Spáir gjaldţroti WOW, krónan fellur

Forsíđa Fréttablađsins spáir flugfélaginu WOW gjaldţroti innan tíđar. Hagkerfiđ verđur fyrir höggi, ţjóđarframleiđsla dregst saman um tvö prósent og Arion banki tapar milljörđum. Ekkert er minnst á Isavia sem á milljarđa útistandandi hjá WOW vegna lendingargjalda.

Í viđskiptum dagsins féll krónan skarpar en síđustu daga gagnvart helstu gjaldmiđlum eđa yfir eitt prósent. Dollarinn er á 117 kr.

Fréttablađiđ segir ekki berum orđum ađ WOW standi nćrri gjaldţroti en framsetning fréttarinnar er ótvírćđ skilabođ. Rekstrartekjur WOW eru ađ stćrstum hluta fyrirframgreidd fargjöld. Ţegar almenningur hćttir ađ veita flugfélaginu lán er stutt í endalokin. Fréttablađiđ er nokkuđ víđlesiđ.


Frćđimenn og málfrelsiđ - andstćđur?

Hefur einhver séđ til frćđimanna viđ íslenska háskóla sem taka upp hanskann fyrir starfsbróđur sinn ţegar hann var rekinn úr starfi hjá Háskólanum í Reykjavík fyrir ađ hafa ranga skođun?

Er ţađ svo ađ frćđimenn telja óţarfi ađ grípa til varna fyrir tjáningarfrelsiđ?

Hvađ veldur ţögn frćđimanna?


mbl.is HR komi skođanir lektors ekki viđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfélagsmiđlar 5. valdiđ

Fjölmiđlar eru stundum sagđir fjórđa valdiđ međ vísun í ţrískiptingu ríkisvaldsins. Til skamms tíma réđu fjölmiđlar dagskrá opinberrar umrćđu og áhrifavaldar sem slíkir. Samfélagsmiđlar eru í ţessu samhengi 5. valdiđ.

Samfélagsmiđlar eru í einn stađ lýđrćđisauki, hver sem er getur tekiđ ţátt í skođanaskiptum, en í annan stađ vettvangur múgsefjunar ţar sem ein fjöđur verđur ađ fimm hćnum eins á fáeinum augnablikum.

Samspil fjórđa og fimmta valdsins, fjölmiđla og samfélagsmiđla, getur leitt til fáránleika sem ađ óreyndu mćtti ćtla ađ heyrđi til lygasögu. Mál Kristins Sigurjónssonar fráfarandi lektors viđ Háskólann í Reykjavík er eitt dćmi.

Kristinn setti fram karlrembuskođun á lokađri spjallrás samfélagsmiđils. Fjölmiđill, DV, komst í texta Kristins og birti Augnabliki síđar var lektorinn atvinnulaus. Háskólinn í Reykjavík taldi ekki óhćtt ađ Kristinn yrđi kennari skólans stundinni lengur vegna fyrirsjáanlegra hamfara á samfélagsmiđlum.

DV fylgir málinu eftir međ umfjöllun um fögnuđ femínista yfir atvinnumissi Kristins. DV lćtur femínista njóta nafnleyndar enda fyrirfram búiđ ađ ákveđa skúrkinn og ţá má múgurinn svívirđa líkiđ - og fćr nafnleynd í kaupbćti.

Samspil 4. og 5. valdsins er ekki beinlínis menningarauki.


mbl.is Leitar lögfrćđings og vill lítiđ segja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband