Málfrelsi aukaatriði í HR

Háskólinn í Reykjavík telur tjáningarfrelsið léttvægara en móðgunargirni. Ef starfsmaður HR segir eitthvað sem einhver gæti móðgast yfir ráða ,,heildarhagsmunir" ferðinni og starfsmaðurinn er rekinn.

Háskóli sem ekki metur málfrelsi meira en móðursýki er einskis virði sem menntastofnun. Menntun verður ekki til í rétttrúnaðarsamfélagi þar sem allir eru sömu skoðunar og tilbúnir að móðgast ef einhver gengur ekki í takt.

,,Heildarmynd" Háskólans í Reykjavík tekur aukaatriði fram yfir aðalatriði.  


mbl.is Horft á heildarmynd, ekki einstök atvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hvað mega ungir karlar segja undir háðsglósum, vegna biologiskra byggingar, af hendi kennara? -Manspreading- er það kallað og þykir merki um forréttinda hugsun karla. Hvers eiga þeir að gjalda? 

Ragnhildur Kolka, 12.10.2018 kl. 13:01

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ástandið er óbærilegt. Það er hægt að taka hvaða mann niður að hætti femínista og meðvirkum áhangendum þeirra fyrir engar sakir. Ef karlinn hafur framið "hugsanleg hatursorð" eða eitthvað í þá áttina er hann gerður útlægur enda sekur þar til að hann getur sannað sakleysi sitt sem hann getur ekki. Það er bara þannig að þegar einhver finnur fyrir sterkum hatursbylgjum koma frá karlófétinu er ómögulegt að telja tilfinningunum hughvarf ekki frekar en þegar einhver er þess fullviss að nágranninn stundi galdra.  

Benedikt Halldórsson, 12.10.2018 kl. 15:59

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fyrsta var talað um "hugsanlega hatursorðræðu en eftir því sem fleiri sannfærast tilfinningalega séð verður karlinn æ sekari. Nú er sagt. „Það flokk­ast ekki und­ir mál­frelsi að viðhafa hat­ursorðræðu gagn­vart kon­um eða öðrum hóp­um.“ Jú konur eru minnihlutahópur þótt þær séu það ekki. En vegir tilfinninganna eru órannsakanlegir.

Benedikt Halldórsson, 12.10.2018 kl. 16:10

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Háskólann í Reykjavík hefur sett niður. Akademískt frelsi til orða og athafna er bannað. Spjall á "lokuðum" síðum spjallhópa er ekki lengur öruggt. Ef þú ekki aktar, talar og segir hluti sem sem geðjast þeim sem "einir vita" ertu rifinn niður og steiktur á teini, yfir eldi þeirra einu sem mega hafa skoðun.

 Háskólinn í Reykjavík er Rannsóknarréttur nútímans. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.10.2018 kl. 20:20

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Er ekki hægt að tosa þessa karlpunga inn í tuttugustu öldina?  Sú tuttugasta og fyrsta er sennilega of mikið fyrir þá, vesalings greyin.  Af hverju þurfa "karlmenn" að skæla svona ef þeir geta ekki verið að níða skóinn niður af konum?  Hef aldrei skilið þessa óskapa minnimáttarkennd hjá "karlmönnum" að þurfa að upphefja sig á kostnað kvenna.  Mér finnst það afskaplega lítil karlmennska og þaðan af síður viðeigandi af kennurum að grenja svona eins og smákrakkar.  Er þetta eitthvað, sem Íslenskir karlkyns kennarar þurfa til að geta verið "menn" með mönnum?  Mikið vorkenni ég þessum "mönnum" sem væla svona, þeir eiga virkilega bágt.  

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 13.10.2018 kl. 00:39

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Rektor gefur sér hatur. En hvar liggur hatrið? Er ekki nóg að reka mann úr vinnu? Þarf líka að niðurlægja hann opinberlega og ásaka um hatur? En eins og flestir vita sem eru eldri en tveggja ára er tungumálið margslungið og óræðið. Það sem við segjum í góðra vina hópi er ekki vísindi eða einhliða óumbreytanleg "skoðun", ljóð eða innbundin spakmæli sem taka þarf mjög alvarlega. Fullorðið fólk talar saman. Þegar einhver viðhefur glannaleg ummæli er tilvalið að svara þeim með orðum, ekki með ofsóknum.

Benedikt Halldórsson, 13.10.2018 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband