Þriðjudagur, 13. október 2020
Efling og sósíalísk refsistefna
Í Sovétríkjunum voru menn dæmdir fyrir ,,andfélagslega hegðun" og ,,stéttaóvinir" voru nánast réttdræpir. Einkenni þeirra rétttrúuðu er refsigleðin. Gildir líka um Eflingu.
Sólveig Anna og sósíalistarnir kynna til sögunnar nýjan glæp sem kallast ,,launaþjófnaður." Sossarnir gleyma því að við búum ekki í einstefnuríki heldur lýðræðisríki með akvegum í báðar áttir.
Ef hugmynd Eflingar um ,,launaþjófnað" nær fram að ganga verður einnig refsivert að stelast í samfélagsmiðla, spjalla í síma eða skjótast frá þegar fólk á að vera í vinnunni. Atvinnurekendur fá víðtækar heimildir til að refsa fólk sem slugsar í vinnu eða sýnir af sér hyskni. Ef það er þjófnaður þegar atvinnurekandi greiðir ekki rétt laun kemur stuldur einnig við sögu er launþegi sinnir ekki vinnuskyldu sinni upp á punkt og prik. Rétttrúnaðurinn flæðir í báðar áttir.
Líklega hefur Sólveig Anna ekki hugsað nýja hugtakið sitt um ,,launaþjófnað" til enda. Sósíalistar eru eintóna fólk, skilja ekki blæbrigði mannlífsins.
![]() |
Herferð gegn launaþjófnaði atvinnurekenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 13. október 2020
Hælisiðnaðurinn - engin kreppa þar
Fyrir nokkrum dögum lenti á Keflavíkurflugvelli farþegavél frá Ítalíu. Tæpur helmingur 35 farþega var hælisleitendur. Kostnaður vegna hvers hælisleitenda er líklega 6 milljónir og þessi flugvélafarmur kostar ríkissjóð um 84 milljónir.
Hælisleitendur síðustu þriggja vikna hafa kostað ríkissjóð um 325 milljónir króna.
Ofangreindar upplýsingar eru úr Kjarnanum, sem ræddi við Ásmund Friðriksson þingmann Sjálfstæðisflokksins er látið hefur málið til sín taka.
Nokkuð augljóst er að einhverjir gera út á Ísland sem paradís fyrir hælisleitendur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 12. október 2020
Ybba-samfélagið og dagskrárvaldið
Ybbar á félagsmiðlum keppast við að hafa áhrif á dagskrá fjölmiðla. Eftir opinberan atburð, s.s. ræðu Sigmundar Davíðs á þingi, ráðstafanir í efnahagsmálum, frétt af hælisleitanda, drífa ybbarnir sig af stað að selja sitt sjónarhorn.
Færslur frá þekktum ybbum rata einatt í fjölmiðla og þar með er komin hlutdeild í dagskrárvaldi.
Pólitískur ávinningur er töluverður. Á hverjum tíma er takmörkuð dagskrá, þótt hún sé ekki afmörkuð við fyrirframgefin atriði. Fólk kemst einfaldlega ekki yfir nema takmarkað magn af upplýsingum.
Sjónarhornið er afgerandi. Ef tekst að setja rasískan stimpil á stjórnmálamann er sá kominn í veika stöðu. Ef einhver þarf að verjast ásökunum um spillingu er viðkomandi fastur í vörninni og getur ekki sótt fram með sinn málflutning.
Flestir ybbar eru vinstrimenn. Enda er vinstrislagsíða á pólitískri umræðu.
![]() |
Birtir safn af skjáskotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 12. október 2020
Björn Leví er ekki eins og fólk flest
Vandamálið við alþingi er fólkið sem þar situr, skrifar Björn Leví pírati í skoðanagrein í Mogga dagsins. Líklega á hann ekki við sjálfan sig, að eigin sögn með mætingu upp á 163 prósent.
Nýmæli er að alþingismaður lýsi sjálfan sig ekki eins og fólk flest. Ef pólitík Björns Leví næði fram að ganga yrði að endurskoða drengskaparheiti þingmanna. Björn Levískur eiðstafur myndi hljóma svona:
,,Ég er afbrigðilegur, geng berfættur eins og frelsarinn, skil ekki óskráðar reglur en sver þess dýran eið að mæta stundvíslega á fundi."
![]() |
Hámark í eigin þvættingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. október 2020
Krónan býr til sigurvegara
Vegna krónunnar erum við í stakk búin að takast á við kórónuveiruna. Þökk sé krónunni eigum við seðlabankastjóra á heimsmælikvarða.
Krónan á einnig sinn hlut í að ríkisstjórn sem spannar allt pólitíska litrófið tekst að ljúka heilu kjörtímabil. Lýðveldið var nýstofnað síðast þegar þetta ríkisstjórnarmynstur var reynt - og stjórnin sprakk með látum 1947.
Við eigum dag íslenskrar tungu, fullveldisdag og þjóðhátíðardag. Nú er að finna heppilegan dag íslensku krónunnar. Hvað með 16. júlí?
![]() |
Í hópi fremstu seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 11. október 2020
Lánið eltir Þorgerði Katrínu
Frá einum flokki í annan elta lán og kúlur formann Viðreisnar. Ef það er kreppa er Þorgerður Katrín mætt til að undirstrika að Jón og séra Jón eru ekki sami maðurinn.
Frjálslyndi Viðreisnar er frjáls umgengni við lög og reglur, boð og bönn.
Undanþágur eru stefna Viðreisnar og lífstíll formannsins.
![]() |
Óafsakanlegt að hafa farið í golf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 10. október 2020
Þrjár valkvæðar staðreyndir um veiruna
Leiki veiran lausum hala, án samfélagslegra sóttvarna, deyr fólk sem annars myndi lifa. Þetta er ein staðreynd. 100% bæling veirunnar er ómöguleg. Þetta er önnur staðreynd. Þriðja staðreyndin er að samfélagið fer úr skorðum þegar sóttvarnir, umfram þær persónulegu, eru viðhafðar. Fólk missir atvinnu sína, einangrast félagslega og mikilvæg kerfi, s.s. mennta- og heilbrigðisstofnanir, láta á sjá.
Þessar þrjár staðreyndir eru allar sannar. En þær eru líka valkvæðar: hvaða staðreynd er mikilvægust?
Svarið við spurningunni er ekki einhlítt, segja yfirvegaðir heilbrigðisvísindamenn, eins og Francois Balloux.
Yfirvöld, á hinn bóginn, geta ekki skotið sér undan því að svara spurningunni. Yfirvöld í öllum vestrænum ríkjum segja fyrstu staðreyndina mikilvægasta: Leiki veiran lausum hala, án samfélagslegra sóttvarna, deyr fólk sem annars myndi lifa.
Frumskylda yfirvalda er við líf og heilsu íbúa. Bregðist yfirvöld þessari frumskyldu hverfur lögmæti þeirra. Ólögmæt yfirvöld verða að fara frá völdum, með góðu eða illu.
![]() |
Staðreyndirnar óumdeildar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 10. október 2020
Nýja stjórnarskráin, svokölluð
Nýja stjórnarskráin er gjörningur, sem má, ef vilji er fyrir hendi, kenna við list áhugaleikhúss um pólitík. Hitti er öllum ljóst að nýja stjórnarskráin brýtur gegn lögmætri stjórnskipun lýðveldisins og er án pólitísks umboðs.
Eftir hrun bjuggu vinstrimenn til þá pólitísku skoðun að stjórnarskráin bæri ábyrgð á hruninu, auk Sjálfstæðisflokksins, vitanlega. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. efndi til kosninga til stjórnlagaþings í nóvember 2010. Tveim mánuðum síðar úrskurðaði hæstiréttur Íslands kosningarnar ógildar. Í stað þess að efna til nýrra kosninga skipaði ríkisstjórnin 25 einstaklinga í stjórnlagaráð.
Ríkisstjórnin hefði allt eins mátt fela Fimleikafélagi Hafnarfjarðar eða kirkjusöfnuði Bústaðakirkju að setja saman drög að nýrri stjórnarskrá og þessa 25 einstaklinga. Í öllum tilfellum er stjórnskipulega rangt staðið að verki.
Pólitískt umboð svokallaðs stjórnlagaráðs var metið í þingkosningunum vorið 2013. Ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, fengu 12,9% og 10,9% fylgi. Þar með var pólitískt umboð stjórnlagaráðs fokið út í veður og vind.
Til er sígildur texti um stjórnlagaráðið.
Þess vegna gæti ég alls ekki tekið undir með þeim vanhugsandi og eirðarlausu mönnum, sem brjóta heilann í sífellu um nýjar umbætur í opinberri sýslan, þó að hvorki ættgöfgi né veraldargengi hafi kallað þá til slíkra starfa. Ef ég teldi, að í þessu riti mínu fyrirfyndist minnsti vottur einhvers, sem gæti vakið grunsemdir um slíka vitfirringu í fari mínu, væri mér afar óskapfellt að birta það.
Höfundurinn er Réne Descartes. Ráðsmenn stjórnlagaráðs hefðu betur hlustað á Fransmanninn. En nú situr vanhugsandi og eirðarlausa fólkið uppi með sína vitfirringu, - og kallar gjörning.
![]() |
Styðja listgjörning, ekki undirskriftasöfnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 9. október 2020
Ferðaþjónustan var baggi á samfélaginu fyrir farsótt
Ferðaþjónustan var afæta á Íslandi fyrir farsótt. Innviðir samfélagsins þoldu ekki tvær milljónir ferðamanna á ári. Náttúra landsins þoldi ekki áganginn. Vinnumarkaðurinn ekki heldur, tugþúsundir útlendinga voru fluttir til landsins til að þjónusta aðra útlendinga. Ísland líktist verstöð þar sem landsmenn voru auðmjúkir þjónar í útlendum heimi.
Þingmenn og ráðherrar þora ekki að segja það augljósa. Ferðaþjónustan níddist á landi og þjóð fyrir farsótt. Þessi iðnaður lifði í ósjálfbærri WOW-bólu gelgjukapítalista sem skildu eftir sig eyðimörk.
Farsóttin bjargaði okkur frá falsheimi fjöldatúrisma. Gerum ekki þau mistök að endurtaka leikinn þegar farsótt linnir.
![]() |
Komið að skuldadögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 9. október 2020
Tveir ómöguleikar í farsóttarvörnum
Tvær meginleiðir eru í farsóttarvörnum, báðar með innbyggðan ómöguleika. Þriðja leiðin er í fleirtölu.
Bæling, með sóttkví og lokunum, upprætir ekki veiruna sem ríður yfir í bylgju eftir bylgju. Samfélagskostnaður er mikill. Economist segir 500 milljónir starfa hafa glatast á heimsvísu i faraldrinum.
Hjarðónæmi, leyfa farsóttinni að leika lausum hala en verja veika og aldraða, tekur 3 mánuði með langvinnum veikindum hjá sumum og dauðsföllum. Vissulega í lágum hlutföllum. Engin ríkisstjórn á vesturlöndum hefur þorað að fara þessa leið enda brýtur hún í bága við frumskyldu yfirvalda að verja líf og heilsu íbúanna.
Á milli þessara leiða liggur málamiðlun, sem í reynd er stefna flestra vestrænna ríkja þótt sjaldnast sé það sagt upphátt, og kenna má við sértækar sóttvarnir.
Sértækar sóttvarnir fela í sér að staðbundin yfirvöld, þjóðríki eða landshlutar, freista þess að bæla smitkúfa og grípa til varna sem þykja duga hverju sinni. Samanburður á milli þjóðríkja og svæða er meira og minna ómarktækur sökum þess að staðbundnar aðstæður, m.a. stjórnmálamenning, eru ólíkar.
Ein veira, tveir ómöguleikar og ólíkar sértækar lausnir. Það er veruleiki farsóttarinnar.
![]() |
Metfjöldi tilfella í heiminum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |