Eiginkona Gunnars Smára á Eflingartaxta? Varla

Í sósíalisma eru sumir jafnari en ađrir. Efling verkalýđsfélag borgar milljónir ofan á milljónir í heimilishald Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokks Íslands og arkitektsins ađ stjórnarbyltingunni sem skilađi sitjandi stjórn yfirráđum yfir milljarđasjóđum sem almennir launţegar eru skyldađir ađ borga í.

Verkskiptingin á heimili sósíalistaforingjans eru ţau ađ eiginkona skrifar reikning á Eflingu og lćtur nokkrar ljósmyndir fylgja. Einföld og ţćgileg innivinna á góđu kaupi. Sennilega ţó ekki á Eflingartaxta.

Ţeir sem ekki hlýđa nýja yfirvaldinu á skrifstofu Eflingar eru látnir taka pokann sinn. ASÍ, sem mótmćlti hagrćđingu hjá Icelandair, mun ekki lyfta litla fingri til ađ verja launţega á skrifstofu Eflingar. 

Sósíalistar standa saman. Enda eru ţeir jafnari en ađrir.


mbl.is Mikil átök á skrifstofu Eflingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hruniđ, byltingin og gagnbyltingin

Hruniđ 2008 leiddi til byltingartilraunar vinstrimanna. Samfylkingin tók ađ sér ađ sprengja ríkisstjórn Geirs H. Haarde ţá um veturinn gegn ţví ađ Vinstri grćnir samţykktu ađ styđja ESB-umsókn og ađ farga stjórnarskrá lýđveldisins. Voriđ 2009 náđu ţessir flokkar meirihluta á alţingi og ríkisstjórn Jóhönnu Sig. komst á koppinn.

Herfrćđi byltingarstjórnarinnar var ţessi: Ísland er ónýtt og ţarf ađ ganga í Evrópusambandiđ. Stjórnarskráin er ónýt og byltingarráđ (stjórnlagaráđ) var fengiđ til ađ semja nýja. Föllnu bankarnir voru gefnir útlendingum. Íslendingar sjálfir voru ónýtir; ţess vegna skyldu ţeir borga Icesave-reikninga einkabanka í 40 ár og lifa viđ vénúselískan sósíalisma á međan, auđvitađ undir forsćti vinstrimanna.

Sérfrćđinga- og bloggsveit vinstrimanna hamađist á ţjóđinni međ byltingarbođskapinn. En almenningur sá viđ ţeim byltingaróđu og töfrađi fram seinna óskabarn ţjóđarinnar; Sigmund Davíđ sem sagđi nei, viđ borgum ekki Icesave og nei, viđ látum ekki almenning bera byrđarnar - heldur ţrotabú bankanna.

Ţjóđin gerđi Framsóknarflokk Sigmundar Davíđs stćrsta flokk landsins í kosningunum 2013. Byltingarflokkarnir fengu skell. Samfylkingin hrapađi úr 30 prósent fylgi í 12,9 prósent og Vinstri grćnir misstu meira en helming atkvćđa sinna, fóru í 10,9 prósent.

Gagnbylting Sigmundar Davíđs heppnađist fullkomlega. ESB-umsóknin dó drottni sínum, skemmdarverkinu á stjórnarskránni linnti, Icesave-fjötrum var hnekkt, heimilin fengu leiđréttingu og bankarnir voru teknir úr höndum útlendinga til ábata fyrir Íslendinga.

Vinstrimenn brjáluđust. Ţeir gerđu út lygnustu fréttaveitu norđan Alpafjalla, RÚV, til höfuđs óskabarninu. Sigmundur Davíđ var platađur í viđtal á fölskum forsendum og Helgi Seljan RÚVari líkti gagnbyltingarhetjunni viđ Pútín og Gaddaffi í frćgum sjónvarpsţćtti kenndum viđ Panama.

Sigmundur Davíđ féll međ ríkisstjórn sinni 2016. En líkt og Nelson viđ Trafalgar sigrađi hann bćđi stríđiđ og orustuna: lýđveldinu var borgiđ, ţökk sé óskabarninu öđrum fremur.

Eftir 2016 var stjórnmálaóreiđa ţangađ til ađ Sjálfstćđisflokkur og illskásta vinstriđ gerđu vopnahlé og mynduđu ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.


mbl.is Mannlífiđ á fyrstu mánuđum eftir hrun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

RÚV atlagan ađ Brimborg

Brimborg er fyrirtćki međ 300 manns í vinnu. RÚV gerđi sér ađ leik ađ grafa undan fyrirtćkinu međ rangri ásökun um ađ Brimborg mismunađi starfsmönnum sínum. RÚV vissi ađ ásökunin var röng en gerđi engu ađ síđur atlögu ađ trausti og trúverđugleika fyrirtćkisins.

Starfsađferđir RÚV viđ ađ taka einstaklinga og fyrirtćki af lífi međ röngum ásökunum eru komnar út í slíkar öfgar ađ ekki verđur viđ unađ.

RÚV er fjármagnađ af ríkinu sem er eini eigandi stofnunarinnar. Löngu tímabćrt er ađ RÚV sćti ábyrgđ á framferđi sínu. 


mbl.is Telur Helga hafa brotiđ siđareglur RÚV
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 6. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband