Ríkið veitir möguleika til auðlegðar en líka fátæktar

Ríkið á að veita grunnþjónustu, sveitarfélög félagsþjónustu. Hið opinbera á ekki að útvega okkur vinnu, húsnæði eða maka. Sjálfráða einstaklingar eiga val um menntun, búsetu, starf, makaval og þar fram eftir götunum.

Ef fólk verður fyrir ófyrirséðum skakkaföllum viljum við að það geti leitað til velferðarþjónustu og fengið aðstoð.

Vísasti vegurinn til að glötunar er að láta ríki og sveitarfélög ákveða hvernig við högum lífi okkar, umfram það sem nauðsynlegt er til að samlífið sé sæmilega öruggt og friðsælt.

Sósíalistar af ýmsum sortum gera kröfu um að ríkið stýri lífi okkar. Það er ekki góð hugmynd. Við eigum að standa og falla með okkar eigin ákvörðunum.


mbl.is Ekki töff að nýta sér neyð fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa: Múhameð frekar en Gestur og Ragnar

Lögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar Hall reyndu að tefja réttarhöldin í Al Thani-málinu þar sem sakborningar voru íslenskir auðmenn.

Mannréttindadómstóll Evrópu grætur þurrum tárum yfir sekt Gests og Ragnars.

Dómstóllinn er næmari á helgi Múhameðs spámanns en íslenskra lagatækna.

Í næstu atlögu að réttarkerfinu ættu þeir Gestur og Ragnar að reyna trúarrök. Það yrði hvorki langsóttara né ósvífnara en tilraunin sem félagarnir stóðu fyrir í auðmannavörninni. 


mbl.is Ríkið braut ekki á lögmönnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalísk verðbólga

Verðbólga er á uppleið og hagkerfið snöggkólnar með samdrætti í einkaneyslu og fjárfestingum. Meginástæðan fyrir kreppueinkennum er yfirvofandi sósíalísk árás á hagkerfið.

Undir forystu sósíalista ætlar verkalýðshreyfingin að stilla atvinnulífinu upp við vegg og krefjast kauphækkana sem engin innistæða er fyrir. Annars verður skellt í lás með verkföllum.

Launþegar finna þegar fyrir versandi kaupmætti. Sæluríki sósíalista lætur ekki að sér hæða. Það er nóg að finna reykinn af réttunum til að hagkerfið fari í baklás.


mbl.is Kjaramálin ráðandi í verðbólguþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband