Þrjár valkvæðar staðreyndir um veiruna

Leiki veiran lausum hala, án samfélagslegra sóttvarna, deyr fólk sem annars myndi lifa. Þetta er ein staðreynd. 100% bæling veirunnar er ómöguleg. Þetta er önnur staðreynd. Þriðja staðreyndin er að samfélagið fer úr skorðum þegar sóttvarnir, umfram þær persónulegu, eru viðhafðar. Fólk missir atvinnu sína, einangrast félagslega og mikilvæg kerfi, s.s. mennta- og heilbrigðisstofnanir, láta á sjá.

Þessar þrjár staðreyndir eru allar sannar. En þær eru líka valkvæðar: hvaða staðreynd er mikilvægust?

Svarið við spurningunni er ekki einhlítt, segja yfirvegaðir heilbrigðisvísindamenn, eins og Francois Balloux.

Yfirvöld, á hinn bóginn, geta ekki skotið sér undan því að svara spurningunni. Yfirvöld í öllum vestrænum ríkjum segja fyrstu staðreyndina mikilvægasta: Leiki veiran lausum hala, án samfélagslegra sóttvarna, deyr fólk sem annars myndi lifa.

Frumskylda yfirvalda er við líf og heilsu íbúa. Bregðist yfirvöld þessari frumskyldu hverfur lögmæti þeirra. Ólögmæt yfirvöld verða að fara frá völdum, með góðu eða illu.   

 


mbl.is Staðreyndirnar óumdeildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja stjórnarskráin, svokölluð

Nýja stjórnarskráin er gjörningur, sem má, ef vilji er fyrir hendi, kenna við list áhugaleikhúss um pólitík. Hitti er öllum ljóst að nýja stjórnarskráin brýtur gegn lögmætri stjórnskipun lýðveldisins og er án pólitísks umboðs.

Eftir hrun bjuggu vinstrimenn til þá pólitísku skoðun að stjórnarskráin bæri ábyrgð á hruninu, auk Sjálfstæðisflokksins, vitanlega. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. efndi til kosninga til stjórnlagaþings í nóvember 2010. Tveim mánuðum síðar úrskurðaði hæstiréttur Íslands kosningarnar ógildar. Í stað þess að efna til nýrra kosninga skipaði ríkisstjórnin 25 einstaklinga í stjórnlagaráð.

Ríkisstjórnin hefði allt eins mátt fela Fimleikafélagi Hafnarfjarðar eða kirkjusöfnuði Bústaðakirkju að setja saman drög að nýrri stjórnarskrá og þessa 25 einstaklinga. Í öllum tilfellum er stjórnskipulega rangt staðið að verki.

Pólitískt umboð svokallaðs stjórnlagaráðs var metið í þingkosningunum vorið 2013. Ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, fengu 12,9% og 10,9% fylgi. Þar með var pólitískt umboð stjórnlagaráðs fokið út í veður og vind.

Til er sígildur texti um stjórnlagaráðið.

Þess vegna gæti ég alls ekki tekið undir með þeim vanhugsandi og eirðarlausu mönnum, sem brjóta heilann í sífellu um nýjar umbætur  í opinberri sýslan, þó að hvorki ættgöfgi né veraldargengi hafi kallað þá  til slíkra starfa. Ef ég teldi, að í þessu riti mínu fyrirfyndist minnsti vottur einhvers, sem gæti vakið grunsemdir um slíka vitfirringu í fari mínu, væri mér afar óskapfellt að birta það.

Höfundurinn er Réne Descartes. Ráðsmenn stjórnlagaráðs hefðu betur hlustað á Fransmanninn. En nú situr vanhugsandi og eirðarlausa fólkið uppi með sína vitfirringu, - og kallar gjörning.

 


mbl.is Styðja listgjörning, ekki undirskriftasöfnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband