Klám er ekki kennt í skólum, Lilja

Þjófnaður er ekki kenndur í skólum, ekki eiturlyfjaneysla og heldur ekki klám. Einstaklingar á öllum aldri tileinka sér ýmsa ósiði sem menntastofnanir geta lítið gert við. Skólar kenna siði en ekki ósiði.

Skólar eiga að mennta fólk í takt og tón við grunngildi samfélagsins. Það er leiður ósiður hópa með sértæk áhugamál að troða hugsjónum sínum inn í skólastarf og löngu tímabært að því linni.

Það er skólafólki ekki bjóðandi að leggjast í klámfræði til að þjónusta áhugahópa um þau fræði. Vitanlega á að kenna ungu fólki um býflugurnar og blómin og gera það á forsendum líffræðinnar. Í lífsleikni, heimspeki, bókmenntum og félagsgreinum eru tilfinningar eins og ást, virðing, tilhugalíf og náin samskipti rædd og túlkuð. 

Í viðtengdri frétt segir að alþingi hafa falið ráðherra menntamála að gera ,,mat á áhrif­um aðgeng­is barna og ung­menna að klámi." Lilja, þú ert ekki klámmálaráðherra heldur ráðaherra menntamála. Sendu ruglið heim til föðurhúsanna með þeim skilaboðum til þingmannanna er lögðu nafn sitt við málið að það sé rangt að klæmast með menntun.


mbl.is „Þetta er brýnt samfélagslegt verkefni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú hatar Trump, segðu þá frétt

Fréttamaður CNN hneykslaðist á því að forsetinn tók af sér grímuna á svölum Hvíta hússins.

,,Þú hatar Trump, segðu þá frétt," sagði Kirstie Alley.

Sumar fréttir eru einfaldlega ekki sagðar.


mbl.is Heilsufar forsetanna: Leyndarmál, lygar og tíst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélag í boðhætti og skömm

,,Við verðum"-samfélagið er einum þræði æfing í þegnskap. Við verðum að gæta sóttvarna, verðum að sýna tillitssemi, verðum að þreyja þorrann þótt enn sé ekki hafinn gormánuður.

Æfing í þegnskap eykur samstöðu, gerir samfélagsmarkmið skýr, vinsar út aðalatriði frá aukaatriðum og setur gæði eins og heilbrigði ofar peningaverðmætum. 

Að sumu leyti er samfélag í boðhætti afturhvarf til fyrri tíma þegar þorri landsmanna hékk á horriminni og lítið mátti út af bregða til að hungur ylli mannfalli. Sjálfsbjörg, að því marki sem náttúruöflin slípuðu hana ekki til, var síður viðhaldið með fortölum og föðurlegum áminningum en oftar af ótta við skömm.

Yfirvöld reyna sitt ítrasta að biðja en ekki banna, ráðleggja en ekki hóta. En það er kominn jarðvegur fyrir skömmina. Það sést á umræðunni. Þingmaður hallar orði að ráðherra og fær meðferð eins og kynferðisglæpamaður. Hér er að vísu um að ræða vinstripólitík en þar er ávallt stutt í skömmina. Góða fólkið sér heiminn í svörtu og hvítu, sannfæringin er yfirsterkari litbrigðum mannlífsins.

Eitt merkilegasta við menninguna er að hún er ekki sköpuð af ásetningi heldur verður hún til í síhvikulli glímu mannsins við umhverfi sitt og aðstæður. Þegar snögg veðrabrigði verða á aðstæðum, líkt og farsótt, tekur menningin heljarstökk ef við gáum ekki að okkur.

Þegnskapur er góðra gjalda verður. Að ala á skömm er aftur ekki gott uppeldi.

 


mbl.is „Við erum í vanda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband