Helga Vala misnotar stöðu sína

Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis. Hún tilkynnir opinberlega að hún ætli að misnota stöðu sína til að fá upplýsingar um sjálfa sig í úr upplýsingakerfi lögreglunnar.

Upplýsingarnar ætlar þingmaðurinn að nota til ,,að geta slengt fram gögn­um" í fjölmiðlum vegna ,,söguburðar" um að hún sé haldin stelsýki.

Helga Vala misnotar opinbert vald sem henni er treyst fyrir. Hverjar verða pólitísku afleiðingarnar? 


mbl.is Óskar eftir gögnum úr LÖKE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Zizek: siðmenning þarf landamæri

Marxistinn Slavoj Zizek greinir ástand frjálslyndra vinstrimanna þannig að þeir séu góða fólkið sem keppist við að hata aðra samtímis sem góðverkin, frjáls innflutningur múslíma, uppsker góða fólkinu aðeins fyrirlitningu.

Í framhjáhlaupi kemur Zizek íslensku Klaustursþingmönnunum til varnar.

Lykilhugsun Ziek er þessi: frjálslyndir vinstrimenn sem vilja afnema landamæri og hleypa óheft inn flóttamönnum uppskera aðeins fyrirlitningu og kröfur um að vestrænir siðir verði aflagðir á vesturlöndum; t.d. svínakjötsát og aðgreining trúar og ríkisvalds.

Í hnotskurn: siðmenning þarf landamæri.


Samherji, pólitískar ofsóknir og hótanir

Strax eftir hrun voru sett á gjaldeyrishöft. Grunur kviknaði að stórnotendur gjaldeyris, útgerðafélög eins og Samherji og Vinnslustöðin, færu á svig við reglur um skil á gjaldeyri.

Vinstristjórn Jóhönnu Sig. 2009-2013 hafi hag af því að lama útgerðina enda stóð hún gegn stærstu pólitísku mistökum seinni ára, ESB-umsókninni, sem fól í sér afsal fiskimiðanna til Brussel.

Í samvinnu við fjölmiðil vinstrimanna, RÚV, var mál byggst upp gegn Samherja. Þegar málið var orðið þroskað, næg sönnunargögn talin liggja fyrir, var Seðlabankanum, sem yfirvaldi í gjaldeyrismálum, gert að hefja rannsókn.

Rannsóknin ónýttist, sönnunargögn voru ekki næg; lög og reglugerðir ekki skýr. Samherji var sýknaður fyrir dómstólum. 

Til hliðar við fjölmiðlapólitískar ofsóknir, sem að hluta eru opinberar, eru hótanir sem sjaldnast fara hátt.

Eftir sigur Samherja fyrir dómstólum hefði verið farsælast að málið yrði sögulegur minnisvarði um þjóðfélagsástand eftirhrunsins. En Samherji kaus að halda málinu áfram og krefst afsagnar seðlabankastjóra. Það heitir að hengja bakara fyrir smið.


mbl.is Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband