Lækkum hæstu ASÍ-launin, til að hækka þau lægstu

Í Kastljósi kvöldsins voru tveir frambjóðendur til forseta ASÍ sammála um að það yrði að hækka lægstu launin, sem eru um 300 þús. á mánuði, upp í 425 þús. kr. á næstu 3 árum.

Meðallaun ASÍ-félaga eru rúm 700 þús. kr. á mánuði. Sem þýðir að sumir þéna hressilega þar fyrir ofan, með milljón eða meira á mánuði (í þeim hópi eru líklega allir topparnir í ASÍ-hreyfingunni).

Samtök atvinnulífsins ættu að gera ASÍ tilboð sem ekki er hægt að hafna: Ná upp lægstu launum með því að lækka þau hæstu. 

Málið dautt.


mbl.is Vill gera breytingar og hreinsa til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðkirkjan og RÚV: ólík herfræði og gagnólíkur árangur

Þjóðkirkjan eins og RÚV má muna fífill sinn fegurri. Einu sinni voru þessar ríkisstofnanir óskoraðar í veldi sínu trúmálum annars vegar og hins vegar rafrænni fjölmiðlun.

Þegar RÚV sá fram á dauða og tortímingu vegna breyttrar fjölmiðlunar ákvað stofnunin að gera sig ómissandi fyrir hóp fólks sem fer bæði með bein og óbein völd í samfélaginu; vinstrimenn. Með stuðningi vinstrimanna er RÚV enn á fjárlögum og fær ríkisframlag til að þjóna sínum umbjóðendum - vinstrimönnum.

Þjóðkirkjan fór þveröfuga leið. Hún leitaði friðar og sátta við fjandmenn sína, útþynnti boðskapinn og gerði gælur við tískustrauma í dægurumræðunni. Kirkjan missti stuðning þeirra sem telja hana mikilvæga fyrir kristna menningu en fékk aðeins fyrirlitningu frá fjandmönnum fyrir linkuna og aumingjaháttinn.

RÚV lifir á bandalaginu við valdablokk í samfélaginu en þjóðkirkjan fellur milli skips og bryggju.


mbl.is Færri treysta þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnan skapar hamingju, Katrín

Hvort sem maður ráðfærir sig við sígilda snillinga eins og Ciceró, sálkönnuð á borð við Sigmund Freud eða félagsvísindamanninn Charles Murray er niðurstaðan ein og söm: vinnan er snar þáttur í hamingju mannsins.

Vinnan er þátttaka í samfélagi, forsenda sjálfsbjargar og þar með sjálfsvirðingar.

Forsætisráðherra Íslands ætti að gjalda varhug við þeirri tísku að hallmæla vinnunni. Ónytjungar á vinstri kanti stjórnmálanna eru ekki leiðarvísir að heilbrigðu samfélagi.


mbl.is Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrás í bandaríska velferð

Velferðarríkið í Bandaríkjunum er ekki öfundsvert, séð frá evrópskum, og hvað þá norrænum, sjónarhóli. Aftur eru Bandaríkin segull fyrir fátækari þjóðir sunnan við stórveldið. 

Flóttamannalestin frá Hondúras, sem stefnir að suðurlandamærum Bandaríkjanna og stækkar óðfluga, er í tilefni þingkosninganna. 

Augljóst er að Trump forseti og Repúblíkanaflokkurinn eru líklegastir til að fá aukið fylgi vegna flóttamannalestarinnar. Þegar landamærum ríkis er ógnað fá þeir stuðning sem lofa að verja þau. Umræðan er aftur öll í þá áttina að andstæðingar Trump séu helstu bakhjarlar flóttamannanna.

 


mbl.is Mörg þúsund á leið að landamærunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband