Spáir gjaldþroti WOW, krónan fellur

Forsíða Fréttablaðsins spáir flugfélaginu WOW gjaldþroti innan tíðar. Hagkerfið verður fyrir höggi, þjóðarframleiðsla dregst saman um tvö prósent og Arion banki tapar milljörðum. Ekkert er minnst á Isavia sem á milljarða útistandandi hjá WOW vegna lendingargjalda.

Í viðskiptum dagsins féll krónan skarpar en síðustu daga gagnvart helstu gjaldmiðlum eða yfir eitt prósent. Dollarinn er á 117 kr.

Fréttablaðið segir ekki berum orðum að WOW standi nærri gjaldþroti en framsetning fréttarinnar er ótvíræð skilaboð. Rekstrartekjur WOW eru að stærstum hluta fyrirframgreidd fargjöld. Þegar almenningur hættir að veita flugfélaginu lán er stutt í endalokin. Fréttablaðið er nokkuð víðlesið.


Fræðimenn og málfrelsið - andstæður?

Hefur einhver séð til fræðimanna við íslenska háskóla sem taka upp hanskann fyrir starfsbróður sinn þegar hann var rekinn úr starfi hjá Háskólanum í Reykjavík fyrir að hafa ranga skoðun?

Er það svo að fræðimenn telja óþarfi að grípa til varna fyrir tjáningarfrelsið?

Hvað veldur þögn fræðimanna?


mbl.is HR komi skoðanir lektors ekki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagsmiðlar 5. valdið

Fjölmiðlar eru stundum sagðir fjórða valdið með vísun í þrískiptingu ríkisvaldsins. Til skamms tíma réðu fjölmiðlar dagskrá opinberrar umræðu og áhrifavaldar sem slíkir. Samfélagsmiðlar eru í þessu samhengi 5. valdið.

Samfélagsmiðlar eru í einn stað lýðræðisauki, hver sem er getur tekið þátt í skoðanaskiptum, en í annan stað vettvangur múgsefjunar þar sem ein fjöður verður að fimm hænum eins á fáeinum augnablikum.

Samspil fjórða og fimmta valdsins, fjölmiðla og samfélagsmiðla, getur leitt til fáránleika sem að óreyndu mætti ætla að heyrði til lygasögu. Mál Kristins Sigurjónssonar fráfarandi lektors við Háskólann í Reykjavík er eitt dæmi.

Kristinn setti fram karlrembuskoðun á lokaðri spjallrás samfélagsmiðils. Fjölmiðill, DV, komst í texta Kristins og birti Augnabliki síðar var lektorinn atvinnulaus. Háskólinn í Reykjavík taldi ekki óhætt að Kristinn yrði kennari skólans stundinni lengur vegna fyrirsjáanlegra hamfara á samfélagsmiðlum.

DV fylgir málinu eftir með umfjöllun um fögnuð femínista yfir atvinnumissi Kristins. DV lætur femínista njóta nafnleyndar enda fyrirfram búið að ákveða skúrkinn og þá má múgurinn svívirða líkið - og fær nafnleynd í kaupbæti.

Samspil 4. og 5. valdsins er ekki beinlínis menningarauki.


mbl.is Leitar lögfræðings og vill lítið segja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband