Veiðileyfi stjórnmálaflokka á unglinga

Stjórnmálaflokkar beina nú þegar athyglinni að aldurshópnum 16 til 18 ára, þótt kosningaaldur sé 18 ár.

Ef kosningaaldur er lækkaður niður í 16 ár eru fermingarbörn komin í pólitískan markhóp.

Það yrði hvorki framför fyrir æskuna né yki það lýðræði þjóðarinnar. 

Fæstir 18 ára bera ábyrgð á sjálfum sér þótt þeir nái lögaldri. Ungt fólk er á framfæri foreldra sinna fram eftir þrítugsaldri. Lýðræði felur í sér ábyrgð.

Leyfum æskunni áhyggjulausa daga.


mbl.is Vilja lækka kosningaaldur í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægripólitík ókyrrist

Sama daginn er tilkynnt um fjölmiðil á hægri væng stjórnmálanna og pólitískt framboð. Sameiginlegt einkenni fjölmiðla og stjórnmála síðustu ára er hve auðvelt er að koma ár sinni fyrir borð. Inga Sæland er flokkur og Stundin er fjölmiðill. Ekki ætti að lesa of mikið í tilkynningarnar tvær.

Engu að síður. Það er kosningavetur og stakar bárur verða ólgusjór við snögga veðrabreytingu.

Íslenska hægrið er flugmóðurskipið Sjálfstæðisflokkurinn og beitiskipið Miðflokkurinn. Á vinstri kantinum eru síðri för s.s. rekald sjóræningjaskips, kafbáturinn Viðreisn, flöt samfylkingarbytna og vinstri grænn léttbátur.

Vinstrimenn munstra sig á víxl á smáfleyin, eftir byr og væntingum um herfang, á meðan hægrimenn eru sjóliðar ýmist á móðurskipinu eða á dekki beitiskipsins.

Ef duggunum fjölgar á hægrimiðum kvarnast úr áhöfnum stórskipanna.

Ókyrrðin á stjórnborði rúmast í tveim orðum: Íslendingar - útlendingar. 

 


mbl.is Fjársterkir aðilar koma að nýjum fjölmiðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband