Eiginkona Gunnars Smára á Eflingartaxta? Varla

Í sósíalisma eru sumir jafnari en aðrir. Efling verkalýðsfélag borgar milljónir ofan á milljónir í heimilishald Gunnars Smára Egilssonar formanns Sósíalistaflokks Íslands og arkitektsins að stjórnarbyltingunni sem skilaði sitjandi stjórn yfirráðum yfir milljarðasjóðum sem almennir launþegar eru skyldaðir að borga í.

Verkskiptingin á heimili sósíalistaforingjans eru þau að eiginkona skrifar reikning á Eflingu og lætur nokkrar ljósmyndir fylgja. Einföld og þægileg innivinna á góðu kaupi. Sennilega þó ekki á Eflingartaxta.

Þeir sem ekki hlýða nýja yfirvaldinu á skrifstofu Eflingar eru látnir taka pokann sinn. ASÍ, sem mótmælti hagræðingu hjá Icelandair, mun ekki lyfta litla fingri til að verja launþega á skrifstofu Eflingar. 

Sósíalistar standa saman. Enda eru þeir jafnari en aðrir.


mbl.is Mikil átök á skrifstofu Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er þetta ekki bara enn eitt bullið úr penna Agnesar?  Ég hef enga trú á að byltingin í Eflingu hafi snúizt um Gunnar Smára eða konuna hans. En lengi skal manninn reyna. Formaðurinn hlýtur að hrekja þessi skrif eða trúverðugleikinn er farinn veg allrar veraldar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2018 kl. 16:30

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Efling er ekki verkalýðsfélag alls heimsins. En það er einsog formaður Eflingar sé að koma á alræði öreiganna að hætti Karl Marx. 

"Misskipting auðsins verður sífellt trylltari og mannkynið býr nú við þá skipan mála að fámennur hópur eignast stöðugt meira af auðæfum veraldar og ríkir yfir heimi þar sem viðbjóðsleg meðferð á vinnuafli og stöðugt náttúruníð eru skipun dagsins."

Hlutverk Eflingar er hins vegar að koma í veg fyrir viðbjóðslega meðferð á Eflingarfélögum. Við það starfa 50 launaðir starfsmenn. 

https://efling.is/2018/07/13/ad-samthykkja-ekki-obreytt-astand/

Benedikt Halldórsson, 6.10.2018 kl. 18:01

3 Smámynd: Már Elíson

Eins og þetta er nú mikið bull, beint frá skrifstofu hæstaréttar í Hádegismóum, þá er nú lágt lagst hjá Páli hér að lepja þetta rugl upp og viðurkemnna ekki í leiðinni að ný stjórn gæti til dæmis verið að taka á mikilli spillingu sem fékk að grassera í tíð hægri stjórnar Gylfa Ásbjörnssonar (?)..https://efling.is/2018/10/06/yfirlysing-i-tilefni-frettar-morgunbladsins-i-dag/ 

Már Elíson, 6.10.2018 kl. 22:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frúin verður að smyrja ein oghún getur á ljósmyndareikningana. Hún er fyrirvinnan. Gunnar er atvinnulaus af því þaðvill hann enginn í vinnu. Hvers vegna er hvers að geta.

Vildi gjarnan fá að sjá þessar ljósmyndir frúarinnar. Hún er örugglega best launaði ljósmyndari landsins og þítt víða væri leitað.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2018 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband