Verkó lifir á vinnu annarra

Forysta verkalýðshreyfingarinnar býr ekki til nein verðmæti, ekki einu sinni félagsauð. Þátttaka í stjórnarkjörum er innan við tíu prósent.

Forysta verkalýðshreyfingarinnar lifir á launum sem aðrir vinna fyrir, launþegar í sveita síns andlits, og enn aðrir borga - atvinnurekendur.

Launþegar eru skyldaðir til að borga undir forystuna sem gengur um efnahagskerfið eins og fíll í postulínsbúð og hótar almenningi öllu illu.

,,Kostnaðarmatið" á forystu verkó er býsna hátt, þegar allt er reiknað. 


mbl.is „Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur í gegnum EES-samninginn

Ísland gæti ekki bannað eða komið í veg fyrir lagningu sæstrengs til Evrópu, samkvæmt EES-samningnum eftir að orkupakkinn verður innleiddur.

Þetta kemur fram í áliti norsks sérfræðings í Evrópurétti.

Orkupakkinn sem Evrópusambandið vill að Ísland samþykki að verði hluti af EES-samningnum er framsal á umráðarétti Íslendinga yfir raforkunni og virkjun fallvatna.

Alþingi á vitanlega að hafna þessari viðbót við EES-samninginn.


RÚV tekur Trump á sannleikann

Á meðan Trump Bandaríkjaforseti veltir fyrir hvort og hvernig hann ætlar að refsa Sádí-Arabíu fyrir að myrða blaðamann er RÚV ekkert að tvínóna við hlutina:

Örfáum klukkustundum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi að sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi væri að öllum líkindum látinn, hrósaði hann bandarískum þingmanni fyrir að hafa haft bandarískan blaðamann undir í fyrra.

RÚV lætur sem sagt að því liggja að Bandaríkjaforseti hvetji til morða á blaðamönnum. Nokkuð langt gengið.


mbl.is Segir skýringar Sádi-Araba trúverðugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband