Bragginn og Klaustur, hægri og vinstri

Braggamál borgarinnar snýst um misferli með opinbert fé, brot reglum um verkferla og spillingu í samskiptum arkitekta og verktaka annars vegar og hins vegar embættismanna og borgarfulltrúa. Í braggamálinu eru hægrimenn sem sækja en vinstrimenn verja hendur sínar.

Klaustursmálið snýst um orðræðu nokkurra þingmanna og ólögmæta upptöku á samtali þeirra. Hér eru vinstrimenn sóknaraðili en hægrimenn í vörn.

Niðurstaða: hægrimenn hafa áhyggjur af meðferð fjármuna og opinberri spillingu en vinstrimenn eru uppteknir af orðfæri fólks í einkasamtölum.


mbl.is „Mun ekki taka þátt í þessari sýningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar Brexit sigur

Útgöngusamningur May forsætisráðherra var ekki nógu skýrt uppgjör við ESB til að breska þingið gæti samþykkt hann. Bretar vilja fullveldi sitt tilbaka og engar refjar.

Umræðan og atkvæðagreiðslan á breska þinginu sýndi starfhæft lýðræði andspænis grímulausri valdahyggju Evrópusambandsins.

Bretum var ólíft innan ESB og Brussel-valdið er einbeitt í afstöðu sinni að Bretum úrsögnina eins dýrkeypta og nokkur kostur er.

Allt ferlið frá Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016 til dagsins í dag er sýnidæmi um hve hættulegt það er að leggja lag sitt við Evrópusambandið.


mbl.is Brexit-samningi May hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband