Gylfi sækir um ráðuneyti, Hallur um starf hjá Eflingu

Forseti ASÍ til margra ára, Gylfi Arnbjörnsson, sækir um að stjórna ráðuneyti heilbrigðis. Hallur Hallsson, blaðamaður og almannatengill, sækir aftur um starf kynningarstjóra Eflingar, en þar eru fyrir á fleti Sólveig Anna, Viðar og fleiri fótgönguliðar Gunnar Smára sósíalistaforingja. Hallur skrifar á skruddu:

Þann 11. nóvember skilaði ég inn umsókn til Capacent um starf kynningarstjóra Eflingar. Þann 12. desember fékk ég þessi skilaboð: "Úrvinnslu umsókna um starf "Efling - Kynningarstjóri" tefst um tíma. Gert er ráð fyrir að málið klárist á næstu vikum."

Gylfi á meiri líkur að verða ráðuneytisstjóri, þótt hann sé ekki af réttu kyni, en að Hallur hreppi stöðu kynningarstjóra enda ekki með ,,réttan" pólitískan lit.


mbl.is Gylfi sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið skuldar okkur samfélagsbanka

Þrír bankar starfa á Íslandi, ríkið á tvo. Bankarnir þrír stefnu þjóðinni í gjaldþrot fyrir áratug og voru þá á annarri kennitölu og í einkaeigu. Áður en ríkisbankarnir tveir fara aftur í einkaeigu skuldar ríkið okkur samfélagsbanka, einn eða fleiri, er tækju að sér svipað hlutverk og sparisjóðirnir höfðu - áður en þeir voru gleyptir af þríveldi bankanna.

Frosti Sigurjónsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins skrifar á Facebook:

Var að glugga í hvítbók um fjármálakerfið. Finn varla stafkrók í þeirri skýrslu um þýsku samfélagsbankana "sparkassen" sem hafa verið kjölfesta í þýsku efnahagslífi [...] Þetta er skandall í ljósi þeirrar miklu umræðu sem hefur verið um þetta fyrirkomulag hérlendis.

Sanngjörn og eðlileg krafa er að ríkið, áður en það selur ríkisbankana tvo, búi svo um hnútana að almenningur, sem ekki hefur áhuga á bankabraski einkaaðila, fái valkost fyrir viðskipti sín - samfélagsbanka.


mbl.is Ríkið selji Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband