Fræðileg kynþáttahyggja skotmark Trump

Fræðileg kynþáttahyggja er á ensku kölluð critical race theory. Alfræðiútgáfan Britannica skilgreinir fyrirbærið:

Fræðileg kynþáttahyggja er sú skoðun að lög og stofnanir samfélagsins séu með innbyggða kynþáttafordóma (rasisma) og að kynþættir séu hvorki líffræðilegir né náttúrulegir heldur félagslega skilgreindar hugmyndir sem hygla efnahagslegum og pólitískum hagsmunum hvítra á kostnað litaðra.

Donald Trump forseti segir fræðilega kynþáttahyggju samfélagslegt krabbamein og skar upp herör gegn útbreiðslu kennisetningarinnar. Helstu hugmyndafræðingar stefnunnar eru vinstrisinnaðir háskólaprófessorar í Bandaríkjunum.

Fræðileg kynþáttahyggja gefur sér að hvítir menn séu almennt og yfirleitt rasistar, segir James Lindsay sem hefur skrifað bók um þessa hugmyndafræði sem á víðar hljómgrunn en í Bandaríkjunum. Til dæmis á Íslandi.


Stuðningur við guð - og risaeðlur

Guði var skipt út fyrir náttúruna af menntamönnum fyrir 300 árum. Heill kafli í sígildri bók Paul Hazard um hugarfarskreppu Evrópu er tileinkaður þessum umskiptum. Almenningur var heldur seinn að tileinka sér boðskapinn. En afleiðingarnar blasa við. Guðstrú er einkamál annars vegar og hins vegar til hátíðarbrigða á jólum, páskum og við athafnir eins og fermingu og brúðkaup. 

Trúin á náttúruna og meint lögmál hennar er aftur allsráðandi. Vinstrimenn stukku síðast á þann vagn, eftir fall kommúnismans þegar veraldleg Paradís á jörðu breyttist í martröð.

Náttúrutrúin er með embættismenn á sínum snærum að útskýra opinberunina fyrir fáfróðum almenningi, líkt og prestar höndla með guðstrú.

Ekki þarf að leita lengi til að koma auga á mótsagnir náttúrutrúar. Í viðtengdri frétt, um stuðningsyfirlýsingu við náttúruna (les guð), segir að ,,end­ur­heimt vist­kerfa" sé forgangsmál.

Náttúran - óvart - bæði býr til og tortímir vistkerfum. Einu sinni gengu risaeðlur á guðs grænni jörð. Náttúran tortímdi þeim. Vill Gummi umhverfis ,,endurheimta vistkerfi" risaeðla? Kannski að Gumminn vilji aðeins fara 12 þúsund ár aftur í tímann og ,,endurheimta vistkerfi" síðustu ísaldar? Eða, nær í tíma, má bjóða Gumma greinda miðaldahlýskeiðið frá 900 til 1300 þegar kornakrar voru á Grænlandi?

Trú, hvort heldur á guð eða náttúruna, er manngerð. Karl gamli Marx vissi það og bætti við: trúin er ópíum fólksins.


mbl.is Stuðningsyfirlýsing við náttúruna undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur Kínavinur ekki á listanum

Þekktasti Kínaagent Íslands, Össur Skarphéðinsson, er ekki á kínverska listanum yfir íslenskt áhrifafólk. Samstarfsráðherra Össurar í vinstristjórninni, Katrín Júl., er aftur á listanum. En hvorki Kata Jakobs forsætis né Steingrímur J.

Sigmundur Davíð er ekki á listanum og hvorki Davíð Oddsson né Bjarni Ben.

Konur eru áberandi í Kínaskránni en síður þær guðhræddu, Agnesar biskups er í engu getið.

Kínalistinn vekur spurningar en fátt er um svör. 


mbl.is 411 Íslendingar á skrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband