Siðir og stjórnmál

Stjórnmál til skamms tíma snerust um almannahag. Stjórnmálamenn og flokkar þeirra ræddu landsins gagn og nauðsynjar, lögðu fram tillögur og kynntu framtíðarsýn. Á seinni tímum ber æ meira á persónuníði í stjórnmálum.

Persónur eru alltaf hluti stjórnmálanna. Foringjahollusta er einn angi og baktal annar. Aftur er opinbert persónuníð fremur sjaldgæft.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata þjófkenndi einn þingmann og kallar núna annan fávita. Fyrir utanaðkomandi er erfitt að skilja tilgang illmælginnar. Orðin lýsa fyrst og síðast Birni Leví sjálfum og að einhverju leyti pólitísku baklandi hans.

Framlag Pírata til pólitískrar orðræðu verður seint vanmetið.


mbl.is Kallar Sigmund óheiðarlegan lýðskrumara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við vitum þá í það minnsta hvernig Björn Leví talar um vinnufélaga sína þegar þeir heyra ekki til. Hann hefur upplýst okkur um það. Svo Klausturmálið var greinilega ekkert einsdæmi.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2019 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband