Helga Vala: förum á Klaustur - stelum engu

Hér.

 


Kissinger: Trump er söguleg persóna

Henry Kissinger er stórvesír á stjórnmálasviðinu, einkum utanríkismála. Hann segir í viðtali við Financial Times að Trump forseti valdi pólitískum vatnaskilum, knýr fram endurmat.

Baunatalning á ,,röngum og villandi fullyrðingum" er ekki mælikvarðinn á stór-sögulegar persónur.

Persónur stór-sögunnar eru einfaldlega hafnar yfir léttvægar staðreyndir. Trump felldi viðtekna heimsmynd síðustu áratuga, kennd við alþjóðahyggju og vinstrafrjálslyndi, og föndrar við að draga upp aðra. Það er verk í vinnslu.

Trump er með þorra stóru atriðanna á hreinu. Það skiptir meira máli en bjöguð staðreynd hér og þar.


mbl.is Trump fer miklu oftar með ósannindi en á fyrsta árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir þingmenn virkir í athugasemdum

Halldóra Pírati og Jón Steindór úr Viðreisn gerðust virk í athugasemdum úr stól alþingis.

Athugasemdirnar beindust að tveim þingmönnum sem sálufélagar þeirra Halldóru og Jóns Steindórs úr samfélagsfjölmiðlum tók fyrir vegna orðræðu á Klausturbar.

En Halldóra og Jón Steindór eru ekki sauðsvartur almúgi heldur þingmenn. Og ef þingmenn gera athugasemdir við að þjóðkjörnir fulltrúar eigi rétt til setu á alþingi er það töluvert annað og verra en gaspur á götum úti.


mbl.is Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launþegar þrælar verkó

Þegar launamaður ræður sig í vinnu er hann ekki spurður hvaða stéttarfélagi hann vilji tilheyra - eða alls engu. Verkalýðshreyfingin hefur komið málum svo fyrir að stéttarfélög eiga heilu starfsgreinarnar.

Mannréttindi vinnandi fólks eru brotin þegar stéttarfélag þvingar launamenn í félagsskap og rukkar gjald af hverjum og einum.

Félagsgjöldin eru notuð í pólitíska starfsemi sem launþegar eru oft hjartanlega ósammála.

Stjórnendur og sérfræðingar eiga svigrúm til að færa sig úr einu stéttarfélagi í annað. En allur þorri launþega er eins og sláturfé, rekið á bás og félagsgjöld hirt af þeim áður en launin eru greidd.

Vitanlega á að koma málum svo fyrir að upplýst samþykki launþega liggi fyrir áður en viðkomandi er skráður í stéttafélag. Jafnframt þarf að tryggja að launamenn eigi fleiri en einn valkost.

Skylduaðild að verkalýðsfélagi og nauðungarinnheimta á félagsgjöldum er arfur liðins tíma sem við ættum að losa okkur við.


mbl.is Enginn fjöldaflótti úr VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband