Stjórnarskráin fékk 99% fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu

Í maí 1944 var íslenska þjóðin spurð í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún vildi stjórnarskrá sem alþingi hafði samþykkt vegna stofnunar lýðveldis síðar sama sumar.

Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni var 98,6% prósent og 99 prósent samþykktu stjórnarskrá lýðveldisins.

Þegar þjóðin samþykkir stjórnarskrá er ekki tjaldað til einnar nætur. Stjórnskipun hvílir á stjórnarskránni. Aðeins tvennt gæti mögulega réttlætt víðtækar breytingar á stjórnarskrá með jafn sterkt umboð og sú íslenska hefur.

Í fyrsta lagi bylting, friðsamleg eða blóðug, sem gengur á milli bols og höfuðs á ríkjandi stjórnskipun. Eftir árangursríka byltingu þarf nýja stjórnarskrá sem endurspeglar gerbreytt samfélag. Engin slík bylting hefur farið fram á Íslandi. Búsáhaldaglamrið var stundarófriður.

Í öðru lagi að þjóðin sammælist um að nauðsyn sé á nýrri stjórnarskrá. Samkomulagið þarf að vera eindregnara en þjóðaratkvæðagreiðslan í maí 1944, - í það minnsta á pari. En þangað til að 99 prósent þjóðarinnar segir já við breytingum á grundvallarlögum okkar ættu þingmenn og aðgerðasinnar að finna sér önnur verkefni að rjátla við.


mbl.is Tillögur stjórnlagaráðs ekki greyptar í stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stafræna þjóðin: skemmdarverk í þágu málstaðarins

Alnetið og félagsmiðar eru verkfæri til að hanna stafrænan þjóðarvilja. Skipulagður hávaði á félagsmiðlum leiðir til eftirtektar fjölmiðla, sem bera í bakkafullan lækninn, og þá er hafist handa við stafrænar undirskriftir.

Aðgerðahópurinn sem kennir sig við nýju stjórnarskrána er yngsta dæmið um stafrænu þjóðina. Í síðasta mánuði var stafræna þjóðin virkjuð í þágu Bræðralags múslíma sem þurfti að fá inni á Íslandi fyrir útsendara sinn og fjölskyldu.

Aðgerðasinnar framkalla stafrænan þjóðarvilja í þágu málstaðar sem annars fengi ekki áheyrn. Stafræna þjóðin er skemmdarverk á viðurkenndum siðum og háttum og oft einnig á lögum og reglum. Stafræna þjóðin er forstig stjórnleysis.


mbl.is Myndu aldrei hvetja til eignaspjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband