Klausturþingmenn fá stuðningsyfirlýsingu

Þeir þingmenn sem töluðu ógætilega á ólöglegri upptöku á veitingastaðnum Klaustri fengu óvænta stuðningsyfirlýsingu. 

Boðað var til mótmæla á Austurvelli vegna orðræðunnar á Klaustri. Um 100 manns mættu, Bára hljóðmaður meðtalin, en Helga Vala sást ekki svo vitað sé.

100 manna mótmæli eru stuðningsyfirlýsing.


mbl.is Ósátt við Klaustursþingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi þjóðarinnar - eða götunnar

Alþingi þjóðarinnar er skipað löglega kjörnum fulltrúum. Alþingi götunnar vill breyta þessu fyrirkomulagi, að þeir einir sitji alþingi sem ekki fá á sig mótmæli á samfélagsfjölmiðlum.

Alþingi götunnar veit á upplausn og óreiðu; alþingi þjóðarinnar er forsenda stöðugleika og velferðar.

Á hverjum tíma sitja 63 fulltrúar þjóðarinnar alþingi. Þeir eru með sínum kostum og göllum. Við skulum halda því fyrirkomulagi.


mbl.is Vilja Klaustursþingmenn ekki aftur á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa: kristni, kommúnismi og ESB

Í yfirlitsriti um miðaldir, sem fyrst kom út um miðja síðustu öld, segir i fyrstu efnisgrein: Þessi bók gæti heitið Evrópa miðalda. En það væri rangnefni. Þá sjaldan að notað var hugtak yfir alla álfuna var hún kölluð ,,hinn kristni heimur" - ekki Evrópa. 

Kristindómur, bendir höfundurinn á, Denys Hay, var stærri en Evrópa, náði inn í Asíu. Þar að auki voru hlutar Evrópu nútímans, austurhluti Þýskalands og slavneskar þjóðir þar fyrir austan, ekki taldar með kristni fyrr en seint á 14. öld.

Miðaldir náðu yfir þúsöld, 500 til 1500. Almenn sátt er um upphaf þeirra, hrun Rómarveldis, en nokkrir atburður í kringum 1500 þykja marka endalok miðalda: prentverk Gutenberg um miðja 15. öld, fall aust-rómverkska ríkisins í Miklagarði 1453, ferð Kólumbusar til Ameríku 1492 og mótmæli Lúthers 1517.

Tímabilin sem brúa miðaldir við löngu 19. öldina eru kennd við endurreisn annars vegar og hins vegar upplýsingu. Kristni var ráðandi hugmyndafræði bæði þessi tímabil. Blóðugt 30 ára stríð kaþólikka og mótmælenda 1618-1648 sýndi að menn drápu og dóu fyrir rétta útgáfu af kristni.

Langa 19. öldin frá frönsku byltingunni 1789 til fyrra stríðs 1914 bauð upp á kristna heimsvaldastefnu. Kristnu stórveldin, einkum Bretland og Frakkland, stunduðu stórfelldan útflutning á hugmyndafræðinni og fléttuðu saman við landvinninga í Afríku og Asíu. Önnur þróun í kristnu heimaríkjunum, einstaklingsfrelsi og lýðræði, gróf jafnt og þétt undan kristinni hugmyndafræði á löngu 19. öldinni.

Fyrri heimsstyrjöld var síðasta kristna stórstríðið. Enginn einhugur er um hvað hleypti af stað stríðinu. Bókin sem stendur upp úr á aldarafmælinu heitir Svefngenglar. Titillinn er kenningin; leiðtogar stærstu Evrópuríkja álpuðust í stríð. Fyllri titill væri Kristnir svefngenglar. 

Síðasta andvarpi kristni fylgdu veraldleg trúarbrögð, fasismi og kommúnismi. Þau nutu hylli víða um álfuna á síðustu öld en bættu ekki mannlífið þegar til lengdar lét.

Upp úr þessari sögu verður til hugmynd um ESB-Evrópu, valkostur fyrir trúlausa menningu skreyttri með hortittum eins og fjölmenningu og frjálslyndi. Menntamenn lýsa yfir áhyggjum að ESB-Evrópa sé að renna sitt skeið.

Í stóra samhenginu er ESB hagkvæmnishjónaband öflugustu ríkja álfunnar, Frakklands og Þýskalands. Önnur ríki eru gestir. Hjónaband af hagkvæmni skortir staðfestu sem aðeins fæst með djúpri sannfæringu, - t.d. trúar.

 

 


Áhlaup á fullvalda þjóð

Venesúela er fullvalda þjóð. Þótt stjórnvöld í landinu séu ekki upp á marga fiska eru þau lögmæt. Það er ekki íslensku ríkisstjórnarinnar að tala fyrir vilja venesúelsku þjóðarinnar.

Vestræn stórveldi, Bandaríkin og ESB, eru búin að ákveða að fella ríkisstjórnina í Caracas. Sömu stórveldi ákváðu að setja af lögmætt ríkisvald í Írak, Sýrlandi og Líbýu fyrr á þessari öld og leiddi það til hörmunga er enn standa yfir.

Vitanlega breytir engu hvað sagt er í Reykjavík um Venesúela. En það er huggulegra að hafa yfir sér stjórnvöld með snefil af dómgreind og eitthvað örlítið af siðviti. Þegar Gulli utanríkis talar eins og eftir er haft í viðtengdri frétt efast maður um að svo sé.


mbl.is „Ástandið er óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband