Nei, Þórhildur Sunna, sakleysi þarf ekki að sanna

Píratinn Þórhildur Sunna og félagi hennar Björn Leví þjófkenndu samþingmann sinn, Ásmund Friðriksson.

Nú stendur til að forsætisnefnd kanni hvort ummæli Píratann brjóti gegn siðareglum.

Svar Þórhildar Sunnu er þetta: fyrst þarf Ásmundur að sanna að hann sé ekki þjófur.

Í réttarríkinu er gerð krafa um að þeir sem ákæra sanni mál sitt. Píratarnir vilja snúa á hvolf þessari grunnreglu. Nú skal sá ákærði sanna sakleysi sitt.


mbl.is Verði að meta sannleiksgildi ummælanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekking í þágu 3. orkupakka ESB

Með orkustefnu ESB fáum við samkeppni á íslenskum raforkumarkaði, segja talsmenn þess að framselja vald yfir raforkumálum okkar til Brussel.

Það er blekking. Samkeppni verður aldrei á íslenskum raforkumarkaði þannig að íslenskir neytendur njóti góðs af. Til þess er markaðurinn of lítill. 

Það er þykjustusamkeppni undir handleiðslu Orkustofnunar sem gæti sparað meðalfjölskyldunni andvirði einnar bíóferðar fyrir einn eða tvo einu sinni á ári. Eyjan gerir sér mat úr þykjustunni.

Íslendingar greiða lágt raforkuverð í samanburði við Evrópu. Ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur, og sæstrengur lagaður, munu orkufyrirtækin fremur selja dýrt til Evrópu en ódýrt til Íslendinga.

Það er mergurinn málsins.


Flökkusögur um vændi, sjálfsmorð og Gunnar Braga

Kona segist hafa selt líkama sinn og meðal kúnna séu ,,þekktir menn". Almannarómur fyllir út í eyðuna.

Flökkusaga um aukna sjálfsmorðstíðni í hruninu var jörðuð - tíu árum síðar.

Flökkusaga um Gunnar Braga drukkinn í leikhúsi jarðaði trúverðugleika fjölmiðils.

Netvæddur almannarómur er síljúgandi.


mbl.is Þekktir menn á meðal vændiskaupenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband