Drífa sig að deyja, bara ekki úr COVID-19

Á sama tíma og heimsbyggðin glímir við banvæna farsótt er alþjóðaleg hreyfing að lögleiða dánaraðstoð. Að baki virðist liggja þráhyggja að líf og dauði skuli lúta formlegum lögum og reglum en ekki gangi náttúrunnar.

Menningarhálfvitahátturinn er borinn fram af velmegunarkynslóðum eftirstríðsáranna er sýna sig ginnkeyptar fyrir bábiljum um að líffræðileg kyn séu félagslega skilgreind, að maðurinn stjórni veðurfari á jörðinni og að fjölmenning sé eina sjálfbæra samfélagið.

Nú er hugsanlegt að einhver samfélög þurfi á lögum að halda sem leyfa dánaraðstoð. Áherslan er á hugsanlegt. En það er ekki nokkur einasti möguleiki að Ísland sé þar á meðal, þótt sumir krefjist lagasetningar hér heima, smitaðir af útlendri fávisku.

Sá sem hér skrifar átti móður, föður og tengdaföður er dóu á sjúkrabeði síðustu ár. Í öllum tilvikum var sýnd alúð, nærgætni og fagmennska af heilbrigðisstarfsfólki sem lagði sig fram að halda ástvinum manns hérna megin við eilífðina en veitti líkn þegar lífið fjaraði út.

Dánaraðstoðarsinnar tala um að ,,deyja með reisn." Það getur aldrei verið reisn að deyja á sjúkrabeði. Maður deyr með reisn á vígvelli, við skyldustörf í hamförum eða fórnar lífinu að bjarga öðrum. Á sjúkrabeði veita nábjargirnar ástvinir annars vegar og hins vegar fagfólk. Ást og virðing já, en lög um líf og dauða, - nei. 


mbl.is Nýsjálendingar lögleiða dánaraðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband