Vestfirðir, WOW og taugaveikluð ríkisstjórn

Ráðaherrar tveggja ríkisstjórnarflokka af þremur ruku upp til handa og fóta þegar opinber nefnd komast að niðurstöðu sem ekki er hagfelld fiskeldi á Vestfjörðum. Fáein störf eru í húfi en fjórðungurinn er með bestu stöðu á landinu öllu í atvinnumálum.

Skúli Mogensen í WOW skipar almannatengslum sínum að stúdera viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fiskeldi á Vestfjörðum til að búa í haginn fyrir augnablikinu þegar Skúli stillir ríkisstjórninni við vegg og segir: WOW er við það að fara á hausinn og þar með mörg hundruð störf og þúsundir afleiddra starfa nema ríkissjóður Íslands dæli ótöldum milljörðum í gjaldþrota rekstur. Ríkisstjórn á ekki að lyppast niður þótt menn í jakkafötum derri sig og segjast tapa pening.

Ráðherrar verða að hafa pung (í óeiginlegri merkingu, Kata) og ekki hlaupa útundan sér þótt það gári á yfirborðinu. Það er ekki eins og lýðveldið sé í húfi þegar illa gengur að setja upp fiskeldi í tveim vestfirskum fjörðum. 


mbl.is Óvissan á Vestfjörðum óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband