Mótsagnir umræðunnar: váhrif og stríðstal

Starfskona Stígamóta segir skaupið hafa verið erfitt fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem sum atriðin kveiktu váhrif, leiddu til upprifjunar á erfiðri reynslu. Bæjarstjórinn á Ísafirði segir aftur: ,,Þetta herskáa stríðstal er að tröllríða allri umræðu."

Sumir í samfélaginu eru þannig í sveit settir að þeir þurfa sérstaka viðvörun vegna áhrifa umræðunnar á meðan aðrir tala í stríðsyfirlýsingum og hóta alvarlegum afleiðingum bregði útaf þeirra vilja.

Fréttastofur og ritstjórnir, sem stunda það að birta ógnarorðræðuna, ættu að íhuga að setja viðvörun fremst í fréttir sem geyma herskáar yfirlýsingar.

Bogi á RÚV gæti t.d. kynnt frétt af kjaramálum á þennan veg: viðvörun, í fréttinni hér á eftir er talað um að stríðsástand ríki á vinnumarkaði. Viðkvæmir eru beðnir að lækka í viðtækjum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Góður!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.1.2019 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband