Trú, pólitík og vísindi

Vísindi voru til skamms tíma aðferð til að skilja heiminn. Fyrstu sprotar vísindahugsunar festu rætur í Forn-Grikklandi sem valkostur við að skilja heiminn út frá trú og hindurvitnum.

Á seinni tímum verður æ algengara að líta á vísindi sem verkfæri til að breyta heiminum - í stað þess ð láta sér nægja að skilja náttúruferla og spyrja gagnrýnna spurninga.

Jafnvel þær greinar vísindanna, sem síst skyldi, náttúruvísindin, ætla þér þá dul að breyta gangverki náttúrunnar. Sumir loftslagsvísindamenn segjast sannfærðir að maðurinn hafi áhrif á loftslagið, sem er algjörlega ný hugmynd í veraldarsögunni. Í framhaldi verður til bandalag vísinda- og valdamanna sem boða nýjar trúarsetningar um hvernig við eigum að haga okkur.

Loftslagspólitík er ekki hótinu betri en fyrri tíma kenningar um að dulræn öfl stjórnuðu heiminum. Eini munurinn er sá að söfnuðurinn setur manninn í öndvegið þar sem áður sátu guðir.


mbl.is Trú sagt ruglað saman við vísindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Loftslagið  hefur verið síbreytilegt á jörðinni frá upphafi. Samkv. rannsóknum á Grænlandsjökli varð það miklu stöðugra fyrir u.þ.b. ellefu þús. árum heldur en það hafði verið í mörg hundruð þúsund ár þar á undan og hefur svo haldist síðan. Það er óvíst að menning hefði getað þrifist hefði það ekki gerst.

Það er ótal margt sem getur valdið loftslagsbreytingum fyrir utan breytta afstöðu jarðar og sólar. Má þar nefna landaskipan, fjallgarða, hafstrauma o.s. frv. Og svo má ekki gleyma gróðurhúsalofttegundunum, vatni og CO2, sem gera jörðina byggilega. Allt þarf þetta að vera í fínu jafnvægi til þess að viðhalda lífríkinu. Er ekki best að viðhalda þessu jafnvægi?  Kannski þarf lítið að fara úrskeiðis til að allt fari á annan endann. Getur verið að maðurinn hafi þar áhrif?  Hver vill veðja á að svo sé ekki?

Einu sinni heyrði ég fullyrðingu sem var eitthvað á þá leið, að ef fiðrildi blakaði vængjum í Japan þá gæti það valdið fellibyl í Flórída. Auðvitað er það bölv. vitleysa!!! Og þó? 

Hörður Þormar, 7.1.2019 kl. 22:52

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skrýtið að lesa um ávítanir skipuleggjanda loftslagsráðstefnunar á Indlandi vegna ummælum Indversku vísindamannanna,að þær væru óvarlegar og óvísindalegar.    Heimamenn höfðu minnt þær á trúarlegar kennisetningar.

  Svei mér þá ef bandalag loftlagsvísinda er ekki að banna mönnum að neyta ávaxtanna af skilningstrénu- því þeir einir vita.   

  
   

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2019 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband