW borgar með farþegum sínum, flytur þá undir kostnaðarverði. Þess vegna skuldar WOW milljarða hjá Isavia og fagútgáfur telja hæpið að félagið lifi af veturinn.

Góð sætanýting eykur einfaldlega tap WOW sem leitaði til fjárfesta og fékk nýverið lán á okurvöxtum, 9 prósent.

En það er til marks um markaðssnilli WOW að kynna aukið tap sem árangur.


mbl.is 27% fjölgun hjá WOW air í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi Eflingar-elítunnar

Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins er búinn að koma ár sinn vel fyrir borð í Eflingu. Flokkssystir hans, Sólveig Anna, er formaður. Eiginkona Gunnars Smára skrifar reikninga upp á milljónir sem Efling borgar.

Sigurjón Magnús, bróðir Gunnars Smára, ritstýrir málgagni sósíalista, Miðjunni. Sigurjón Magnús hefur það svo gott að hann er fluttur til Spánar og fjarstýrir þaðan almannatengslum flokksins. 

,,Við bætist efni frá Spáni. Fyrst ber að nefna Golf fyrir alla, en þar verður kappkostað við að segja frá golfvöllum, verði á golfvelli og öðru því sem hinn dæmigerði golfáhugamaður kann að hafa áhuga á," skrifar Sigurjón Magnús.

Sósíalíska Eflingar-elítan er í góðum málum. Milljónir verða til við eldhúsborðið og ef manni leiðist ljúfa lífið á Fróni og má alltaf skreppa til Spánar og taka nokkra golfhringi.

Stéttarfélög eins og Efling eru moldrík og beinlínis hönnuð til að skapa sósíalistum sældarlíf. 

Lifi byltingin.


mbl.is Mótmælir ásökunum Gunnars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfirðir, WOW og taugaveikluð ríkisstjórn

Ráðaherrar tveggja ríkisstjórnarflokka af þremur ruku upp til handa og fóta þegar opinber nefnd komast að niðurstöðu sem ekki er hagfelld fiskeldi á Vestfjörðum. Fáein störf eru í húfi en fjórðungurinn er með bestu stöðu á landinu öllu í atvinnumálum.

Skúli Mogensen í WOW skipar almannatengslum sínum að stúdera viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fiskeldi á Vestfjörðum til að búa í haginn fyrir augnablikinu þegar Skúli stillir ríkisstjórninni við vegg og segir: WOW er við það að fara á hausinn og þar með mörg hundruð störf og þúsundir afleiddra starfa nema ríkissjóður Íslands dæli ótöldum milljörðum í gjaldþrota rekstur. Ríkisstjórn á ekki að lyppast niður þótt menn í jakkafötum derri sig og segjast tapa pening.

Ráðherrar verða að hafa pung (í óeiginlegri merkingu, Kata) og ekki hlaupa útundan sér þótt það gári á yfirborðinu. Það er ekki eins og lýðveldið sé í húfi þegar illa gengur að setja upp fiskeldi í tveim vestfirskum fjörðum. 


mbl.is Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bróðir Gunnars Smára í vinnu hjá Eflingu

Sjálftaka Gunnars Smára sósíalistaforingja úr sjóðum Eflingar er viðkvæmt mál eftir að upp komst. Bróðir Gunnars Smára, Sigurjón Már Egilsson, sem rekur Miðjuna, var kallaður út í aukavinnu til að bera blak af Eflingu. Enda liggur mikið við að halda tiltrú öreiganna við foringjann og málstaðinn.

Fyrir helgi tilkynnti Sigurjón Már að lítið efni yrði sett á Miðjuna þar sem hann stæði í flutningum til Spánar. En eftir frétt Morgunblaðsins um sjálftöku Gunnars Smára og fjölskyldu hefur bróðirinn setið sveittur við og birt hverja vörnina á fætur annarri fyrir Eflingu og Gunnar Smára.

Síðdegis í gær kom romsa frá Gunnari Smára á Miðjunni um að hann væri ofsóttur. Klukkutíma síðar birtist stuðningsyfirlýsing frá félaga Vilhjálmi. Nokkrum mínútum eftir það er birt yfirlýsing frá Eflingu. Í morgunsárið reynir Gunnar Smári að útskýra sjálftektina úr sjóðum Eflingar - auðvitað á Miðjunni.

Öll þessi vinna við að verja hagsmuni Gunnars Smára og Eflingar kostar sitt. Sigurjón Már kemst ekki hjá því að rukka feitt fyrir töfina sem hann varð fyrir í flutningum til Spánar. Og í sjóðum Eflingar eru heilir 12 milljarðar króna.


mbl.is „Óstaðfestar sögusagnir og dylgjur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiginkona Gunnars Smára á Eflingartaxta? Varla

Í sósíalisma eru sumir jafnari en aðrir. Efling verkalýðsfélag borgar milljónir ofan á milljónir í heimilishald Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokks Íslands og arkitektsins að stjórnarbyltingunni sem skilaði sitjandi stjórn yfirráðum yfir milljarðasjóðum sem almennir launþegar eru skyldaðir að borga í.

Verkskiptingin á heimili sósíalistaforingjans eru þau að eiginkona skrifar reikning á Eflingu og lætur nokkrar ljósmyndir fylgja. Einföld og þægileg innivinna á góðu kaupi. Sennilega þó ekki á Eflingartaxta.

Þeir sem ekki hlýða nýja yfirvaldinu á skrifstofu Eflingar eru látnir taka pokann sinn. ASÍ, sem mótmælti hagræðingu hjá Icelandair, mun ekki lyfta litla fingri til að verja launþega á skrifstofu Eflingar. 

Sósíalistar standa saman. Enda eru þeir jafnari en aðrir.


mbl.is Mikil átök á skrifstofu Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband