Kristni er menning, ekki (endilega) trú

Sá sem ekki þekkir kristni er týndur í íslenskri menningu. Ef einhver herrar nálægt manni er nánast sjálfgefið að maður segir guð hjálpi þer - og þau goðsorð hafa mest lítið með trú að gera en teljast til mannasiða.

Vinstrikverúlantar og þeir sem kenna sig við vantrú eru út í móa þegar þeir leita uppi trú í menningunni til að fetta fingur út í.

Fyrir löngu er viðurkennt að trú er einkamál hvers og eins. Menninguna eigum við á hinn bóginn sameiginlega. Látum ekki menningarsnauða kverúlanta ráða ferðinni og úthrópa fyrir engar sakir kristni.


mbl.is 45% andvíg trú í skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kulnun án lífsbaráttu

Maðurinn þróast með lífsbaráttu. Skásta kenningin sem við höfum um þróun lífs er kennd við Darwin. Meginhugmyndin er að margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Maðurinn sem tegund hefur aldrei áttað sig hvers vegna einmitt hann er útvalinn.

Til að réttlæta eigin tilvist grípur maðurinn til ýmissa hugmyndakerfa s.s. trúarbragða eða vísinda. Þó er öllum ljóst, sem á annað borð gefa því gaum, að hugmyndakerfin eru mannasetningar, eftiráskýringar, og geta ekki svarað hvers vegna einmitt okkar tegund er sú útvalda.

Við búum við meiri velmegun en fyrri kynslóðir og gætum gefið okkur meiri tíma til að svara eilífðarálitamálum um tilgang lífsins og hvernig jarðlífið sé best skipulagt. En það gerum við ekki nema i framhjáhlaupi. Meiri er áherslan á heimsendaspámennsku að jörðin sé um það bil að verða óbyggileg vegna athafna okkar.

Sjálfssköpuð kulnun er þegar maðurinn trúir því að hann sé að tortíma sjálfum sér - og kallar það vísindi. 

 


mbl.is Varist kulnun, kvíða, streitu og stress
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband