Mannréttindi, smit og samfélag

Sóttvarnir snuða fólk um mannréttindi, eins og tíðkast nú orðið að kalla það sem einu sinni hét frelsi einstaklingsins til orðs og æðis.

Mannréttindi eru til í samfélagi manna. Á eyðieyjunni átti Róbinson Krúsó engin mannréttindi, þurfti þau ekki. Í umræðunni vill gleymast að mannréttindi eru vernd ekki síður en réttur.

Á móti mannréttindum í samfélagi koma skyldur einstaklinga, en lítil umræða er þá hlið jöfnunnar. Hvert og eitt okkar ber þá siðferðilegu skyldu, og á tímum farsóttar er skyldan formleg í lögum/reglugerðum, að smita ekki aðra sjúkdómi sem er sumum lífshættulegur.

Ef við létum nú einstaklingana sjálfa um að ákveða hvaða sóttvarnir ætti að viðhafa er augljóst að lítið yrði um varnir. Ef öllum er í sjálfsvald sett hvaða viðmið og reglur skuli viðhafa er stjórnleysi. Sóttvarnir eru merkingarlausar í stjórnleysi.

Spurningin um mannréttindi ætti aðeins erindi í umræðuna ef lög og reglur væru verulega íþyngjandi. Og þar getum við sett stopp á umræðuna á Íslandi. Hér eru sóttvarnir ekki þess eðlis að þær höggvi í helg vé mannréttinda.

Það eru einfaldlega ekki mannréttindi að smita aðra.


mbl.is Landamæraskimun óbreytt til 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump, kófið og kosningarnar

Ef Trump fer í gegnum Covid-19 án öndunarvélar og aukaverkana verður það staðfesting á orðum hans að vinstrimenn og frjálslyndir nota Kínaveiruna til að hræða fólk og lama samfélagið - en það er sérgreinin þeirra. 

Trump sigrar 3. nóvember.

Ef Trump leggst í öndunarvél en nær sér fær hann samúðarkjör 3. nóvember.

En það er alltaf þriðji möguleikinn.


mbl.is Trump-hjónin með COVID-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband