Sunnudagur, 14. október 2018
Logi skiptir um gjaldmiðla á Norðurlöndum
Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru sína þjóðargjaldmiðla. Logi Einarsson formaður Samfylkingar er ekki með þessa staðreynd á hreinu. Í ræðu á flokksstjórnarfundi segir hann þetta:
Vinna að upptöku Evru [sic], eins og meirihluti Íslendinga vill, samkvæmt nýjustu könnunum, með aðild að Evrópusambandinu.
Með stöðugri gjaldmiðli gætu fjölskyldur sparað sér tugi þúsunda í hverjum mánuði og notið sambærilegra lífskjara og íbúar hinna Norðurlandanna.
Allir með minnsta skynbragð á hagstjórn vita að evran er ekki ástæða velsældar á Norðurlöndum. Danmörk, Noregur og Svíþjóð vilja ekki evru vegna þess að hún skerðir lífskjör.
Formenn Samfylkingar eiga það til að klúðra einföldustu atriðum; Jóhanna sagði Jón Sigurðsson frá Dýrafirði.
Ef einföld atriði vefjast fyrir Loga, gjaldmiðlar á Norðurlöndum, eru allar líkur að hann ráði ekki við flóknari verkefni, eins og landsstjórn.
![]() |
Aðrar hugmyndir en höfuðandstæðingurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 13. október 2018
Samfylking eftir Viðreisn og Vinstri grænum
Til skamms tíma var Samfylkingin, áður Alþýðuflokkur, eini kostur Sjálfstæðisflokksins ef þær aðstöður sköpuðust að móðurflokkurinn þyrfti að vinna til vinstri. Ekki lengur. Vinstri grænir sýna sig vel stjórntæka og hafa burði til að leiða ríkisstjórn, samanber þá sitjandi.
Sjálfstæðisflokkurinn vann í síðustu stjórn, sem var raunar skammlíf, með Viðreisn og Bjartri framtíð. Samfylking var víðs fjarri.
Flokkurinn sem átti að vera ,,hinn turninn" í íslenskum stjórnmálum er álfur út úr hól, bæði landlaus og vegalaus.
Bæði er Samfylking aftarlega í röðinni að vinna með móðurflokknum og of veikburða félagslega og pólitískt til að geta veitt forystu.
![]() |
Samfylkingarfólk fundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 13. október 2018
Lýðhyggja viðbrögð við alþjóðavæðingu
Lýðhyggja, eins og hún birtist í kjöri Trump og Brexit, er viðbragð við alþjóðavæðingu síðustu áratuga. Almenningur kaus Trump til að loka á útflutning starfa og innflutning flóttamanna. Bretar kusu Brexit til að hefta straum innflytjenda, vildu verja menningu sína og lífshætti.
Elítur vesturlanda eru fyrst núna, tveim árum eftir Trump og Brexit, að átta sig á eðlisbreytingu stjórnmála. Robert Peston, fyrrum viðskiptaristjóri BBC, viðurkennir að stofnunin mislas almenning í aðdraganda Brexit. Die Welt í Þýskalandi segir lýðhyggju komna til að vera.
Alþjóðavæðing síðustu áratuga sleit í sundur almenning og samfélagið. Kjósendum var talin trú um að það skipti engu máli hver niðurstaða kosninga yrði, þeir myndu alltaf fá sömu útkomu: aukna alþjóðavæðingu.
Þegar menn eins og Trump komu á sjónarsviðið og buðu þjóðhyggju í stað alþjóðavæðingu fengu þeir meðbyr. Lýðhyggja samtímans liggur einkum hægra megin á litrófi stjórnmálanna. Vinstriflokkar eru almennt alþjóðasinnaðir.
Fyrstu viðbrögð vinstrimanna við pólitískum jarðskjálftum 2016 var að fordæma lýðræðið er gæfi svona ,,skakka" niðurstöðu. Þar með grófu vinstrimenn sína eigin gröf. Án lýðræðis er ekkert umboð.
Upp á síðkastið reyna frjálslyndir og vinstrimenn að átta sig betur á hvað fór úrskeiðis. Útgáfur eins og New Republic, sem eru stækir andstæðingar Trump, játa að forsetinn fer ekki með fleipur í uppgjöri við alþjóðavæðinguna.
Aðrar vinstriútgáfur, t.d. Guardian, birta greinar sem gefa lýðhyggju undir fótinn, án hennar er ekkert lýðræði.
Ef vel tekst til með lýðhyggjuna verður heldur skárra að búa í henni veröld. Fólk fær aftur tilfinningu fyrir að sitthvað er heimamenning og heimsmenning. Við höfum alltaf búið í ólíkum samfélögum - draumurinn um heimsþorpið snýst einatt upp í martröð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. október 2018
Málfrelsi aukaatriði í HR
Háskólinn í Reykjavík telur tjáningarfrelsið léttvægara en móðgunargirni. Ef starfsmaður HR segir eitthvað sem einhver gæti móðgast yfir ráða ,,heildarhagsmunir" ferðinni og starfsmaðurinn er rekinn.
Háskóli sem ekki metur málfrelsi meira en móðursýki er einskis virði sem menntastofnun. Menntun verður ekki til í rétttrúnaðarsamfélagi þar sem allir eru sömu skoðunar og tilbúnir að móðgast ef einhver gengur ekki í takt.
,,Heildarmynd" Háskólans í Reykjavík tekur aukaatriði fram yfir aðalatriði.
![]() |
Horft á heildarmynd, ekki einstök atvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 12. október 2018
Sósíalistar í vörn fyrir Jón Ásgeir
Miðjan, málgagn sósíalista, þar sem bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir eru í aðalhlutverkum, grípur til varna fyrir auðmanninn Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndan við Baug á tímum útrásar.
Jón Ásgeir situr á sakamannabekk vegna hrunmála. Málsvörn auðmannsins síðasta áratug er mótlætið sem hann verði fyrir í lífinu sé Davíð Oddssyni að kenna. Miðjan tekur undir með Jóni Ásgeiri.
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári voru á sínum tíma í þjónustu Jóns Ásgeirs á meðan fjölmiðlaveldi Baugs var hvað mest. Á seinni tíð gera bræðurnir út á verkalýðshreyfinguna, einkum Eflingu. Á báðum stöðum er til mikið af peningum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2018
Hvernig tækla Píratar spillingu?
,,Tæklum spillinguna" er kjörorð Pírata síðustu ár. Hvernig tækla Píratar spillinguna í Reykjavíkurborg? Aðeins tvö svör eru í boði.
a. Við tökum þátt í spillingunni með hinum vinstriflokkunum.
b. Við slítum samstarfinu við spilltan meirihluta.
Beðið er eftir svari.
![]() |
Okkur blöskrar gríðarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. október 2018
Verkó biður um verðbólgu og atvinnuleysi
Ísland er á leið í samdráttarskeið í efnahagsmálum og alþjóðahagkerfið sömuleiðis. En verkalýðshreyfingin á Fróni vill ,,spýta svolítið í" - hækka laun um tugi prósenta.
Verkó vill að vísu ekki tala um prósentur heldur krónur. Það er skiljanlegt.
Verðbólga og atvinnuleysi mælast í prósentum en ekki krónum.
![]() |
Við viljum spýta svolítið í |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. október 2018
Ha? Þarf nú að færa sönnun fyrir ásökun?
Að forsetafrú Bandaríkjanna sé kölluð til vitnis um það í fjölmiðlum að ásökun um glæp þurfi að fylgja sönnun segir heilmikla sögu um samtíma okkar.
Við erum orðin vön því að ásökun þurfi ekki að fylgja sönnun. Nóg er að safna liði sem tilbúið er að trúa að ásökunin sé réttmæt. Ef nógu margir vilja trúa telst ásökun sönnuð.
Þeir sem trúa ósannaðri ásökun gera það meira af illvilja til meints geranda fremur en samúð með sannleikanum.
![]() |
Fórnarlömb verði að hafa sannanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. október 2018
Spáir gjaldþroti WOW, krónan fellur
Forsíða Fréttablaðsins spáir flugfélaginu WOW gjaldþroti innan tíðar. Hagkerfið verður fyrir höggi, þjóðarframleiðsla dregst saman um tvö prósent og Arion banki tapar milljörðum. Ekkert er minnst á Isavia sem á milljarða útistandandi hjá WOW vegna lendingargjalda.
Í viðskiptum dagsins féll krónan skarpar en síðustu daga gagnvart helstu gjaldmiðlum eða yfir eitt prósent. Dollarinn er á 117 kr.
Fréttablaðið segir ekki berum orðum að WOW standi nærri gjaldþroti en framsetning fréttarinnar er ótvíræð skilaboð. Rekstrartekjur WOW eru að stærstum hluta fyrirframgreidd fargjöld. Þegar almenningur hættir að veita flugfélaginu lán er stutt í endalokin. Fréttablaðið er nokkuð víðlesið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. október 2018
Fræðimenn og málfrelsið - andstæður?
Hefur einhver séð til fræðimanna við íslenska háskóla sem taka upp hanskann fyrir starfsbróður sinn þegar hann var rekinn úr starfi hjá Háskólanum í Reykjavík fyrir að hafa ranga skoðun?
Er það svo að fræðimenn telja óþarfi að grípa til varna fyrir tjáningarfrelsið?
Hvað veldur þögn fræðimanna?
![]() |
HR komi skoðanir lektors ekki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)