Tveir ómöguleikar í farsóttarvörnum

Tvær meginleiðir eru í farsóttarvörnum, báðar með innbyggðan ómöguleika. Þriðja leiðin er í fleirtölu.

Bæling, með sóttkví og lokunum, upprætir ekki veiruna sem ríður yfir í bylgju eftir bylgju. Samfélagskostnaður er mikill. Economist segir 500 milljónir starfa hafa glatast á heimsvísu i faraldrinum.

Hjarðónæmi, leyfa farsóttinni að leika lausum hala en verja veika og aldraða, tekur 3 mánuði með langvinnum veikindum hjá sumum og dauðsföllum. Vissulega í lágum hlutföllum. Engin ríkisstjórn á vesturlöndum hefur þorað að fara þessa leið enda brýtur hún í bága við frumskyldu yfirvalda að verja líf og heilsu íbúanna.

Á milli þessara leiða liggur málamiðlun, sem í reynd er stefna flestra vestrænna ríkja þótt sjaldnast sé það sagt upphátt, og kenna má við sértækar sóttvarnir.

Sértækar sóttvarnir fela í sér að staðbundin yfirvöld, þjóðríki eða landshlutar, freista þess að bæla smitkúfa og grípa til varna sem þykja duga hverju sinni. Samanburður á milli þjóðríkja og svæða er meira og minna ómarktækur sökum þess að staðbundnar aðstæður, m.a. stjórnmálamenning, eru ólíkar.

Ein veira, tveir ómöguleikar og ólíkar sértækar lausnir. Það er veruleiki farsóttarinnar.


mbl.is Metfjöldi tilfella í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Þegar við stöndum við frammi fyrir hörmungum, verða leiðtogar þjóðarinnar að taka ákvörðun. Það er ekki hlutverk lækna og embættismanna. Okkur vantar íslenskan Winston Churchill - til að velja skárri kostinn.

Ef veiran fær að smita "eðlilega" geta aldraðir verið í sjálfskipaðri einangrun í þrjá mánuði, en ekki til eilífðar. Í New York geta aldraðir farið út úr húsi. Það sama má segja um Svíþjóð. 

Er ekki betra að fólk í áhættuhópum fari í tímabundna einangrun, á meðan unga fólkið sem er í sáralítilli hættu að deyja, fari í "stríð" gegn veirunni og frelsi okkur hin. Einhverjir munu falla en það er skárra en að allir séu í andfélagslegri og andstyggilegri einangrun - sem aldrei sér fyrir endann á. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 11:43

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Langvinn einangrun þeirra sem viðkvæmir eru, misserum eða árum saman, er ómannúðleg. Það er hægt að láta pestina ganga yfir á tiltölulega stuttum tíma. Það er eina mannúðlega leiðin. Sammála Benedikt. Það verður að taka ákvarðanir. Það gengur ekki að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn. Og þetta geta lönd gert hvert fyrir sig. Það þarf enga alþjóðlega samhæfingu til þess, enda virkar hún ekki hvort sem er eins og reynslan sýnir.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 12:04

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Læknir á lúxuslaunum sem lifir eins og blóm í eggi fjárhagslega, talar niður til þingmanns sem hefur áhyggjur af fjöldagjaldþrotum og því andlega skipbroti sem því fylgir.  Þingmaðurinn  er aðeins að segja það sem brennur á fólki, sem er að missa aleiguna sína. Fyrir hvað? Læknirinn er einangraður á sinni rörsýnalæknisfræði. Hvernig væri að hann sinnti sjúklingum en láti þingmenn um að sinna kjósendum? Við þurfum ekki lækna sem tala niður til annarra eins og óvita. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 13:40

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Og hverjir verða gjaldþrota? 

Og þetta eru ekki bara einhverjir einhverjir. Þetta eru afar okkar og ömmur, pabbar og mömmur. Vinir, vandamenn og ástvinir! 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 14:02

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það veit enginn fyrirfram hvernig honum reiðir af eftir Covidsmit.
Tölfræðin batnar eftir því sem líður á og nú segir hún að 10% smitaðra myndi ekki mótefni og að amk 10% fái slæm heilsufarsleg eftirköst.

En það sem alvarlegast er að ef smitum heldur áfram að fjölga eins og staðan er nú, þá ræður heilbrigðiskerfið ekki við umönnun sjúklinganna.


Kolbrún Hilmars, 9.10.2020 kl. 14:09

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

En fólk er ekki að deyja þar sem veiran fór yfir eins og eldur í vor. Mjög margir greinast með smit er sárafáir deyja. Það er staðreynd sem ekki er talað um. Það er varla talað um annað en smit og aftur smit, sem fólk tengir við dauðann. Engin vill deyja eða verða örkumla. Það vantar jafnvægi og vísindi. Heilsugæslan hefur ekki undan að sinna hysteríunni sem er rosaleg. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 14:32

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú svo má líka leggja af þessi ofurnæmu PCR-próf og taka upp sértækari próf fyrir veirunni. Þá mun Kári eflaust senda reiðipistla á alla fjölmiðla og LSH fengi kannski ekki draumatækin sín. Í staðin þyrfti heilbrigðiskerfið ekki að vera í stöðugum ároðursþrungnum talnaleik heldur gæti tekist á við þá sem eru raunverulega veikir. Og það er einmitt hlutverk kerfisins.

Ragnhildur Kolka, 9.10.2020 kl. 14:35

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Vel orðað Raghildur, var einmitt að leita að orðum í þessum dúr. Takk.

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 14:44

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kolbrún: Það veit heldur enginn hvernig honum reiðir af ef hann fer út að labba. Til dæmis gæti komið bíll og keyrt yfir hann, hann gæti orðið fyrir eldingu, óður hundur gæti bitið hann eða hann gæti dottið og meitt sig.

Sko: Fyrir langflest fólk er nákvæmlega engin hætta þótt það smitist af þessari pest. Forstjóri Landspítalans hefur sagt að kerfið ráði við jafnvel svartsýnustu spár. Það er því í sjálfu sér ekkert að óttast varðandi það ef pestin breiðir hratt úr sér. Það sem fyrst og fremst þarf að óttast er að hún geri það án þess að kerfið sé undirbúið. Og sú hætta er fyrir hendi meðan haldið er áfram með bælingarstefnuna.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 16:14

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fársjúkir fá enn inni á Landsspítalanum en kallaðir hafa verið út bakverðir (hjúkrunarfræðingar aðallega) því tugir eru taldir þurfa innlögn á næstunni og meðferð þar.  En hvað gerist ef spítalinn ræður ekki við fjöldann?  Fær þá fólk að deyja drottni sínum heima hjá sér vegna þess að það hefði dáið hvort sem er?

Kolbrún Hilmars, 9.10.2020 kl. 16:40

11 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég er bjartsýnn. Á Spáni fer daglegum tilfellum mjög fækkandi. Ef kúrfan er fjall, eru göngumenn í miðjum hlíðum á niðurleið - hinum megin. Dauðsföll eru sárafá og ekki í samræmi við fjallið frá því í vor. Færri deyja hlufallslega núna. Auk þess fer nýjum tilvellum fækkandi um heim allan sem skilar sér í færri dauðsföllum. Það ættu að vera gleðifréttir? Í vor fór saman hljóð og mynd - Worldometers og yfrvalda - en ekki lengur. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 17:29

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef forstjóri spítalans hefur sagt að hann ráði við jafnvel svartsýnustu spár þá held ég að við verðum að treysta því að hann geri það.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 17:47

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Þar sem þú þarft ekki að vinna fyrir nýjum jakkafötum eins og Páll, og hefur runu athugasemda í mörg ár þar sem þú telur þig skynsemisveru sem telur þig þar með hafa rétt til að hæðast að fólki sem þú telur ekki eins skynsamt, þá er þetta spjall þitt við Þorstein og Ragnhildi óskiljanlegt, sem og þessi athugasemd þín;

"En fólk er ekki að deyja þar sem veiran fór yfir eins og eldur í vor. Mjög margir greinast með smit er sárafáir deyja. Það er staðreynd sem ekki er talað um. Það er varla talað um annað en smit og aftur smit, sem fólk tengir við dauðann. Engin vill deyja eða verða örkumla. Það vantar jafnvægi og vísindi. Heilsugæslan hefur ekki undan að sinna hysteríunni sem er rosaleg".

Og jafnvel þó segist hafa smitast, og veiran hafi breytt allri heilastarfsemi þinni til verra, þú hafir í raun orðið Zombí sem náði að sameina Pírata, VG femínisma og félagsleg viðhorf Samfylkingarinnar í anda hins frjálsa flæðis, þá réttlætir ekkert þessi skrif þín; "Læknir á lúxuslaunum sem lifir eins og blóm í eggi fjárhagslega, talar niður til þingmanns sem hefur áhyggjur af fjöldagjaldþrotum og því andlega skipbroti sem því fylgir.  Þingmaðurinn  er aðeins að segja það sem brennur á fólki, sem er að missa aleiguna sína. ".

Þú heitir jú ekki Ragnhildur eða Þorsteinn, og átt að vita sóttvarnir hafa ekkert að gera með varnarviðbrögð stjórnvalda, hvort sem þau virka eður ei, að hluta, að öllu leiti, eða yfir höfuð ekki neitt.

Þú mátt eiga Benedikt að þú viðurkennir dauðann í vor og hvernig sóttvarnir náðu að fjötra hann.

En hvaða þekkingu hefur þú til að bulla gegn því fólki sem segir að hann sé þarna ennþá, að hann sé að sækja í sig veðrið, og það þurfi ekki mikið til að heilbrigðiskerfið bugist undan álaginu??

Þú segir að margir greinist, en sárafáir deyja.  Ókey, en það er það sama og kínversk stjórnvöld sögðu við lækna sem sögðu að áður óþekkt farsótt hefði grafið um sig.  Og þetta var sagt á Norður Ítalíu á sínum tíma, þetta er pest sem allir eru með, en það veikjast svo fáir, og þá var vísað í alvarleg veikindi. 

Svo sprakk farsóttin út, líkt og hún er að springa út núna.

Nema núna þá vita læknavísindin miklu meir um hvernig á að bregðast við, þau nýta sér veirulyf sem voru þróuð við öðrum sjúkdómum, til árangurs.

Það skýrir að færri deyja, sem og að viðkvæmir hópar virða sóttvarnir, og útbreiðslan ógnar þeim ekki ennþá.

En þegar læknar, sóttvarnaryfirvöld segja að veiran sé farin að ógna yngri aldurshópum, og að hún sé jafnbanvæn gangvart eldri, og biðja um sóttvarnir, þá eru menn eins og þú Benedikt, og ekki afsaka þig með heimsku Ragnhildar eða Þorsteins, sem segja, þið vitið ekki hvað þið eruð að tala um.

Mér finnst þetta vera gjaldþrot skynsemisveru Benedikt.

Stórt gjaldþrot.

Kveðja að austan.

 

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 17:56

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ómar, fyrir örfáum dögum var ég ósammála því sem ég er að segja í dag. Það er ekki langt síðan ég hneykslaðist á viðhorfum Þorsteins, sem mér fannst fráleit. Kannski hef ég dottið á höfuðið? Ég vona ekki.

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 18:16

15 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég ætla ekkert að fullyrða meira í dag. Ég viðurkenni að ég var ósanngjarn gagnvart lækninum góða sem stendur sig vel. En tölur Worldometers ljúga ekki. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 18:30

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Þú veist alveg eins og ég að þetta er ekki svar, ég veit það vegna þess að þú ert eins og ég, skynsemisvera.

Í því felst ekki að ég sé alltaf sammála þér, eða þú mér, en eigum við ekki að segja að rökin séu ekki úr ranni rétttrúnaðarins, eða þess sem er heimskast af öllu, Pírata sinnum tveir sem er Samfylkingin.

Ég gat bara ekki látið þig komist upp með þetta Benedikt, það er líf og framtíð siðmenningarinnar í húfi.

Páll má vera Tumpisti fyrir mér, það er bara pólitískur áróður, sem hann vonandi fær borgað fyrir, sú gjaldfelling er í hans huga aðeins kusk á nýju jakkfötum hans.

En út frá fornum kynnum Benedikt er mér ekki sama um þig.

Það er bara svo, og reyndu betur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 18:31

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður enn og aftur Benedikt.

Seinna innslag þitt gerir ekki neitt annað en að gjaldfella þig ennþá meir.

Að baki þessum tölum eru rök, og þú tekst á við þau ef þú vilt leggja út af þeim á annan hátt.

En vanvirðir ekki vísindin með bulli.

Ég get fyrirgefið Trump, hann kom mér mjög á óvart með því að ráðast gegn meinsemdinni sem réðist að samfélögum fólks, í raun á þessum 4 árum hefur hann verið meiri kommúnisti en Maó og Stalín til samans.

Mótframbjóðandi hans er gjörspilltur úr ranni hugmyndafræði þess úr neðra, þó sá lúmski skratti hafi fattað að snúa faðirvori mennskunnar í lofgjörð um þá sem segjast vilja vel, en hyggja illt.

En þú Benedikt ert ekki Trump.

Ekki frekar en Palli sem er að vinna fyrir nýju jakkafötum sínum.

Rök þín eru óboðleg.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 18:39

18 Smámynd: Ómar Geirsson

PS.

Fyrra innslag mitt er svar við fyrra innslagi þínu, svo las ég hið seinna, og þá kom það seinna hjá mér.

Þó ég sé mikið fyrir belg og biðu, þá anda ég á milli, og raðsvara ekki án þess að geta þess.

Sama kveðjan engu að síður.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 18:42

19 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ómar, þú ferð offari. Lest ekkert, kynnir þér ekkert og bullar út í eitt. Lestu helvítis tölurnar, þar sem kúrfan fer lækkandi. Og hættu að láta eins og móðursjúk dramadrottning. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 18:53

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo ég taki nú upp þráðinn þar sem frá var horfið fyrr í dag, í spjalli við Þorstein Siglaugsson, þá held ég að forstjóri LSPT reyni að sýnast bjartsýnn útávið - jafnvel án innistæðu. 
Svo virðist sem Covid sjúklingar séu sendir á bráðadeild - ekki sérstaka Coviddeild.  Það sannar smitun móttökulæknis á bráðadeild í vikunni og sóttkví vakthafandi starfsfólks þar og þá.  
Ekki mjög uppörvandi fyrir aðra sem þurfa að leita til bráðadeildar.

Kolbrún Hilmars, 9.10.2020 kl. 19:18

21 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedik enn og aftur.

Ef ég vissi ekki betur, það er út frá ítarlegri rannsóknarvinnu á orðfæri þínu, fyrri athugasemdum þínum sem og fyrri kynnum, þá myndi ég halda að þú væri annað að tveggja, andsetinn í anda góðra bíómynda sem eitthvað voru kenndar við andsetningu, eða það sem líklegra er líklegast, að þú værir fórnarlamb Trójuhests, sem bullaði út í eitt í þínu nafni.

Í hvaða tölur ertu að vitna maður??

Getur þú tekið áratuga nám til að verða vísindamaður, sérfræðilæknir eða annað með því að lesa tölur??

Eru tölurnar rök gegn orðum þess fólks sem virkilega tekur þungann og erfiðið í baráttunni við að halda okkur hinum á lífi??

Eða faraldssérfræðinga sem benda á að þessi bylgja sé eins og sú fyrri, að hún, það er smitið sé fyrst greint (nema þau voru ekki greind í fyrri bylgjunni) hjá fólki sem verður ekki illa veikt.

Eða að illa veikt fólk deyr ekki núna vegna þess að gjörgæslan ræður miklu betur við alvarleg veikindi, bæði vegna þess að núna er vitað að viss veirulyf virka gegn því ferli sem áður drap kóvid sjúklinga sem og að allt ferlið er viðbúið nýjum smitum.

Á ákveðnum tímapunkti hættir gjörgæslan að virka, ekki bara vegna offjölgunar sjúklinga, eða að úrræði eins og öndunarvélar eru X stærð, heldur líka vegna þess að heilbrigðisstarfsfólk er lifandi verur, það veikist, og það er hluti af þessum faktor sem hjarðónæmið nær yfir.

Þú þarft virkilega að vera heimskur Benedikt til að sjá ekki samhengið milli tölfræði í upphafi faraldurs, og tölfræði í miðjum faraldri, að ekki sé minnst á hvað gerist þegar öll kerfi bresta þegar faraldurinn er þeim ofviða.

Svo vogar þú að segja mér að ég fari offari eða lesi ekki neitt, kynni mér ekki neitt eða bulli.

Þetta er klén dómur á fyrri samskiptum okkar Benedikt, þú hefur ekki ný jakkaföt þér til afsökunar líkt og Páll.

Sem reyndar er ekki afsökun fyrir hann.

Það er ekki mörg ógæfan sem er stærri í Íslands ógæfu í aldanna rás.

Páll var samt góður á meðan hélt haus og var sáttur við gömlu jakkafötin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 19:29

22 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er ekki uppörvandi. Alveg sammála því Kolbrún.

Sko: Vissir hópar, fyrst og fremst þeir sem komnir eru yfir sjötugt, eru í umtalsverðri lífshættu. Aðrir hópar, þ.e. flestir, eru ekki í meiri lífshættu en ef þeir fá flensu, jafnvel minni.

Aðgerðir hérlendis snúast um að reyna að koma í veg fyrir að fólk úr öllum hópunum smitist. Og svo er hringlað með þær fram og til baka. Og langvarandi hömlur virka vitanlega ekki, fólk hættir að fylgja reglunum. Og það sjáum við út um allt. Þetta vissi sænski sóttinn.

Þegar hópur A er í hættu, en hópur B er ekki í hættu, hver er þá hin rökrétta niðurstaða? Jú, þú verndar hóp A, en þú verndar ekki hóp B. Þú beitir markvissum aðgerðum.

Ég spái því að þær ómarkvissu aðgerðir sem hér er beitt eigi eftir, þegar yfir lýkur, að leiða af sér hundruð, jafnvel þúsundir dauðsfalla, sem ekki hefðu orðið ef beitt hefði verið markvissum aðgerðum.

Er einhver von til að stefnunni verði breytt? Eru einhverjar líkur á að einhver taki ábyrgð?

Þorsteinn Siglaugsson, 9.10.2020 kl. 19:34

23 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ómar, ég hef ekki tíma til að svara þér í löngum dramastíl. Kann ekki að kópera kúrfur sem fara lækkandi víða í Evrópu. Tökum dæmi. Ef þú ferð inn HÉR og skrollar niður sérðu "Daily New Cases in Spain", þá sérðu að veiran er á undanhaldi. Svo skrollar þú aðeins neðar og sérð, ef þú setur upp glerausun, "Daily New Deaths in Spain". Þá blasir við þér að fáir deyja. Að sjálfsögðu eru færustu vísindamenn heims á bakvið tölurnar, sem ég get ekki véfengt.

Hárétt ályktun Þorsteinn. 

Benedikt Halldórsson, 9.10.2020 kl. 19:56

24 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ-i og Ó Benedikt, kallast þetta ekki að skjóta sig í báða fætur??

Fall smitkúrfunnar á Spáni helst í hendur við strangari sóttvarnir, fyrst staðbundnar sem byrjuðu í lok júlí, síðan stigvaxandi bæði varðandi útbreiðslu, það er sóttvarna, sem og samfélagslegra hafta og lokana.

Að sjálfsögðu höfðu þær áhrif, en þau áhrif tengjast ekki á nokkurn hátt sænsku morðingjastefnunni sem kennd er við meint hjarðónæmi.

Dauðsföll, hvorki á Spáni eða annars staðar í Evrópu, hafa hins vegar ekki vaxið í sama hlutfalli, á því eru tvær skýringar.

Sú seinni er að þegar farsótt breiðist út, þá smitar hún fyrst þá sem forðast hana síst, og fólk í áhættuhópum, eða yfir höfuð fólk sem er eldra en að vera vitlaust og heimskt, það gætir persónulegra sóttvarna, og er því ólíkara til að smitast á meðan veiran er að breiðast út. 

Ef þú hefðir sömu tækni til að mæla útbreiðslu smita í fyrstu bylgju, þá hefðir þú séð nákvæmlega sama ferli, sem skýrir tilraunir kínverskra stjórnvalda til að kæfa niður raddir sem töluðu um nýjan og óþekktan sjúkdóm, fyrstu alvarlegu veikindin voru falin innan við þannig séð meinlausa pest, þó einhverjir hefðu veikst verr en áður þekktist í árlegum flensufaröldrum.

Skynsemisverur skilja þessa seinni skýringu Benedikt.

Sú fyrri er að frá því í vor hefur þekking lækna og læknavísinda stóraukist á hvernig kórónaveiran breytist úr þannig séð meinlítilli veirusýkingu, yfir í bráðdrepandi lungnasjúkdóm. 

Og sem betur fer þá áttum við til vopn í þeirri baráttuþegar þróuð veirulyf duga vel.

Um þetta rífst enginn, en þrátt fyrir það þá segja sérfræðingar, þessir sem munu líklegast bjarga lífi þínu ef þú færð þessa veiru, að hún sé ennþá jafn smitandi, jafn hættuleg, nema að viðbótaráhyggjuefni er að hún virðist skaða yngri fólk en áður.

Og þú ert að rífast við þetta Benedikt??

Þakkaðu síðan tímaleysi þínu fyrir að þú svarir mér ekki í löngum dramastíl, eða löngu máli yfir höfuð.

Sá sem hefur vondan eða engan málstað að verja, á að hafa vit til að nota ekki mörg orð, og alveg að forðast staðreyndir.

Taka svona Trump á málið eins og Páll sem er að vinna fyrir sínum nýju jakkafötum.

Þín er völin og kvölin Benedikt, þú skráir þig kannski í Pírata áður en vikan er öll, jafnvel í Samfylkinguna áður mánuðurinn er á enda.

Og gerir rökleysuna að mottói lífs þíns.

Á meðan skaltu íhuga af hverju líklegast gáfaðasta þjóð heims, Ísraelar gripu til samfélagslegra lokana svo snemma sem í ágúst, til að bregðast við seinni bylgjunni.

Ef það er til þekking til að drepa veiruna, þá er það þar, ef það er ótti við samfélagslegar afleiðingar hennar þá er það þar. 

Ekki vegna veitingahúsa, ferðaþjónustu eða annað sem snýr að daglegu amstri hagkerfisins, heldur vegna þess að smáþjóð umkringd margfalt fjölmennari óvinaþjóðum, má ekki við veikindum sem sýkja heraflann.

Þegar Ísraelsmenn opna vegna þess að þeir telja að vísindin ráði við veiruna, þá skulum við opna líka.

Eða allavega spá í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.10.2020 kl. 22:04

25 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Er eitthvert vit í þessari gömlu reglu, að einhver banki, fái eignirnar þegar allt fer á hausinn vegna kreppu? Munum að bankinn lánar aðeins bókhald, og vill helst fá eignirnar, en ekki fá bókhaldið, peningana til baka.

Þegar bankinn fær eignirnar vegna oftast tilbúinnar kreppu, þá er það hagur bankans að búa til stanslausar kreppur til að ná eignunum yfir til bankaeigandans.

Bankinn á ekki að fá neitt, hann lánaði ekki neitt, skrifaði aðeins tölu. 

Fyrirtækið á að setja í friðhelgi, en hvernig? 

Bankayfirvöld heimsins bjuggu til skort 2008, tæmdu allt bókhald, peninga frá þjóðfélaginu með því að segja að bankinn væri tómur og lánaði ekkert út, en lét alla borga inn í bankann af lánum sínum.

Einnig hækkaði bankinn vextina til að fljótara væri að tæma þjóðfélagið af peningabókhaldi. 

Þá fór allt á hausin, engin gat keypt, og engin gat selt. 

Bankaeigandinn náði öllum eignunum inn í bankann.

Mikið gaman.

Friðhelgin, hvernig skipuleggjum við hana? 

Bangsinn í 100 metra skógi sagði, hugsa hugsa,hugsa. 

Einstein, Nikola Tesla og Jesú sögðu.

Spurning, íhugun, ró, bæn, opna fyrir innsæið, hugmyndin kemur inn í hugann.

Við berum saman hugmyndirnar, og endum á að finna lausnir. 

000

slóð

Greind á enga möguleika þegar uppfinningar eru annars vegar. Albert Einstein Andlegir hæfileikar, gjöf Guðs, guðlegri veru, einbeitum okkar að þeim sannleika öðlumst við samhljóm við þennan æðri mátt. Nikola Tesla Jesú sagði, leitið og þér munið finna.

Egilsstaðir, 10.10.2020   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.10.2020 kl. 00:53

26 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góðan laugardag.

"....almennir borgarar hafi rétt og skyldu til að horfa á tölfræðilegar upplýsingar og draga sjálfstæðar ályktanir, fremur en að samþykkja umyrðalaust að vísindamönnum og ráðherrum séu falin öll völd." Arnar Þór Jónsson

Ég fæ ekki betur séð en að AÞJ sé að segja það sama í mbl í dag, og ég á blogginu í gær, en sleppir ókurteisinni sem við valdalausir á plani stundum þegar okkur er heitt í hamsi. Það þarf ekki að borga mér, svo að ég geri skyldu mína gagnvart samfélaginu. Það er ágreiningur um bestu leiðirnar. Það er allt og sumt. 

Benedikt Halldórsson, 10.10.2020 kl. 11:22

27 Smámynd: Ómar Geirsson

Sjálfstæðar ályktanir sækja aldrei fóður í rangfærslur og blekkingar Benedikt.

Þess vegna spyr ég þig aftur hvort næsta skrefið sé að ganga í Pírata.

Trúi þessi eiginlega ekki sjálfur með Samfylkinguna.

Sólarkveðjur að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2020 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband