Ferðaþjónustan var baggi á samfélaginu fyrir farsótt

Ferðaþjónustan var afæta á Íslandi fyrir farsótt. Innviðir samfélagsins þoldu ekki tvær milljónir ferðamanna á ári. Náttúra landsins þoldi ekki áganginn. Vinnumarkaðurinn ekki heldur, tugþúsundir útlendinga voru fluttir til landsins til að þjónusta aðra útlendinga. Ísland líktist verstöð þar sem landsmenn voru auðmjúkir þjónar í útlendum heimi.

Þingmenn og ráðherrar þora ekki að segja það augljósa. Ferðaþjónustan níddist á landi og þjóð fyrir farsótt. Þessi iðnaður lifði í ósjálfbærri  WOW-bólu gelgjukapítalista sem skildu eftir sig eyðimörk.

Farsóttin bjargaði okkur frá falsheimi fjöldatúrisma. Gerum ekki þau mistök að endurtaka leikinn þegar farsótt linnir.

 


mbl.is Komið að skuldadögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, útlendingar eru óþjóðalýður. Og sér í lagi dökkir útlendingar frá heitu löndunum.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 20:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já þetta tek ég heilshugar undir Þorsteinn. En auðvitað veit ég að þú ert að gera grín að okkkur rasistunum þar sem þú ert svo gáfaður og alþjóðlega sinnaður með open borders og mannúððina efsta og finnst allir enn vera jafnir og jöfn efnií nýja þjóð á Íslandi

Halldór Jónsson, 9.10.2020 kl. 22:43

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, auðvitað er ég að gera grín Halldór. Mér finnst það alltaf fyndið þegar rasismi skín í gegnum það sem menn eru að segja. En þú ert í það minnsta heiðarlegur með að viðurkenna að vera rasisti.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 23:05

4 Smámynd: Ívar Ottósson

Já Páll, líklega best að skila öllum þessum hundruðum miljarða sem ferðaþjónustan færði ríkiskassanum tilbaka, sérð þú bara ekki um það?

Jú og finnur störf fyrir þá sem eru búnir að missa hana í þessum geira og eru á leiðinni að gera svo...reddar þú því ekki líka?

Þú hlýtur að fara létt með það sem og annað....

Ívar Ottósson, 10.10.2020 kl. 08:25

5 Smámynd: Óskar

Nær helmingur gjaldeyristekna þjóðarinnar hefur komið í gegnum ferðaþjónustuna undanfarin ár.  Ferðaþjónustan kom okkur uppúr kreppunni í kjölfar hrunsins.  Þessi málflutningur Páls, að ferðaþjónustan sé baggi á þjóðinni er auðvitað gjörsamlega marklaus.  

Óskar, 10.10.2020 kl. 10:35

6 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Þessi glórulausi málflutningur Páls, sem heldur því fram að atvinnugreinin sem bjargaði landinu frá gjaldþroti og hefur skapað tugþúsundum manna störf sé baggi á þjóðinni, er í stíl við aðrar furðuyfirlýsingar sem maðurinn lætur frá sér fara. Þó virðist hann ekki alvitlaus, svo það er spurning hvort allt er meint eins og það er sett fram. En ekki undrar mig að bloggarinn Páll skuli vera í uppáhaldi hjá helsta höfundi Staksteina og Reykjavíkurbréfs Mogga, auk leiðara. Þar hæfir skel kjafti.

Sæmundur G. Halldórsson , 11.10.2020 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband