Björgólfur: ţađ má bara grćđa á krónunni

Björgólfur yngri er einn ţeirra sem grćddu stórt á krónunni á tímum útrásar. Hann og félagar hans keyptu Landsbanka, Eimskip, Morgunblađiđ, Mál og menningu og byggđu Hörpuna á örfáum árum. Ţeir máttu ekki sjá neitt kvikt í krónuhagkerfinu án ţess ađ reyna ađ kaupa ţađ á lánum.

Spilaborg Björgólfs og annarra útrásarauđmanna hrundi á fáeinum dögum fyrir tíu árum.

Og hverjum var um ađ kenna? Jú, sei, sei, auđvitađ krónunni sem hafđi gert ţá moldríka.

Krónan er sem sagt gjaldmiđill sem ađeins má grćđa á, ekki tapa. Útrásarspekin lćtur ekki ađ sér hćđa.

 

 


mbl.is „Stóri skúrkurinn var krónan“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Mćtti alveg eins segja ađ

sitjandi ríkisstjórn ţess tíma hafi veriđ stóri skúrkurinn

í ţessu sambandi fyrir ađ leyfa einkabönkunum ađ stćkka ţađ mikiđ ađ ţađ var ekki nokkur leiđ fyrir RÍKIĐ ađ geta baktryggt inneignir almennings?

Sitjandi ríkisstjórn ţessa tíma hafđi tvo valkosti:

1.Ađ takmarka umsvif einkabankana og vera áfram međ krónuna

eđa ađ 

2.Tengjast stćrra hagkerfi og ţá vćntanlega esb/evru

og leyfa einkabönkunum ađ stćkka.

Jón Ţórhallsson, 8.10.2018 kl. 15:55

2 Smámynd: Már Elíson

Helvítis komminn hann Björgólfur. Datt honum í hug ađ fara ađ grćđa eins og hćgri siđleysingi...Hvađ gekk honum til ??

Már Elíson, 8.10.2018 kl. 15:58

3 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Sitjandi ríkisstjórn gerđi hvorugt og ţess vegna kannski fór sem fór.

Jón Ţórhallsson, 8.10.2018 kl. 16:27

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Smá leiđrétting, Páll vona ţú fyrirgefir. En Björgólffeđgar byggđu ekki Hörpu. Ţađ gerđum viđ. Ţeir hinsvegar kynntu undir stórmennskubrjálćđinu sem skilađi okkur ţeim grunni sem stjórnvöld dćldu skattpening okkar í. 

Ragnhildur Kolka, 8.10.2018 kl. 17:19

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jón Ţórhallsson, hvernig átti ríkiđ ađ hemja bankana? Međ ţví ađ fara á svig viđ regluverk ESB?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.10.2018 kl. 17:28

6 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Hefđi FJÁRMÁLAEFTIRLITIĐ  ekki átt ađ segja ađ dćmiđ gengi ekki ekki upp?

Jón Ţórhallsson, 8.10.2018 kl. 18:18

7 Smámynd: Hrossabrestur

Krónan stóri skúrkurinn! árinni kennir illur rćđari.

Hrossabrestur, 8.10.2018 kl. 18:46

8 Smámynd: Theódór Norđkvist

Sem sagt, málmskífur og pappírsseđlar létu vaxa á sig fćtur og hendur, löbbuđu inn á skrifstofur og banka, undirrituđu allskonar verđlausa pappíra sem ekkert var á bak viđ, til ađ éta bankana innan frá? Mannshöndin (t.d. á Björgólfi, Sigurđi, Jóni Ásgeiri og fleirum) kom sem sagt ekkert nćrri ţessum leikfléttum og sjónhverfingum til ađ grćđa peninga?

Annars má Björgólfur eiga ţađ, ađ hann rćđst á verđtrygginguna og vaxtamunastefnuna. EN BĆĐI FYRIRBĆRIN ERU HAGSTJÓRN. EKKI FIMMŢÚSUNDKALLAR OG FIMMTÍUKALLAR! Mađur sem hefur náđ ţetta langt eins og hann, á ađ geta skiliđ ţađ. Ţess vegna er fáránlegt ađ kenna krónunni um sem slíkri. Ekki rugla útliti eđa nafni á mynt landsins saman viđ fjármálastjórn.

Theódór Norđkvist, 8.10.2018 kl. 19:36

9 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Íslenska FJÁRMÁLAEFTIRLITIĐ hefđi átt ađ segja miklu fyrr í ferlinu

ađ dćmiđ (Icesave) gengi ekki upp.

Jón Ţórhallsson, 8.10.2018 kl. 23:56

10 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Ţeir byggđu ekki Hörpuna, lögđu bara grunninn.

Hún var kláruđ á kostnađ skattgreiđenda.

Međ ćrnum tilkostnađi.

Guđmundur Ásgeirsson, 9.10.2018 kl. 02:42

11 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Björgúlfsfeđgar byggđu ekkert, sköpuđu ekkert, annađ en eyđileggingu og eymd, öđrum til handa, en stórgróđa sér til handa. Ţeir tóku einungis grunninn og eftirlétu öđrum rest. Grófu og grófu, en síđan ekki söguna meir. Ţađ er allt ađ ţví brjóstumkennanlegt ađ lesa ţessa fullyrđingu júníorsins um krónuna. Krónan gerđi hann ríkan og ţakklćtiđ er eins og flestra auđmanna, ekkert og hefur aldrei veeiđ, frekar en ţegar burgeisar, sýslumenn, prestar og stórbćndur nýddust á alţýđu Íslands í árdaga, ásamt erlendu veldi.

 "Af hverju stoppađi okkur enginn" í viđtalinu frćga lýsir sennilega best hugarfarinu. Ef ţú kemst upp međ aka Reykjanesbrautina á tvö hundruđ og fimmtíu kílómetra hrađa og löggan nćr ţér ekki, verđur ţú áfram talinn löghlýđinn borgari og gúddí gćji, sem heldur sínu striki og telur sig ekkert rangt hafa haft viđ?

 Ţvílíkt hugarfar! 

 ALLIR stjórnendur bankanna og aumkunnarverđir stjórnmálamenn úr ÖLLUM flokkum, fyrir og eftir Hrun, eiga eftir ađ gera hreint fyrir sínum dyrum. 

 Ţar til ţađ gerist, mun reiđi, tortryggni og hreint og beint hatur, ríkja í umrćđunni og ţessi hörmungarkafli grćđgisvćđingarinnar ekki verđa gerđur upp, fyrr en af sagnfrćđingum framtíđarinnar.

 Vonandi líđur ekki of langur tími. Ţađ eru svo margir sem ţurfa svör, áđur en golunni er geyspađ! 

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 9.10.2018 kl. 04:23

12 Smámynd: Sigurđur Kristján Hjaltested

Ţađ ţarf ekkert ađ segja meira en hann

Halldór Egill segir.

Hann er međ ţetta á ekta mannamáli.

Ekkert kjaftćđi og sykurhúđanir.

Mćttu fleiri taka hann til fyrimyndar.

Sigurđur Kristján Hjaltested, 9.10.2018 kl. 19:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband