Þrælar ASÍ og fyrsta mannránið

Kjaradeilurnar taka á sig furðulegri blæ eftir því sem á líður. ASÍ auglýsir á samfélagsmiðlum myndband undir yfirskriftinni ,,Ísland var ekki stéttlaust samfélag á 9. öld frekar en í dag."

Myndbandið, sem er þriggja ára gamalt, spyr í fyrirsögn: ,,Erum við bara þrælar?".

Fyrir utan sögulega ónákvæmi - þrælarnir segjast hafa róið hvíldarlaust til Íslands - má spyrja hvað vakir fyrir ASÍ með áróðrinum.

Þekktasti þrælahaldari Íslandssögunnar, Hjörleifur Hróðmarsson, beitti þrælum fyrir plóginn en sparaði uxann. Þrælarnir guldu rauðan belg fyrir gráan, drápu Hjörleif og félaga hans.

Til að bæta gráu ofan á svart frömdu þrælarnir fyrsta mannrán Íslandssögunnar er þeir tóku Helgu, eiginkonu þrælahaldarans, og þvinguðu með sér til Vestmannaeyja. Þangað þurfti Ingólfur, bróðir Helgu, að sækja systur sína og drepa þrælana tíu til hefnda fyrir fóstbróður sinn.

Ef launþegar nútímans eru þrælar hljóta atvinnurekendur að vera þrælahaldarar. Myndin sem ASÍ heldur að fólki er þessi: launþegar eru siðlausir aumingjar hnepptir í þrældóm og ættu að sæta lagi að klekkja á atvinnurekendum og þeirra fólki.

Í stéttlausa samfélagið okkar boðar ASÍ siðleysi ármiðalda.

Trúlega svarar ASÍ á þessa leið; auglýsingin er bara djók. En öllu gamni fylgir alvara. 


mbl.is Línur skýrast í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, Lilja, ég hef ekki áhuga að selja

Landsbankinn er í þjóðareigu og ætti að vera það um fyrirsjáanlega framtíð. Lilja Björk Landsbankastjóri virðist áhugasöm að selja ,,selja þversk­urð í efna­hags­líf­inu og sam­fé­lag­inu á Íslandi" - þ.e. Landsbankann.

Síðast þegar við einkavæddum bankakerfið varð þjóðin nær því gjaldþrota.

Lilja Björk og aðrir áhugamenn að selja fjölskyldusilfrið verða að sannfæra okkur hin um að bankakerfið sé betur komið í höndum einkaaðila en ríkisins.

Við vitum af reynslu að einkaframtakið kann að setja bankakerfið í gjaldþrot. En við vitum ekki hvort einkaaðilar kunni að reka banka á Íslandi.

Sönnunarbyrðin er á þeim sem vilja selja, Lilja Björk.


mbl.is Segir Landsbankann tilbúinn til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarnorkusprengjur í hafinu - heimsendir í nánd

Hiti af mannavöldum fer af stórum hluta í hafið. Orkan sem hverfur í hafið jafngildir rúmlega einni Híróshíma-kjarnorkusprengju á sekúndu - nálega 100 þús. slíkar sprengjur á sólarhring.

Nei, ofanritað er ekki fengið úr texta geðbilaðs manns heldur Guardian, virtri útgáfu frjálslyndra vinstrimanna, og studd tilvísun í vísindarannsóknir.

Engin takmörk eru fyrir ruglinu sem borið er á borð fyrir almenning í nafni trúarkenninga um hækkandi hitastig jarðar af mannavöldum.

Heimsendaspámennska af þessu tagi er stórhættuleg. Ef orka 100 þúsund kjarnorkusprengna fer í hafið á hverjum sólarhring sýnir það ekki hve kjarnorkusprengjur eru saklaus vopn?

Vísindamenn í loftslagsfræðum, sem standa undir nafni, t.d. Roy Spencer, draga upp aðra mynd af hlýnun jarðar. Hann bendir á, að jafnvel þótt gefið sé að hlýnun jarðar stafi að hluta til af mannavöldum, sé alls óvíst að hlýnunin hafi neikvæðar afleiðingar. Bæði er að hlýnunin er hæg og svo er vitað hitinn á jörðinni sveiflast af völdum náttúrulegra ferla. Enginn veit hver kjörhitinn ætti að vera.   

 


mbl.is Hlýnun hefur áhrif á plöntur heimskautasvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband