Fræðimenn og málfrelsið - andstæður?

Hefur einhver séð til fræðimanna við íslenska háskóla sem taka upp hanskann fyrir starfsbróður sinn þegar hann var rekinn úr starfi hjá Háskólanum í Reykjavík fyrir að hafa ranga skoðun?

Er það svo að fræðimenn telja óþarfi að grípa til varna fyrir tjáningarfrelsið?

Hvað veldur þögn fræðimanna?


mbl.is HR komi skoðanir lektors ekki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinarr Kr.

Hræddir við að lenda í því sama?

Steinarr Kr. , 10.10.2018 kl. 15:54

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Innrætingin sem felst í kynjafræðinni eins og hún er predikuð í HÍ, er greinilega að hafa neikvæð áhrif. Brátt fá dónakallar Íslands hvergi vinnu í hinu púritaniska íslenska háskólasamfélagi

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2018 kl. 18:17

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ofsóknir gegn kvennagöldrum karla sem femínistar telja að séu útsendarar Djöfuls Feðraveldisins eru hafnar. Femínistar reyna að koma í veg fyrir að svokallað "málfrelsi" og "saklaus þar til sekt er sönnuð", nái að fjötra fleiri konur með karllægum viðhorfum, galdraþulum, hræðigöldrum og skelkunarstöfum. Nú er komið nóg segja þær.

Árið 1625 var fyrsti maðurinn brenndur fyrir galdur, Jón Rögnvaldsson á Melaeyrum í Svarfaðardal. Í þá voru vitni óskeikul. Ef einhver sá draug eða galdramann var viðkvæðið #MeToo.

Síðasti brennudómurinn á Íslandi var kveðinn upp árið 1690. Þá var Klemus Bjarnason úr Steingrímsfirði á Ströndum dæmdur á Öxarþingi til að brennast á báli fyrir að hafa valdið veikindum húsfreyjunnar á Hrófbergi.

Benedikt Halldórsson, 10.10.2018 kl. 19:13

4 Smámynd: Haukur Árnason

Það sem Benedikt er að lýsa, var kallað galdrafár.
Verður næst Femínista-fár ?

Haukur Árnason, 10.10.2018 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband