Ást, hatur og Áslaug

Leiti maður að ást finnst hún. Sé leitað að hatri þá finnst það. Ást og hatur eru tilfinningar sem verða fyrst til í brjósti þess er leitar. Enginn maður er án þessa hugarþels. Vonin á þar upphaf sitt en einnig örvæntingin.

Misjafnt er hvora tilfinninguna menn leggja rækt við. Vinstrimenn í seinni tíð eru sérstaklega duglegir að rækta með sér hatur. Þeir urðu fyrir paradísarmissi þegar sósíalisminn var afhjúpaður sem Gúlag. Síðan hata þeir allt og alla, mest þó sjálfa sig.

Áslaug Arna ætti að fara varlega í að feta slóð vinstrimanna, ala með sér haturshyggju og leita að táknum myrkurs í dyrum og dyngju. Þegar tilfinningar eru annars vegar ræður leitin ferðinni. Leitaðu frekar að ást, Áslaug. Tilveran verður til muna huggulegri, bæði fyrir þig og þá sem þú átt að þjóna.


mbl.is Haturstákn ekki liðin innan lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband