Drífa um hommablóð og stéttir

Forseti ASÍ tekur ekki upp hanskann fyrir konur þegar hún hyllir atriðið um hommablóð í áramótaskaupinu. Margar konur fá ekki að gefa blóð, þær eru of blóðlitlar, rétt eins og hommar eru ekki blóðgjafar af heilbrigðisástæðum.

Drífa Snædal er þeirrar skoðunar að það séu mannréttindi að gefa blóð. Næst segir hún líklega að mannréttindi séu að vera hár og grannur.

Ekki tekst forseta ASÍ betur upp þegar hún segir Ísland stéttskipt samfélag. Hér fæðist fólk með jafna möguleika. Það nýtur sömu menntakosta og heilbrigðisþjónustu og er með jafnan aðgang að vinnumarkaðnum. Stéttskipt þjóðfélög bjóða ekki upp á slíkt jafnræði.

Drífa talar eins og formaður saumaklúbbs kverúlanta og vanvirðir ASÍ.


Siðir og stjórnmál

Stjórnmál til skamms tíma snerust um almannahag. Stjórnmálamenn og flokkar þeirra ræddu landsins gagn og nauðsynjar, lögðu fram tillögur og kynntu framtíðarsýn. Á seinni tímum ber æ meira á persónuníði í stjórnmálum.

Persónur eru alltaf hluti stjórnmálanna. Foringjahollusta er einn angi og baktal annar. Aftur er opinbert persónuníð fremur sjaldgæft.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata þjófkenndi einn þingmann og kallar núna annan fávita. Fyrir utanaðkomandi er erfitt að skilja tilgang illmælginnar. Orðin lýsa fyrst og síðast Birni Leví sjálfum og að einhverju leyti pólitísku baklandi hans.

Framlag Pírata til pólitískrar orðræðu verður seint vanmetið.


mbl.is Kallar Sigmund óheiðarlegan lýðskrumara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband