Mínar staðreyndir og þínar

Skoðanir án staðreynda eru eins og fiskur á þurru landi. Staðreynir einar og sér eru þó ekki til þess fallnar að gára vatnið, fá fólk til að skipta um skoðun.

Samhengi staðreynda og ályktanir sem af þeim eru dregnar eiga það til að hreyfa við fólki, sé sæmilega staðið að verki.

Í hagfræði eru margar staðreyndir, ekki síst þær sem fengnar eru með tölfræði. Um þá sem iðka greinina er sagt að aldrei taki tveir hagfræðingar tal saman að ekki séu þrjár skoðanir á lofti í senn.

Nú ræða fjármálaráðherra og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar saman og eru ekki á eitt sáttir um hlutfall fullvinnandi launþega með undir 300 þús. krónur í mánaðarlaun. Munurinn liggur í tveim þekktum staðreyndum, heildartekjum í einn stað og í annan stað dagvinnulaunum.

Á yfirborðinu snýst deilan um hvaða staðreyndir eigi heima í umræðunni. Í reynd er tekist á um hvor málsaðila eigi sviðið. Hávaðinn og bergmálið í samfélagsfjölmiðlum er aðalatriðið. Staðreyndir eru til skrauts.


mbl.is Rifist um mismunandi staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap er jákvætt, minni viðskipti sömuleiðis

Þeir sem keyptu íslensk hlutabréf á liðnu ári töpuðu á fjárfestingunni. Talsmaður Kauphallar segir það jákvætt.

Velta á hlutabréfamarkaði dróst saman um 20 prósent, það er einnig jákvætt segir sama heimild.

Samkvæmt ofansögðu yrði neikvætt að hlutabréf skiluðu ávöxtun og heldur verra ef viðskipti ykjust.

Þegar talsmaður Kauphallarinnar talar á þennan veg er ekki líklegt að almenningur beinlínis flykkist með peningana sína í hlutabréfin.

 


mbl.is Jákvætt ár að baki á íslenskum hlutabréfamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið um ríkisstjórn

Þingkosningar snúast æ meira um hvaða ríkisstjórn er í spilunum í kosningabaráttunni. Ef sitjandi ríkisstjórn heldur velli út kjörtímabilið, sem líkur eru á að hún geri, mæla þingkosningarnar eftirspurn eftir framhaldslífi hennar.

Vinstri grænir verða i kjörstöðu. Þeir munu bæði höfða til þeirra ráðsettu vinstrimanna sem vilja sitt fólk í stjórnarráðið og einnig félagshyggjufólks sem vantreystir hægrislagsíðu Samfylkingar.

Miðflokkurinn er þokkalega staddur sem valkostur við Framsókn í sitjandi stjórn.

Til að Samfylkingin eigi möguleika þarf flokkurinn að tefla fram fólki sem almenningur hefur trú á sem mögulegum ráðherrum. Þinglið Samfó er ekki með þann mannskap.


mbl.is Fylgi Miðflokksins helmingast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband