Ybba-samfélagið og dagskrárvaldið

Ybbar á félagsmiðlum keppast við að hafa áhrif á dagskrá fjölmiðla. Eftir opinberan atburð, s.s. ræðu Sigmundar Davíðs á þingi, ráðstafanir í efnahagsmálum, frétt af hælisleitanda, drífa ybbarnir sig af stað að selja sitt sjónarhorn.

Færslur frá þekktum ybbum rata einatt í fjölmiðla og þar með er komin hlutdeild í dagskrárvaldi.

Pólitískur ávinningur er töluverður. Á hverjum tíma er takmörkuð dagskrá, þótt hún sé ekki afmörkuð við fyrirframgefin atriði. Fólk kemst einfaldlega ekki yfir nema takmarkað magn af upplýsingum.

Sjónarhornið er afgerandi. Ef tekst að setja rasískan stimpil á stjórnmálamann er sá kominn í veika stöðu. Ef einhver þarf að verjast ásökunum um spillingu er viðkomandi fastur í vörninni og getur ekki sótt fram með sinn málflutning.

Flestir ybbar eru vinstrimenn. Enda er vinstrislagsíða á pólitískri umræðu.


mbl.is Birtir safn af skjáskotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Leví er ekki eins og fólk flest

Vandamálið við alþingi er fólkið sem þar situr, skrifar Björn Leví pírati í skoðanagrein í Mogga dagsins. Líklega á hann ekki við sjálfan sig, að eigin sögn með mætingu upp á 163 prósent. 

Nýmæli er að alþingismaður lýsi sjálfan sig ekki eins og fólk flest. Ef pólitík Björns Leví næði fram að ganga yrði að endurskoða drengskaparheiti þingmanna. Björn Levískur eiðstafur myndi hljóma svona:

,,Ég er afbrigðilegur, geng berfættur eins og frelsarinn, skil ekki óskráðar reglur en sver þess dýran eið að mæta stundvíslega á fundi."

 

 


mbl.is „Hámark í eigin þvættingi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband