Primera gjaldþrota, WOW hættir flugi

Tvö högg á íslenskan flugrekstur sama síðdegið. Primera er sagt gjaldþrota og WOW hættir flugi til þriggja borga.

Flugrekstur er á vonarvöl víða um heim. Hærra eldsneytisverð og hækkandi vextir snúa áður sjálfbærum rekstri í tap.

Það er ekki tilviljun að hlutabréf í Icealndair eru í frjálsu falli.

 


mbl.is WOW hættir flugi til þriggja áfangastaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV, Hannes og séra Jón

RÚV tekur skýrslu vinstrimanns um siðferði í stjórnmálum upp á sína arma og býður honum ómældan tíma í umræðuþáttum. Vinstrimaðurinn er Jón Ólafsson prófessor. Á tíu ára afmæli hrunsins skilar hægrimaðurinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skýrslu um alþjóðlegt samhengi íslenska hrunsins.

Hvað gerir RÚV? Jú, býður þriðja prófessornum, vinstrimanni, að ræða skýrslu Hannesar í föstum umræðuþætti. Sigurður Már Jónsson gerir þetta að umtalsefni:

Augljóslega er Hannes með skýrslu sinni að ganga gegn ákveðnum dogmatisma sem hefur verið sterkur í umræðunni hér heima, einkum meðal vinstri manna, einstaka háskólamönnum og ákveðnum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Þessi umræðustjórnun birtist kannski skýrast í Silfrinu í dag þar sem Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor er fengin til að ræða um skýrslu Hannesar en ekki Hannes sjálfur. Ekki er vitað annað en að Hannes hafi verið tiltækur. Til að benda á hliðstæðu þá má horfa til þess að fyrir stuttu vann Jón Ólafsson heimspekiprófessor skýrslu fyrir forsætisráðuneytið og fékk í kjölfar þess heiðurssæti í Silfrinu [...] Daginn áður hafði þessi sami Jón setið í Vikulokunum á Rás 1 þar sem hann talaði óáreittur um það hugarefni sitt að fá að setja ríkisstjórninni siðareglur.

RÚV gengur erinda vinstrimanna blygðunarlaust. 


Brexit og Dunkirk

Breski utanríkisráðherrann Jeremy Hunt segir að vondur Brexit samningur veki upp Dunkirk-ástand með Bretum. Dunkirk er hápunktur breskrar þjóðernishyggju á síðustu öld, þegar Hitlers-Þýskaland lagði undir sig alla Vestur-Evrópu og Noreg og Danmörku í kaupbæti.

Dunkirk er frásögnin um lýðræði, mannúð og frelsi Breta annars vegar og hins vegar skepnuskap Meginlands-Evrópu.

Að Dunkirk skuli yfir höfð koma til umræðu vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, sýnir betur en flest annað að tilvera þjóðríkisins er í húfi þegar Brussel-valdið hefur einu sinni læst klónum sínum í það.

Hér á Fróni er enn til fólk sem segir fullum fetum að vel sé hægt að ganga í Evrópusambandið, prófa vistina þar, og ganga út ef maður kann ekki við sig. Og þetta fólk ætlast til að mark sé á því tekið í umræðunni.


mbl.is May og Johnson takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband