Miðvikudagur, 9. janúar 2019
Kjarnorkusprengjur í hafinu - heimsendir í nánd
Hiti af mannavöldum fer af stórum hluta í hafið. Orkan sem hverfur í hafið jafngildir rúmlega einni Híróshíma-kjarnorkusprengju á sekúndu - nálega 100 þús. slíkar sprengjur á sólarhring.
Nei, ofanritað er ekki fengið úr texta geðbilaðs manns heldur Guardian, virtri útgáfu frjálslyndra vinstrimanna, og studd tilvísun í vísindarannsóknir.
Engin takmörk eru fyrir ruglinu sem borið er á borð fyrir almenning í nafni trúarkenninga um hækkandi hitastig jarðar af mannavöldum.
Heimsendaspámennska af þessu tagi er stórhættuleg. Ef orka 100 þúsund kjarnorkusprengna fer í hafið á hverjum sólarhring sýnir það ekki hve kjarnorkusprengjur eru saklaus vopn?
Vísindamenn í loftslagsfræðum, sem standa undir nafni, t.d. Roy Spencer, draga upp aðra mynd af hlýnun jarðar. Hann bendir á, að jafnvel þótt gefið sé að hlýnun jarðar stafi að hluta til af mannavöldum, sé alls óvíst að hlýnunin hafi neikvæðar afleiðingar. Bæði er að hlýnunin er hæg og svo er vitað hitinn á jörðinni sveiflast af völdum náttúrulegra ferla. Enginn veit hver kjörhitinn ætti að vera.
![]() |
Hlýnun hefur áhrif á plöntur heimskautasvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 8. janúar 2019
Dagur B. með tvö sjálfsmörk
Borgarstjórinn Dagur B. ætlar að veita forystu í starfshópi um braggamálið þar sem Dagur B. er sjálfur aðalsökudólgurinn. Sjálfsmark.
Dagur B. gerir lítið úr konum með sjálfstæðar skoðanir og segir þær ,,handbendi harðlínuafla." Annað sjálfsmark.
Stjórnmálamaður sem hleður á sig sjálfsmörkum veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð.
![]() |
Braggamálið er rétt að byrja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 8. janúar 2019
Verkó óttast samninga, þarf verkfall
Róttæki hluti verkalýðshreyfingarinnar, verkó, óttast að samningar náist án verkfalla. VR, Efling, Framsýn og VA hafa talað í hálft annað ár um nauðsyn verkfalla. Formenn þessara félaga mega ekki til þess hugsa að glæpnum verði stolið af þeim, að samið verði án verkfalla.
Verkó er fangi eigin orðræðu. Þeir heimta að allir fái ráðherralaun því án þeirra launa sé ólíft í landinu. Þeir sem standa fyrir utan bergmálshellinn, þar sem formenn verkó hafa dvalið í 500 daga, vita að ráðherralaun eru ekki í boði.
Verkó veit að engin stemning er í samfélaginu fyrir verkföllum. Ísland er jafnlaunaland þar sem hvergi á byggðu bóli er minni munur milli tekjuhópa. Meðallaun hér á landi eru um 700 þúsund á mánuði. Margir ASÍ-félagar eru með meira en milljón á mánuði.
Í yfirstandandi kjaraviðræðum er bergmálsorðræða verkó um að allir fái ráðherralaun helsta vandamálið. Líklega þarf verkföll til að leysa þann vanda.
![]() |
Segir allt loga í febrúar semjist ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 7. janúar 2019
Trú, pólitík og vísindi
Vísindi voru til skamms tíma aðferð til að skilja heiminn. Fyrstu sprotar vísindahugsunar festu rætur í Forn-Grikklandi sem valkostur við að skilja heiminn út frá trú og hindurvitnum.
Á seinni tímum verður æ algengara að líta á vísindi sem verkfæri til að breyta heiminum - í stað þess ð láta sér nægja að skilja náttúruferla og spyrja gagnrýnna spurninga.
Jafnvel þær greinar vísindanna, sem síst skyldi, náttúruvísindin, ætla þér þá dul að breyta gangverki náttúrunnar. Sumir loftslagsvísindamenn segjast sannfærðir að maðurinn hafi áhrif á loftslagið, sem er algjörlega ný hugmynd í veraldarsögunni. Í framhaldi verður til bandalag vísinda- og valdamanna sem boða nýjar trúarsetningar um hvernig við eigum að haga okkur.
Loftslagspólitík er ekki hótinu betri en fyrri tíma kenningar um að dulræn öfl stjórnuðu heiminum. Eini munurinn er sá að söfnuðurinn setur manninn í öndvegið þar sem áður sátu guðir.
![]() |
Trú sagt ruglað saman við vísindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. janúar 2019
Mótsagnir umræðunnar: váhrif og stríðstal
Starfskona Stígamóta segir skaupið hafa verið erfitt fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem sum atriðin kveiktu váhrif, leiddu til upprifjunar á erfiðri reynslu. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir aftur: ,,Þetta herskáa stríðstal er að tröllríða allri umræðu."
Sumir í samfélaginu eru þannig í sveit settir að þeir þurfa sérstaka viðvörun vegna áhrifa umræðunnar á meðan aðrir tala í stríðsyfirlýsingum og hóta alvarlegum afleiðingum bregði útaf þeirra vilja.
Fréttastofur og ritstjórnir, sem stunda það að birta ógnarorðræðuna, ættu að íhuga að setja viðvörun fremst í fréttir sem geyma herskáar yfirlýsingar.
Bogi á RÚV gæti t.d. kynnt frétt af kjaramálum á þennan veg: viðvörun, í fréttinni hér á eftir er talað um að stríðsástand ríki á vinnumarkaði. Viðkvæmir eru beðnir að lækka í viðtækjum sínum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 7. janúar 2019
Eitrað grænmeti í lagi, en skattur á íslenskt kjöt
Frjálslyndir vinstrimenn eru hlynntir innflutningi á eitruðu útlendu grænmeti en vilja skattleggja íslenskt kjöt, sem rómað er fyrir hreinleika.
Andrés Ingi, samfylkingarþingmaður Vinstri grænna, telur loftslagið batna þegar eitrað grænmeti er flutt yfir hafið og hvetur fólk til að leggja það sér til munns fremur en íslenskt kjöt.
Frjálslyndir vinstrimenn af sort Andrésar Inga eru hvarvetna á fallandi fæti. Málflutningur þeirra gengur þvert á heilbrigða skynsemi.
![]() |
Viðrar hugmynd um kjötskatta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. janúar 2019
Drífa um hommablóð og stéttir
Forseti ASÍ tekur ekki upp hanskann fyrir konur þegar hún hyllir atriðið um hommablóð í áramótaskaupinu. Margar konur fá ekki að gefa blóð, þær eru of blóðlitlar, rétt eins og hommar eru ekki blóðgjafar af heilbrigðisástæðum.
Drífa Snædal er þeirrar skoðunar að það séu mannréttindi að gefa blóð. Næst segir hún líklega að mannréttindi séu að vera hár og grannur.
Ekki tekst forseta ASÍ betur upp þegar hún segir Ísland stéttskipt samfélag. Hér fæðist fólk með jafna möguleika. Það nýtur sömu menntakosta og heilbrigðisþjónustu og er með jafnan aðgang að vinnumarkaðnum. Stéttskipt þjóðfélög bjóða ekki upp á slíkt jafnræði.
Drífa talar eins og formaður saumaklúbbs kverúlanta og vanvirðir ASÍ.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 6. janúar 2019
Siðir og stjórnmál
Stjórnmál til skamms tíma snerust um almannahag. Stjórnmálamenn og flokkar þeirra ræddu landsins gagn og nauðsynjar, lögðu fram tillögur og kynntu framtíðarsýn. Á seinni tímum ber æ meira á persónuníði í stjórnmálum.
Persónur eru alltaf hluti stjórnmálanna. Foringjahollusta er einn angi og baktal annar. Aftur er opinbert persónuníð fremur sjaldgæft.
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata þjófkenndi einn þingmann og kallar núna annan fávita. Fyrir utanaðkomandi er erfitt að skilja tilgang illmælginnar. Orðin lýsa fyrst og síðast Birni Leví sjálfum og að einhverju leyti pólitísku baklandi hans.
Framlag Pírata til pólitískrar orðræðu verður seint vanmetið.
![]() |
Kallar Sigmund óheiðarlegan lýðskrumara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. janúar 2019
Bóta-múslíminn herskái gerður brottrækur
Múslími sem danska ríkið heldur uppi á bótum allt frá árinu 1994 þakkaði fyrir sig með lofgjörð um hryðjuverk gegn vesturlandabúum og hvatti til þeirra. Hann var dæmdur í fangelsi á grunni hryðjuverkalaga en hélt stöðu sinni sem bótaþegi danska ríkisins.
Said Mansour var rekinn frá Danmörku að lokum, ríkisborgararéttur hans afturkallaður og fluttur nauðungarflutningum til Marokkó.
Jafnvel vel hákirkja fjölmenningarinnar á Efstaleiti ofbýður langlundargerð Dana.
Reynslan af Mansour ætti að kenna okkur að bráðnauðsynlegt er, samhliða viðtöku útlendinga, að setja lög og regluverk sem auðveldar útvísun einstaklinga sem eru óalandi og óferjandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 5. janúar 2019
Hvíti karlmaðurinn er reiður: Trump, skáldið og fræðimaðurinn
Þekktasti aðdáandi Trump í Frakklandi, skáldið Michel Houellebecq, segir í nýrri bók frá reiði hvíta karlmannsins. Heiti bókarinnar, Serotonin, er viljandi eða óviljandi vísun í álitsgjafann og fræðimanninn Jordan Peterson.
Serótín er boðefni sem heili mannsins, og annarra dýra, þarf til að virka. Skortur á serótíni er gerir dýrið duglaust. Uppgjöf hvíta karlmannsins síðustu áratugi tengir forsetann, skáldið og fræðimanninn.
Trump er andspyrnan, Houellebecq greinir samhengið og Peterson er ráðgjafinn.
Dugleysi hvítra karla var á dagskrá á vesturlöndum fyrir rúmri öld, ekki síst í Frakklandi. Þá var það ekki skortur á serótíni sem var ástæðan heldur náttúruleysi. Philipp Blom skrifaði um angist hvíta mannsins í byrjun 20. aldar.
Þegar tækifærið kom sumarið 1914 að láta til sín taka, hrista af sér slyðruorðið, var hvíti karlmaðurinn meira en tilbúinn og hrúgaðist á vígvöllinn að drepa sjálfan sig.
List er næm fyrir hugarfari byltingar. Málverk Jacques-Louis David frá 1784, Eiður Hóratíus-bræðra, er sagt boða frönsku byltinguna fimm árum síðar. Serótín-bók Houellebecq er skrifuð á tímum vestrænnar upplausnar þar sem stjórnmálamenning og valdakerfi eftirstríðsáranna riðar til falls.
Trump og Brexit, hvorttveggja árið 2016, eru tekin sem dæmi um reiði hvíta karlmannsins. Andóf gegn ríkjandi ástandi er rauði þráðurinn. Aftur er óskýrara hvað á að koma í staðinn. Trump vill vegg, Brexit sjálfstæði og gulu vestin í Frakklandi forsetann burt. Þriðji stærsti stjórnmálaflokkur Þýskalands krefst uppstokkunar á Evrópusambandinu, sem til skamms tíma var friðarbandalag í þýskum augum.
Áhugaverðir tímar.
![]() |
Hugsanlega lokaðar árum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)