Fljótir að forða sér, píratar

Nokkur munur er á stofnanda og fyrsta formanni Vinstri grænna og Helga Hrafni pírata.

Báðir voru í beinni þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Steingrímur J. sat rólegur og bað fólk að ókyrrast ekki. Helgi Hrafn forðaði sér á hlaupum.

Augnablik getur sagt stóra sögu.


mbl.is Hljóp úr pontu þegar skjálftinn reið yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðæri eftir veirukreppu og Trump-sigur

Hlutabréfavísitölur víða um heim gera ráð fyrir góðæri eftir kreppu. Uppsöfnuð þörf fyrir ferðalög og trú á snöggan efnahagsbata eftir endurkjör Trump í byrjun nóvember.

Ekki er kálið sopið þótt í ausuna sé komið.

Veiran gæti dregist á langinn og Trump tapað.

Annus horribilis 2020 drægist á langinn og bið yrði eftir annus mirabilis.


mbl.is Spá verulegri viðspyrnu næsta haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rómverskt hlýskeið í vændum?

Haustið er milt á Íslandi þetta árið. Tvær nýlegar rannsóknir, önnur frá því í sumar og hin núna í október, segja að meðalhitinn á rómverska hlýskeiðinu hafi verið 2-6 gráðum hærra en það er núna.

Mælingarnar eru frá Suðurskautinu annars vegar og hins vegar Miðjarðarhafinu. Rómverska hlýskeiðið var frá fæðingu Krists og fram til loka keisaraveldisins, um 500. Þá tók við kuldaskeið er varði til 900 er miðaldahlýskeiðið gekk í garð og samsvarar sögu íslenska þjóðveldisins, 900 til 1300.

Pólitískar deilur er um hvort maðurinn stjórni veðrinu eða ekki. Burtséð frá þeim væri giska huggulegt að fá eins og eitt rómverskt hlýskeið hingað norður.


mbl.is Hægviðri helst í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband